Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 45
Og sökum þess hrín ykkur heiðurinn á!
Sem hnígandi vöktuð upp menningar-þrá
þungsvæfu þjóð ykkar hjá.
Sem báruð til hamingju, að hníga við
svörð
og helga með blóði jafn fordœmda jörð
og höfuðból harðstjórnar andans,
og hjátrúar fjandans.
Þvísú kemur öld—hún er aðgætnum vís,
þó ártalið finnist ei hvenær hún rís —
að mann vit og góð vild á guðrækni manns,
að göfugleiks framför er eilífðin hans,
að frelsarinn eini er líf hans og lið
sem lagt er án tollheimtu þjóðheillir við,
og alheimur andlega bandið
og ættjörðin heilaga landið.
Þá vitjar hann moldanna, hún eða hann!
Sá heimur spyr engan um kyn, bara
mann!
Jafn tign verður tjaldbúð sem stofan!
Við líkreitinn þar sem þið liggið í ró
hann leysir affótum sér volkaða skó,
við torfdysin tekur hann ofan.
Maxim Gorki hefur einnig ritað ágæta
frásögn um 9. janúar 1905. En hið stór-
fenglega kvæði Stephans G. mun verða
einn fegursti minnisvarði sem hetjum
bess dags var reistur, — bara of fáum
kunnur.3.
IV.
Það skal farið stutt yfir sögu um fram-
hald byltingarinnar 1905, því aðaltil-
gangur þessarar greinar var að minnast
&lóðsunnudagsins 9. janúar.
Byltingaraldan flæddi yfir Rússland. 3.
flokksþing hins sósíalistíska Verka-
•úannaflokks var haldið í júlí 1905 og á
Háðmynd af rússneska keisaranum í Parísarfolaðinu
„L’assiette an beurre“, árið 1905
Tammersforsráðstefnunni hins róttæka
arms flokksins, Bolshevikkaflokksins, var
ákveðið að reyna almenna vopnaða upp-
reisn. Það var ágreiningur innan foringja-
hópsins: Plechanov áleit að menn hefðu
ekki átt að grípa til vopna, en Lenin
sagði: Við hefðum átt að grípa betur og
45