Réttur


Réttur - 01.10.1985, Side 24

Réttur - 01.10.1985, Side 24
an þá hefur hann verið óhagstæður. Ástæðan er einkum aukin vaxtabyrði. Erlendar skuldir Erlendar skuldir hafa vaxið ört á undanförnum áratugum. Sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu hafa erlend lán vaxið úr um 18% árið 1966 í rúmlga 60% árið 1984. Greiðslubyrðin hefur að sama skapi aukist úr tæpum 9% af útflutningi vöru og þjónustu í tæp 21% á sama ára- bili. Á þessu ári hafa enn fleiri lán verið tekin og greiðslubyrðin væntanlega aukist enn. Verðbólga Verðbólga hefur á undanförnum ára- tugum verið meiri á íslandi en í nálægum löndum. Á árunum 1950-1976 þrjátíu og fjórfaldaðist verðlag á neysluvörum og þjónustu hér á landi meðan það um það bil fjórfaldaðist á öðrum Norðurlöndum og Bretlandi en rúmlega tvöfaldaðist í Bandaríkjunum og Vestur-Þýskalandi. í samanburði við þróunarlöndin er verð- bólga minni hér, en hefur oftast verið um 3-4 sinnum meiri en í viðskiptalöndum okkar. Gengismál Gengi íslensku krónunnar hefur fallið mikið á undanförnum áratugum. Hún er þó ekki eina myntin sem felld hefur verið undanfarin ár. Gengi ýmissa mynta hefur lækkað en annarra hækkað. Á síðustu áratugum hefur verið erfitt að átta sig á raunverulegum gengisbreytingum okkar og miklar ófyrirsjáanlegar sveiflur út- flutningstekna, hafa þær afleiðingar að þjóðarbúskapur okkar er einn sá óstöð- ugasti í allri Evrópu. Ef til vill er það skýringin á að verðbólga er hér meiri og gengisfellingar tíðari en í grannlöndum okkar. Islenskur hluti alþjóðakerfís Af framansögðu, auk annarra þátta sem eru ekki nefndir hér, má ef til vill segja að efnahags- og atvinnulífi okkar megi skipta í tvennt; íslenskt efnahags- og atvinnulíf annars vegar og íslenskur hluti alþjóðlegs efnahags- og atvinnulífs hins vegar. Það er líka auðséð að við höfum tengst æ fastari böndum við al- þjóðlega hlutann og ennfremur er viðbú- ið að við eigum eftir að fléttast enn fastar við hann á næstu áratugum. Við okkur blasa því nokkrir kostir. En sá sem mér geðjast best að er að við reynum að auka þátt hins íslenska hluta alþjóðlegs efna- hags- og atvinnulífsins. íslensk efnahags- og atvinnustefna er því að mínu mati spurning um aðlögun. Efnahagsframfarir og stöðnun Stórstígar efnahagsframfarir hafa orðið hér á landi alla síðustu öld. Síðustu 10 árin höfum við hins vegar ekki þokast fram á við og því dregist verulega aftur úr flestum nálægum löndum. Þótt efnahags- kreppan síðasta áratug hafi dregið nokk- uð úr hagvexti þeirra þá hefur þeim samt flestum miðað nokkuð á leið. Líklega hefur þeim tekist betur en okkur að að- laga sig alþjóðlega hlutanum. Aðlögun Aðlögun er tiltölulega einfalt mál þeg- ar almennt gengur vel í alþjóðlegu efna- hagslífi. Það er hins vegar erfiðara þegar pólitísk og efnahagsleg óreiða er aðal- einkenni alþjóðamarkaðanna. En að sama skapi er hún nauðsynlegri þá. Það hefur gengið á ýmsu með vilja okkar 200

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.