Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 2
ákveða gengið og fá það í sínar hendur og Seðlabankans — og hefur notað
það óspart síðan.
Og það komu í nýafstaðinni kennarabaráttu fram hálffasístískar tilhneig-
ingar hjá vissum handbendum yfirstéttarinnar, — rétt eins og það bar líka vott
um slíkt hugarfar að ætla með bráðabirgðalögum að svifta launafólk samn-
ingsrétti, þó ríkisstjórnin rynni þar af hólmi, er samtök launafólks risu af hörku
gegn slíkri kúgun.
En það er hinsvegar ætlast til þess að launastéttirnar bæti laun sín og jafn-
vel nái auknum mannréttindum með löngum og fórnfrekum verkföllum, þó
yfirstéttin beiti hinu pólitíska valdi til að ná sínum málum fram.
En nú er tími til kominn að öll samtök alþýðu, fagleg og pólitísk, læri
það af yfirstéttinni að ná meirihlutavaldi á Alþingi til þess að hækka
laun sín eða vernda, afla sér frekari mannréttinda eða verja þau, sem til
eru, — og beita Alþingi og ríkisvaldi alþýðunni í hag!
A.S.Í. — B.S.R.B. — F.F.S.Í. — B.H.M. — og fleiri samtök hins vinnandi
fólks hafa innan sinna vébanda yfir 80.000 manns og í samstarfi við vinveitt
stjórnmálasamtök væri hægðarleikur fyrir þessar vinnandi stéttir íslands að
ná sjálfar meirihlutavaldi á Alþingi og nota það vald vinnandi fólki til hagsbóta
og svo til þes að stjórna landinu af viti, sem yfirstéttinni er ósýnt um, af því
hún glápir í sífellu einvörðungu á það hvernig hún geti grætt á kostnað al-
þýðu.
Og svo er hitt, sem er ennþá alvarlegra:
Yfirstéttin er— í því samblandi af vanþekkingu, ágirnd og undirlægjuhætti
undir erlent vald: her- og auðvald Bandaríkjanna, sem einkennir ekki síst nú-
verandi stjórn hennar — að selja ísland í æ ríkara mæli undir hervald þess-
arar árásargjörnu auðkýfingastjórnar, er þar ræður, sökkva íslandi í erlent
skuldafen og stofna lífi allra íslendinga í hættu með því að ánetja það hern-
aðarbandalagi því, sem einmitt „stórkaupmenn dauðans" drottna yfir: gróða-
lýður hergagnaframleiðslunnar í Bandaríkjunum.
Það er því mál að linni — og íslenskar alþýðustéttir taki höndum saman til
þess að verja hagsmuni sína og mannréttindi og auka hvortveggja og til þess
að tryggja frelsi íslendinga og yfirráð yfir eigin landi og forða þjóð vorri frá
fórnardauða í árásarstríði því sem heimsvaldasinnar bandaríska auðvalds-
ins gætu hvenær sem er hleypt af stað, jafnvel bara í blindu ofstæki einstakra
foringja eða af hreinni slysni.
Líf og frelsi íslenskrar þjóðar er undir því komið að alþýðu íslands auðnist
að bjarga landi og þjóð áður en það er um seinan.