Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 29
Það var eitt sinn, 1919, búið að selja er-
lendum félögum flestalla íslenska fossa.
Það tókst að bjarga íslandi í það skipti úr
klóm erlendra stóriðjuhölda og áttu þá
ekki hvað síst menn eins og Bjarni frá
^ogi, Jón Þorláksson, Guðmundur
Björnsson heiðurinn skilið fyrir.2
Það var hinsvegar fyrirætlun þeirra am-
erísku yfirboðara, er hrifsuðu til sín yfir-
ráð íslenskra efnahagsmála 1947 og næstu
ár, að koma hér upp ríkri íslenskri yfir-
stétt, þægri sér, eða jafnvel erlendri. Því
fólst það í Marshalláætluninni að gera
Sementsverksmiðjuna og Áburðarverk-
smiðjuna að einkaeign. En það tókst að
hindra það. Enn voru íslendingar, einnig
úr Sjálfstæðisflokknum, menn til að
tryggja þjóðinni eignarrétt og yfirráð
stórfyrirtækjanna.
En brátt var sótt að íslensku efnahags-
legu sjálfstæði úr tveim áttum:
Erlendir auðhringar sóttust eftir foss-
aflinu og íslensk stjórnvöld voru blekkt til
að selja raforkuna úr fossaflinu til sviss-
neska álhringsins með því að telja þeim
trú um að kjarnorkan væri að gera foss-
°rkuna einskisvirði. Er öll sú hneykslis-
Saga þegar þjóð vorri kunn.3 En hinsveg-
ar er ekkert lát á ásókninni af hálfu er-
jendu auðhringanna og hverskonar blekk-
Ingum og aðferðum beitt. Auðhringarnir,
hvortheldur kanadísk-bandarískir eða
^ranskir vilja fá raforkuna hræódýra og
húa við hverskonar sérréttindi, svo sem
raunverulegt skattfrelsi, en láta íslend-
lnga (þ.e. „hina innfæddu“) borga rafork-
Una okurverði og sökkva í stórskuldir
vegna virkjana og dollarahækkunar.
^annig er unnið að því að gera íslenska
Þjóð að skuldaþrælum bandaríska auð-
valdsins eins og sumar Suður-Ameríku-
þjóðir.
Samtímis heimtaði svo stórkaupmanna-
lýðurinn algert „frelsi" til hverskonar
innflutnings á vöru þeirri, er erlendir
stórframleiðendur vildu þrengja upp á ís-
lendinga. Lét þessi yfirstétt ríkisstjórnir
taka dollaralán í síauknum mæli, til þess
að fullnægja kröfunni um „frjálsa
verslun“, sem raunverulega hafði þær af-
leiðingar að binda íslenska þjóð enn fast-
ar í skuldaklafann.
Afleiðingarnar af þessum ráðstöfunum
erlendra auðhringa og íslenskra yfirstétta
og þjóna þeirra eru að nú eru skuldir
þjóðarinnar erlendis 45000 milljónir
króna eða um 750 þúsund kr. á hverja
fjögra manna fjölskyldu. Afborganir og
vextir eru 6000 milljónir króna 1985 eða
um 10% af tekjum alls launafólks í land-
inu. Fjórðungur útflutningstekna fer í að
greiða vexti og afborganir af erlendum
lánum.
Fyrir 4 áratugum voru íslendingar
skuldlaus þjóð, áttu allmikið fé inni er-
lendis og tókst þrátt fyrir ásókn stórkaup-
mannastéttarinnar í að eyða því, að nota
300 milljónir króna til nýsköpunar ís-
lensks efnahagslífs4 og leggja grundvöll-
inn að þeirri lífskjarabyltingu, er útrýmdi
að mestu fátæktinni og gerði þorra ís-
lendinga bjargálna.
En það gerðist í sífelldri baráttu við
mestu valdastétt landsins og ameríska
auðvaldið og verður nánar rætt í næsta
kafla.
En afleiðingin af því að láta skammsýn-
ar og eigingjarnar valdastéttir með
stærstu flokka landsins í þjónustu sinni —
ráða landinu blasir nú við, þegar þessar
valdastéttir gerðu svívirðilegustu árásirn-
ar á launastéttir landsins og komu fátækt-
inni að nýju á hér á landi voru.5
29