Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 21
legri þjónustu við þegnana en hinn flokk-
urinn stundar hreinan atvinnurekstur.
Að minni hyggju má það ekki henda,
að sú félagslega þjónusta, sem hið opin-
bera hefur tekið að sér á íslandi sé skorin
niður og fengin markaðsöflunum í
hendur. Ég ýki dæmin, svo að menn skilji
mig. Ég vil ekki selja Landsspítalann af
því að ég vil ekki, að það sé komið undir
efnahag manns, hvort hann leitar lækn-
inga eða ekki. Ég vil ekki selja Melaskól-
nnn af því ég vil ekki láta uppfræðsluna í
Éndinu í hendur einkaaðila, hverju nafni
sem nefnast. Ég vil ekki selja Vatnsveitu
Éeykjavíkur, af því að ég vil ekki eiga
þarfafullnægju mína í þeim efnum undir
duttlungum einkaframtaksins. Og svona
gæti ég haldið áfram að telja.
Þannig er ljós afstaða mín gagnvart
þeim stofnunum og fyrirtækjum ríkis og
sveitarfélaga, sem veita almenningi marg-
háttaða félagslega þjónustu.
y.
Þegar skoða skal hinn flokkinn, opin-
her fyrirtæki, sem stunda atvinnustarf-
semi, verður á vegi okkar grundvallar-
spurning, sem svara þarf. Hún er þessi:
Hvernig stendur á því í kapítalísku
Þjóðfélagi, að ríkið eða bæjarfélag fer út
1 rekstur almenns atvinnufyrirtækis?
Dæmin um slíkan atvinnurekstur á ís-
andi færa okkur heim sanninn um ástæð-
Ur þessa, en þær eru einkum af tvennum
to|a.
í fyrsta lagi hefur verið farið út í slíkan
rekstur, þar sem einkaframtakið hefur
verið sinnulaust eða getulaust til að ráð-
ast í tímabær stórvirki í atvinnulífinu,
sem hafa verið þjóðhagslega hagkvæm og
nauðsynleg vegna atvinnuþróunar og
jafnvægis milli heildarframboðs og eftir-
spurnar í hagkerfinu.
í öðru lagi, þar sem einkaframtakið
hefur brugðist eða ekki sinnt kröfum
samfélagsins um atvinnuöryggi.
í mörgum tilfellum hafa báðar þessar
ástæður verið fyrir hendi og valdið því að
hið opinbera hófst handa. Ekki er hægt
að segja, að hið opinbera hafi verið að
troða einkaframtakinu um tær, því að
jafnhliða þessum framkvæmdum hefur
hið opinbera gert margháttaðar ráðstaf-
anir til að örva einkaframtakið og hvatt
einatt til þess, að hugvit, atorka og pen-
ingar einstaklingsins nýttust til fram-
kvæmda og verðmætasköpunar.
Hins vegar hafa menn ekki viljað horfa
upp á einkaframtakið standa álengdar að-
gerðarlaust með hendur í vösum og verða
þess valdandi, með þeim hætti, að tæki-
færin glötuðust þjóðinni.
Það verður að segja það, þeim stjórn-
málamönnum til verðugs hróss, sem
mestu hafa ráðið um efnahagsuppbygg-
ingu íslendinga frá aldamótum, hvar í
flokki sem þeir hafa staðið, að þeir hafa
almennt hafnað því, að ríkið ætti aðeins
að stunda næturvörslu í atvinnulífinu,
heldur verið þeirrar skoðunar, að hið op-
inbera ætti að finna til ábyrgðar fyrir eðli-
legri atvinnuþróun og atvinnuöryggi og
grípa hiklaust inn í, ef þess þyrfti með.
Ekki er hægt í þessu erindi að tíunda
dæmin þessum fullyrðingum mínum til
staðfestingar, enda ætti slíkt að vera
óþarfj í þennan hóp.
Á sunnudaginn var, þegar ég var að
efna í þetta erindi, barst mér Reykjavík-
urbréf Morgunblaðsins. Hinn glögg-
skyggni skrifari er í bréfi sínu að lýsa
þeim stórkostlegu tækifærum og mögu-
leikum, sem íslendingum standa opnir á
sviði lífefnaiðnaðar. Hann lætur hnúta-
svipuna ríða á einkaframtakið. Hann
segir, að „hér ætti það auðvitað fyrst og
21