Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 54
Hernaðarósigurinn í Líbanon 1982
hafði í för með sér að borgaralegi
hluti PLO missti kjarkinn og hélt að
Bandaríkin hefðu öll tromp á hendi.
Undir forystu Yassirs Arafats tök borg-
aralegi armurinn strax eftir brottförina úr
Beirút upp uppgjafarstefnu. Einkum hef-
ur sú staðreynd, að Arafat hefur að
mörgu leyti farið sínar eigin leiðir og tek-
ið margar geðþóttaákvarðanir, haft í för
með sér að andstæðurnar innan PLO hafa
skerpst. Og í hans eigin samtökum, Al1
Fatah, gekk þetta svo langt að vopnuð
átök brutust út. Þrátt fyrir þá einingu sem
náðist á 16. Þjóðþingi Palestínu í Alsír í
fyrra, hélt Arafat áfram að taka eigin
geðþóttaákvarðanir og fara sínu fram.
Þessi einkastefna hans var gjörólík meiri-
hlutaákvörðunum Þjóðþingsins og hann
jók þannig sundrunguna. Hann reyndi að
brjóta andstæðingana í eigin samtökum,
A1 Fatah, á bak aftur. Hann dró úr sam-
bandinu við þjóðleg arabísk öfl, s.s. Sýr-
land og Líbýu, og efldi í staðinn tengslin
við afturhaldið. Hann tók upp viðræður
við Hussein Jórdaníukonung og reyndi að
gera samkomulag við hann þvert á ákvarð-
anir Þjóðþingsins. Þegar innbyrðisátök-
unum í Trípoli í norður Líbanon um ára-
mótin 1983-84 lauk, fór Arafat til Egypta-
lands til að gera stjórnvöldum þar kleyft
að snúa aftur í hóp arabaríkjanna með
Camp David-stefnuna í rassvasanum.
Þetta var enn eitt skrefið, sem gekk þvert
á ákvarðanir Þjóðþings Palestínu og
meira að segja þvert á þá ákvörðun
Arabasamtakanna að einangra Egypta-
land. Eftir þann mikla stuðning, sem
hann hafði fengið frá þjóð sinni á meðan
á umsátrinu um Beirút stóð og jafnvel í
sambandi við innbyrðisátökin í Trípoli,
hélt hann að hann gæti hagað sér eins og
honum sýndist. En Egyptalandsferðin
vakti reiði og mótmæli Palestínumanna
um heim allan.
PFLP og DFLP hafa lagt hart að sér til
að bjarga einingunni innan PLO og koma
á viðræðum milli deiluaðila. Fjögur sam-
tök innan PLO hafa sameinast um stefnu-
skrá, sem hefur það að markmiði að efla
PLO og standa vörð um eininguna. Þau
eru, auk PFLP og DFLP, Kommúnista-
flokkur Palestínu og Palestínska Frelsis-
fylkingin. Þessi lýðræðisöfl innan PLO
krefjast þess að Arafat verði gerður
ábyrgur gerða sinna. Framferði Arafats
er ekki bara sérviskulegt og anarkískt.
Stefna hans er andstæðingunum í hag.
Hann er kominn inn á hættulega braut
sem liggur beint í fangið á Bandaríkjun-
um. Það er ekki lengur hægt að líta á
Arafat sem sameiginlegan forystumann
allra samtaka innan PLO. Hreyfingarnar
fjórar krefjast þess enn fremur að sameig-
inlegri forystu með fulltrúum frá öllum
hreyfingum verði komið á fót, að sam-
bandið við Sýrland verði eflt og að hern-
aðaraðgerðir PLO í hinni hernumdu Pa-
lestínu aukist.
Þegar þetta er skrifað fara fram við-
ræður milli lýðræðisaflanna í PLO og Al
Fatah, sem hafa þann tilgang að finna
lausn, sem geti bjargað PLO, bjargað
einingunni, sem er mikilvægust fyrir bar-
áttuna í dag.
í Palestínu heldur baráttan gegn her-^
náminu áfram. Og síonistarnir halda áfram
landnámi sínu á Vesturbakkanum, Gaza
og Gólanhæðunum. í Bandaríkjunum er
haldið uppi umfangsmikilli auglýsinga-
herferð til að fá bandaríska gyðinga til að
gerast landnema á þessum stöðum — í
leiðinni er vonast til að fá inn aukadollara
en þeir kæmu sér vel fyrir efnahag ríkis-
ins, sem er að gjaldþrotum komið. Með
því að flytja til ísrael og setjast að á her-
54