Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 39

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 39
menn voru víða í vinnudeilum. Afturhaldið höfðaði mál gegn uppreisnarhermannunum og krafðist dauðadóma. Voldug mótmælaalda reis, þar sem beztu menntamenn Frakklands fylktu sér við hlið hermannanna, — svo sem Romain Rolland, Henri Barbusse, Anatole France og Paul Langevin. Það tókst að hindra alla dauða- dóma og losa flesta strax úr fangelsum, þann síðasta, Lesuer, 1925. Frakkar, sem bjuggu í Sovétríkjunum hjálpuðu vel til við undirbúning þessarar sig- ursælu baráttu. Jeanne Labourbe og fleiri unnu ásamt Inés Armand, rússneskri konu og ágætum bolshevikka, frönskumælandi, að leynistarfinu í Odessa. En frönskum liðsforingjum tókst að ná í nokkur af þeim og afhenda hvítliðunum 1. marz 1919 sem myrtu næstu nótt Jeanne La- bourbe og félaga hennar, — fimm konur og fjóra karlmenn. — En starfið bar ávöxt. Áður en sex vikur voru liðnar blakti rauði fáninn yfir Odessa. Lenin mat mikils þá sterku samúð með sov- étbyltingunni, sem lýsti sér í uppreisn franska Svartahafsflotans. Hann reit um það m.a.: „Við sigruðum sem sé ekki, af því við vcerum sterk- ari, heldur af því við stóðum nœr vinnanái fólki í löndum Bandamanna en þeirra eigin ríkisstjórn". Það er þýðingarmeira fyrir málstað sósíal- ismans að vinna samúð alþýðu, — en hitt að sýna aðeins valdið, þegar menn eru orðnir nógu sterkir til að sigra með því. BYLTINGARSTJÓRN I SUÐUR-VIETNAM Þjóðfrelsishreyfingin í Suður-Vietnam, sem hefur meirihluta landsins á valdi sínu hefur nú myndað bráðabirgða-byltingarstjórn í land- inu. Forseti þessarar raunverulegu ríkisstjórnar í Suður-Víetnam er Huynh Tan Phat, en utan- Nguyen Thi Binh ríkisráðherra er Nguyen Thi Binh, sú, sem ver- ið hefur fulltrúi þjóðfrelsishreyfingarinnar í samningunum í París. Flest sósíalistísku ríkin hafa þegar viðurkennt byltingarstjórnina. Hetjuþjóð Vietnam hefur unnið þau krafta- verk í frelsisstríðinu við Bandaríkjaher, sem allur heimurinn er vitni að. Þetta frelsisstríð er nú komið á nýtt stig með þessari ríkisstjórn- armyndun. Það er tími til kominn að Banda- ríkjaher hypji sig úr landi því, sem hann hef- ur farið hers höndum um og láti leppstjórn sína í Saigon sigla sinn eigin sjó. G. P. FRANZOW LATINN G. P. Franzow, aðalritari tímaritsins „World Marxist Review" 1964 til 1968, andaðist 18. 87

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.