Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 36
ERLEND
VÍÐSJÁ HlnH
BÚLGARÍA
Þann 9- september í haust eru liðin 25 ár
síðan verkamenn og bændur komust til valda
í Búlgaríu og hófu uppbyggingu sósíalism-
ans í því landi undir forustu Kommúnista-
flokksins og hins fræga foringja hans Dimi-
troffs.
Síðan 1944 hafa þjóðartekjur Búlgaríu
fimmfaldast, en iðnaðarframleiðslan hefur
hvorki meira né minna en þrítug-faldast, m.
ö. orðum: Búlgaría framleiðir nú á 10 dög-
um jafnmikið af iðnaðarvörum og hún fram-
leiddi 1944 á heilu ári. Á árinu 19ó8 óx
iðnaðarframleiðslan um 12% miðað við
1967. Framleiðslugetan óx 1968 um 6.2%
og þjóðartekjur um 6.5%. Oll raunveruleg
laun fóru hækkandi. Vaxtarhraði þjóðartekna
í Búigaríu er einhver sá hæsti í Evrópu.
Áætlunin fyrir 1969 gerir ráð fyrir 10%
aukningu þjóðartekna miðað við 1968, þar
í er reiknað með iðnaðaraukningu 11.6%.
Er Búlgaría nú farin að selja dráttarvélar, raf-
magnsvélar, skip og fleiri slíkar iðnaðarvörur
til útlanda. 80% af utanríkisverzlun Búlg-
aríu er við sósíalistísku löndin.
TÉKKÓSLOVAKÍA
Dubcek hefur verið látinn víkja sem aðal-
ritari Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu,
Smerkovsky látinn víkja úr framkvæmda-
nefnd flokksins.
Hvað er að gerast í Tékkóslóvakíu?
Dubcek var „ástmögur alls flokksins" svo
notuð séu orð Leníns um Bucharin 1922.
Hann var tákn vonanna um þá andlegu og
pólitísku nýsköpun flokksins, sem samþykkt
miðstjórnarinnar frá apríl 1968 stefndi að.
Dubcek var vissulega allan tímann, sem
hann gegndi leiðtogastarfi, milli tveggja elda.
Annarsvegar hörkutól einangrunarsinna og
bak við þá erlent hervald, — og sáu þessir
aðilar allstaðar draug gagnbyltingarinnar,
svo sem forðum 1950—53 í Júgóslavíu, —
og óttuðust við hvert tilraunafótspor fram á
leið að sósíalisminn myndi líða undir lok.
Hinsvegar afturhaldsmenn, sem óskuðu þess
að Dubcek og flokkurinn missti tökin á þró-
uninni og bak við þá áhrifavald erlenda auð-
valdsins, sem þyrsti í ítök í landinu og beitti
hinum kænasta áróðri undir grímu samúðar-
innar.
Hvað tekur nú raunverulega við?
Því er of snemmt að svara enn. Sumir vona
að hér sé fyrst og fremst um breytta bar-
dagaaðferð að ræða, en ekki gerbreytta stefnu.
Það eigi með undanslætti hvað persónur
snertir að reyna að tryggja að erlendur her
fari úr landinu og skapa þá festu í stjómar-
farið um leið að sósíalismanum sé engin
hætta búin að þeirra áliti. Munu ýmsir treysta
Husak sökum sterks persónuleika hans til
þess að þræða hina vandasömu braut og
minnast þess að sjálfur sætti hann ofsóknum
og áratugs fangelsis. Prófsteinn á hvert raun-
verulega er stefnt er hvort málfrelsið innan
l
84