Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 44
meðal íslenskra skálda“, Stephan G.
Stephansson orti um þessa baráttu með
því að birta kvæði hans, Pétursborg ort
1905.
III.
„Pétursborg“
— Gert um varnarlausa verkamenn,
skotna niður áleiðis með
ávarp til Zarsins. —
/.
„Það stóð eins og skotspónn með
berskjölduð brjóst
gegn byssunum spentum, er atlagan hófst.
Pað brást ekki dygð fyrir brott-flóttans
grið,
það bœnheyrslulausa, það einstœða lið —
þeir kappar frá Hungraðra-hreysi,
þær hetjur frá Réttinda-leysi!
Og svo reið af skruggan og skotin
sem skóg lýstur elding — svo breyttust
þau mögn
í hræreyk og helkyrðar þögn —
svo lyftist sá lognmökkur ögn,
sem línblæja af líkbörum flotin —
svo glórði íþau hundruð sem höfðu þar
velst —
svo hvinu við óp þess afsársauka kvelst —
Og andartaksþögnin var þrotin.
Þarstóð uppi í hertýgjum lífvörður lands
hjá leifum affylking hins vopnlausa
manns
við líkköst og lifandi brotin.
Svo blasti við blæðandi hrönnin,
í unnvörpum ungur og roskinn
og ellinnar vanmegn og þroskinn,
og fallinn lá bróðir um bróður,
og barnið við faðm sinnar móður.
— Hún roðnaði rússneska fönnin!
Þar bænræknin böðuð í tárum,
lá blóðrisa, dáin úr sárum.
Það friðartákn, frelsunarlindin
sem fólkinu vísaði á réttlætis dyr,
stóð flekkað þess blóði — sem fyr —
þau krossmark og keisara-myndin.
II.
Afreks einvalalið,
Rússlands útvöldu! Þið
hvílist verkalok við,
í framtíðar-sigrinum sœlir!
Hvert samvizku-innræti sanngirni trútt,
hver sjáandi hugur, hvert mannshjarta
prútt,
alt einróma máli ykkar mœlir —
og lofs-tírinn sá
sem að lýð-hetjur fá
hlotnast ykkur ei á
því guðspjalli er trúgjarna tælir.
Hann hangir svo langt upp í aðfara öld,
að aldrei mun ná til að bletta þann skjöid
sú óvizka er óskilið hælir.
Enn getur víst skynleysið skaðað og
flengt,
og skotið um fjölmenni og einstakling
hengt.
En sannindi hopa ei að heldur.
— Senn verður þér, kirkja, og
keisara-va/d,
þín kúgun að glötun og tíunda-gjald,
og heitur þinn helvítis-eldur.
Því hið stráfelda lið
er hið sterkasta lið!
Er hugsjónir hlaupa undir vígur
gegn heimsku, sem lífsvonir brœlir og ir.
— Hver hirðir hvor hníga skalfyr?
Sönn hetja um máls-efnið spyr,
en síður um sig.
44