Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 51
stöðugri skelfingu með linnulausum loft-
árásum. Háhýsi þar sem bjuggu 350
óbreyttir borgarar hrundi til grunna.
Mánuðum saman fengu 600 þúsundir
manna hvorki vatn, rafmagn né ferskar
matvörur. 60 þúsund manns voru drepnir
meðan á innrásinni stóð. Fjöldamorðin í
Sabra og Shatila eru einhver þau óhugn-
anlegustu í allri mannkynssögunni.
KYNÞÁTTAKÚGUN, ÚTÞENSLA,
ÁRÁS ARHNEIGÐ, HRYÐJUVERK
— þetta er Ísraelsríki — og þetta styður
bandaríska heimsvaldastefnan heils
hugar. Yitzhak Rabin úr Verkamanna-
flokknum sagði árið 1976: „Létu Banda-
ríkin af öllum stuðningi við okkur, er ég
hræddur um að tilvist okkar væri ógnað.“
Tuttugu prósent af fjárlögum ísrael er
styrkur frá Bandaríkjunum. Árið 1980
fór nærri helmingur allrar hernaðarað-
stoðar Bandaríkjanna og meira en 40%
allrar efnahagsaðstoðar til ísrael. ísrael
er ekkert annað en risavaxin bandarísk
herstöð fyrir botni Miðjarðarhafs. — Án
Bandaríkjanna — ekkert ísrael! ísraels-
ríki er aðskotahlutur, ögrandi heims-
valdasinnað hrófatildur í hjarta araba-
heimsins. Ísraelsríki er hin fullkomna
andstaða friðar. Petta er sá fjandmaður
sem við Palestínumenn eigum við að
glíma. Hver er hrifinn af stríði? Hver vill
drepa? Við Palestínumenn eigum fullan
rétt á að vera þjóð. Við berjumst fyrir því
að fá einhvern tíman að lifa í friði í föður-
landi okkar.
í allt að 20 ár hefur palestínska þjóðin
haft með sér samtök og barist vopnaðri
baráttu. Baráttan hefur borið árangur og
sigrarnir verið margir og mikilvægir.
Rúmlega 125 lönd hafa viðurkennt PLO
sem lögmætan fulltrúa palestínsku þjóð-
arinnar. Með innrásinni í Líbanon 1982
tókst ísrael að hnekkja alvarlega hinni
skipulögðu baráttu palestínsku þjóðar-
innar — einkum hernaðarlega. En síon-
istunum tókst hvorki að brjóta á bak aftur
PLO né baráttuvilja þjóðarinnar. Núver-
andi aðstæður eru ákaflega erfiðar en
baráttan heldur áfram.
Undirritun Camp David-sáttmálans
1979 markar tímamót. Markmið ísraels
er að þvinga arabaríkin, með aðstoð
Bandaríkjanna, til að skrifa undir friðar-
samninga þar sem hemám ísraels á Palest-
ínu er samþykkt. PLO og Sýrland voru
frá upphafi andvíg Camp David-sam-
komulaginu og hafa barist einarðlega
gegn því. Hussein Jórdaníukonungur
treysti sér ekki til að samþykkja Camp
David-samkomulagið vegna andstöðu
jórdanskrar alþýðu. ísrael svaraði and-
stöðu Sýrlands með því að leggja undir
sig Golan-hæðirnar. í júlí 1981 var haldið
uppi loftárásum á Líbanon í samfellt 15
daga. Pessi tilraun til að brjóta á bak
aftur andstöðu PLO gegn Camp David-
samkomulaginu mistókst gjörsamlega.
Svo kom hin villimannlega innrás í Líb-
anon og umsátrið um Beirút 1982. Al-
þýða Palestínu og Líbanon leið ógurlegar
hörmungar, dauða, örkuml og eyðingu.
PLO neyddist til að hörfa. En þrátt fyrir
verulegan hernaðarósigur tókst PLO að
vinna sigra á stjórnmálasviðinu með
hetjulegri andstöðu sinni.
Prátt fyrir að herafli PLO hafi verið
fluttur úr landi hélt stríðið áfram og ísrael
hefur ennþá stór svæði í Líbanon á valdi
sínu. Andstöðuhreyfing Líbanon hefur
nú forystuna í baráttunni gegn hernáms-
liðinu og handbendum þess, líbönsku fas-
istunum. Að þessari andstöðuhreyfingu
standa öll þjóðleg og vinstri sinnuð öfl í
Líbanon. Barátta Andstöðuhreyfingar
Líbanon er árangursrík. ísrael hefur ver-
ið neytt til að hörfa úr Shouf-fjöllunum
51