Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 58
Jónas frá Hriflu
100 ár
Jónas Jónsson frá Hriflu var fæddur 1.
maí 1885. Hann var ritstjóri „Skinfaxa“
nokkur ár og reit þá m.a. greinina „Auð-
ur og ættjarðarást“ (mars 1914). Undir
kaflafyrirsögninni „íslenskt auðvald fyrr
og nú“ segir hann m.a. eftirfarandi, sem
á brýnt erindi til þjóðarinnar í dag:
„Á engan hátt verður þessu máli: gildi
auðmannsins fyrir ættjörðina, svarað bet-
ur en með sögulegum dæmum. Dómur
reynslunnar sker þar best úr. í sögu ís-
lands er í þessu efni ekki um auðugan
garð að gresja, en þó má helst segja að
hér kenni auðvalds á Sturlungaöldinni og
nú fyrir og eftir aldamótin 1900. í fyrra
sinn var það hinn gamli goðaaðall, og í
síðara skiftið kaupmannastéttin. Um
afrek Sturlungualdarhöfðingjanna fer
ekki tvennum sögum. Þeim var meira gef-
ið en flestum mönnum og urðu þó til
mestrar ógæfu þjóð og landi með taum-
lausri sérdrægni og siðspillingu. Þeir
höfðu uppi flokka til rána, brennuverka
og bardaga, og seldu síðan sjálfstæði
landsins fyrir vegtyllur og fégjafir. Ekki.
er nein leið að kenna smábændum hvern-
ig fór. Þeir voru háðir höfðingjunum, þeir
voru viljalaust verkfæri í höndum þeirra.
Og þeir þáðu engar mútur af Noregskon-
ungi. Höfðingjar landsins eiga þar alla
sök, fyrsta auðmannakynslóðin hér, sem
var alvöld yfir fjöldanum, seldi frelsi sitt
og þjóðarinnar fyrir lítilfjörlegan stund-
arhagnað.
Eftir 1854 tók að myndast hér kaup-
mannastétt, vel efnuð á íslenska vísu, og
hefur gengi hennar farið vaxandi. En
fremur er lítið um þjóðþrifaverkin.. Þessi
stétt á fáar bjartar endurminningar í huga
þjóðarinnar. En hún er kunn fyrir harð-
vítug skifti við landsfólkið, fyrir að hafa
verið Þrándur í Götu flestra framfara,
fyrir að hafa stutt af alefli danska kúgun í
stjórnmálum, siglingum, fjárskiftum og
menningu og fyrir að hafa flokkast í
óvinaland okkar til að eyða þar á elliárun-
um misjafnlega fengnum fjármunum...“
Næsti kafli í greininni heitir: „Auðvald
erlendis“. Þar segir m.a.:
„Nú er að víkja til annara þjóða og leita
þar að hollri formennsku auðmannanna.
Mesta böl og mesti blettur á siðmenn-
ingu nútímans er hinn gífurlegi herbún-
aður og styraldirnar...
Hverjir valda þessum ójöfnuði? Ekki
fátæklingarnir. Verkamenn í öllum víg-
löndum styðja friðarhreyfinguna og
standa á móti herbúnaði og styrjöldum.
Þeir hafa ekkert að vinna við stríðin,
nema að verða fallbyssumatur eða drepa
saklausa, óþekkta menn. Nei, stríðin og
undirbúningur þeirra er fyrir auðmennina
svo að þeir geti grætt sem mest. (Leturbr.
J.J.)“
58