Réttur


Réttur - 01.10.1985, Síða 23

Réttur - 01.10.1985, Síða 23
ÁSMUNDUR HILMARSSON: Orð um atvinnumál og fleira Alla síðustu öld hefur atvinnuskiptingin hér á landi verið í fullu samræmi við þá atvinnubyltingu, sem hefur orðið hjá öðrum velmegandi þjóðum; Þeim, sem vinna að frumvinnslu fækkar hlutfallslega samhliða mikilli afkastaaukningu. Þeim, sem vinna í viðskiptum, við samgöngur, iðnað og ýmiskonar þjónustu hef- ur fjölgað að sama skapi. Eftir heimsstyrjöldina síðari hafa þessar atvinnugreinar tekið til sín nánast alla, sem hafa bæst nýir við á vinnumarkaðinn. Tölfræðilega hefur þeim einnig fjölgað nokkuð, sem eru taldir vinnandi. Útflutningur Arin 1945-1959 var útflutningur vöru og þjónustu að meðaltali 27% af þjóðar- framleiðslunni. Sömu ár var innflutningur umfram útflutning 4% af þjóðarfram- leiðslu að meðaltali. Hinsvegar var út- flutningur vöru og þjónustu að meðaltali um 42% af þjóðarframleiðslu áranna 1972-1981. Sömu ár var innflutningur umfram útflutning tæplega 3,5% af þjóð- arframleiðslu að meðaltali. Viðskiptajöfnuður Sé litið yfir síðastliðin hundrað ár kem- ur í Ijós að fram að síðari heimsstyrjöld var vöruskiptajöfnuðurinn yfirleitt hag- stæður. Óhagstæður vöruskiptajöfnuður er því tiltölulega nýtt fyrirbrigði í sögu okkar. Á ýmsu hefur gengið með þjón- ustujöfnuðinn eftir síðari heimsstyrjöld. Þó hefur hann oftast verið hagstæður þangað til kemur fram til ársins 1977. Síð- 199

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.