Réttur


Réttur - 01.04.1969, Page 8

Réttur - 01.04.1969, Page 8
JOSEF LENGYEL: KANTATA Ádám Ádámfy, gamli prófessorinn, gegndi ekki lengur starfi á spítalanum. Hann var ekki lengur í læknahópnum; öflu heldur sjúklingur, sem spítalinn hýsti fyrir gustuka sakir og virð- ingar, þar sem hann átti enga skylda að og lík- lega hefði skipt um til hins verra fyrir honum, ef úti hefði verið um þetta skjól. „Gamla múmían" var hann nefndur, veslings karlinn, og ungu læknarnir töluðu í sinn hóp um „hinn helga dóm", þeirra á meðal Ambrus Járom. Stöku sinnum kom þó fyrir, að hann færði sig í hvíta sloppinn sinn og gengi tinandi kolli um spítaladeildirnar, þar sem sjúklingarnir höfðu fyrrum reynt að lesa fyrirheit um bata úr augum hans, en hjúkrunarkonur og kandídatar skolfið ef hann leit reiðulega við þeim. Nú leið hann um eins og auðmjúkur og einskis verður skuggi — þeim var sama, þó hann færi í hvítan slopp, ef hann langaði til. Stundum fór hann ekki svo vikum skipti út fyrir dyr á gömlu skurðstofunni sinni, sem nú var herbergið hans. Einu sinni flaug það fyrir, að hann hefði migið í skóinn sinn, þegar honutn var brátt og hann fann ekki rétta ílátið í tíma. En þetta var nú gleymt ásamt öðru, síðan Mar- git, yfirhjúkrunarkonan á skurðdeildinni, tók að sér að þvo og þrífa til hjá honum. Hún hafði þekkt Ádám Ádámfy á hans fornu frægðar- dögum og lét nú engan troða honum um tær. Þegar gamli prófessorinn vappaði inn í mót- tökusalinn þennan morgun, var hann í hvíta sloppnum og kinkaði kolli að vanda. Yfirskurð- læknirinn og Ambrus Járom, ungur læknir, vcl vaxinn, en fremur fölleitur, voru að rannsaka sjúkling, sem hafði verið fluttur á spítalann rétt í þeim svifum. Gamli maðurinn staðnæmd- ist hjá þeim, en þeir gáfu því naumast gaum. Sjúklingurinn var maður um þrímgt, sterk- lega vaxinn, vísast aðeins of feitur. Hann hafði lífhimnubólgu og háan hita. Rannsókn leiddi í ljós, að hjartað var mjög veikt og auðsýnt að hann hlyti að deyja á skurðarborðinu. „Við skerurn ekki", sagði yfirlæknirinn og tók af skarið. „Farið með hann á 4. deild." Hjúkrunarkonan ók sjúklingnum af stað. „Bíðið við!" sagði Ádámfy óvænt og lyfti hend- inni skipandi. „Uppskurður umsvifalaust." Hjúkrunarkonan stöðvaði hjólabekkinn. „En prófessor, hjarta sjúklingsins ..." 56

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.