Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 16
Hann varð svolítið mæddur eftir spila-
mennskuna og settist niður við borðið.
Hann hló hátt af ánægju, eins og hann
væri rétt að setjast niður í pásu á dansleik
og hellti í bæði glösin.
Hann sagðist ekki þekkja neinn lengur
í fæðingarbæ sínum, hafði farið þangað
fyrir nokkrum árum en vildi frekar koma
aftur til íslands. Hingað kom hann upp-
haflega sem vinnumaður á bóndabæ og í
sveitinni vildi hann helst vera, við hey-
skap og í fjósinu. — Jeg er góður við
beljur, moka, moka sagði hann og hló
hátt um leið og hann líkti eftir vinnu-
brögðum fjósamanns.
Skömmu seinna kvaddi ég hann eftir að
hann hafði fylgt mér fram ganginn, að
stiganum.
Nýlega tók kerfið til sinna ráða og lok-
aði herberginu hans, bar út dótið og sendi
hann á sjúkrahús, síðan á hæli fyrir
drykkjumenn.
En hann er kominn aftur eftir stutta
dvöl. í gær hitti ég hann niðri í bæ. Hann
tók í hendina á mér og var glaður og
hress, gerði góðlátlegt grín að líknar-
starfseminni og sagðist ekkert erindi
hafa átt á drykkjumannahælið, hann væri
alltof hraustur og „intelligent“ til að
dvelja þar. Jú, það var búið að loka her-
berginu en nú var hann kominn í náðina
hjá Hjálpræðishernum, með hjálp kerfis-
ins og hefði það gott, svæfi þar en borðaði
á elliheimilinu. Hann hló og rétti úr
bakinu, þandi brjóstkassann og það var
glóð í rauðhlaupnum augum hans. Hann
var svo sannarlega á grænni grein, mætti
raunar ekki vinna strax, en á þessu hæli
voru ekkert nema eldgamlir menn og
aumingjar. Síðan veifaði hann mér og
gekk stoltur áfram, í lopapeysu frá kerf-
inu, í nýjum stígvélum, með hendur á
kafi í buxnavösunum.
Ég held áfram að skera úr grálúðunni
og finn að ég hef hægt á hraðanum við
þessar hugsanir og dregist afturúr sam-
starfskonunum sem nú keppast meir við
en venjulega, því jólin eru að koma og
því þörf á enn meiri peningum. Sumar
hálfsdagskonurnar mæta meira að segja
allan daginn af þeim sökum, því nóg er
við peninga að gera til að gleðja fjölskyld-
una um hátíðarnar.
Ég reyni að herða á mér aftur, sé að
verkstjórinn er hættur að tala við menn-
ina að sunnan og farinn að fylgjast með
hvar hann geti sett síðustu bakkana, sem
allir vilja komast hjá því að fá. Andrúms-
loftið er þrungið þeirri spennum sem ein-
kennir síðustu mínútur hvers vinnudags.
Ég hætti að vanda mig, dríf mig í að
ganga frá borðinu, þvo það og skrúbba og
er þeirri stund fegnust er stimpilklukkan
smellur á kortinum mínu.
16