Réttur


Réttur - 01.10.1985, Síða 25

Réttur - 01.10.1985, Síða 25
til þess að aðlagast breyttum aðstæðum. Við, eins og reyndar margar nágranna- þjóðir okkar, höfum reynt að komast hjá óþægindunum, sem geta fylgt aðlögun- inni. Við höfum reynt að „bjarga“ dauð- vona fyrirtækjum og atvinnugreinum með fjárframlögum og styrkjum. Með því höfum við ekki bjargað neinu heldur aðeins lengt dauðastríðið. Við eigum okkur það til afsökunar að hafa ekki get- að séð fyrir allar þær stig- og stökkbreyt- ingar, sem hafa gengið yfir alþjóðamark- aðinn. Við gátum ekki frekar en aðrir séð fyrir olíuverðhækkanir og grunnbreyting- ar á alþjóðlega gjaldeyriskerfinu. En við getum ekki séð annað en sá vöxtur, sem einkenndi eftirstríðsárin allt fram á sjö- unda áratuginn, eigi ekki eftir að sýna sig aftur. Það er ekki lengur hægt að reikna með stöðugum, og miðað við ástandið nú, nánast fyrirhafnarlausum hagvexti. Hagvöxturinn og stöðugleikinn minni I rúma tvo áratugi eftir heimsstyrjöld- iria var mikill uppgangstími hjá iðnaðar- þjóðunum. Framleiðslan jókst að meðal- tali um 4-5% í OECD-löndunum. Það var tvöfalt meira en áður hafði best gerst í sögu Vesturlanda. Á sama tíma jukust heimsviðskiptin næstum tvöfalt á við vöruframleiðsluna. Það þýddi að löndin urðu háðari hvert öðru. Stöðugleikinn í alþjóðlega gjaldeyris- kerfinu er einnig horfinn. Þær stofnanir og þau opinberu stjórntæki, sem við byggðum upp á þeim tíma, eiga ef til vill ekki lengur við. Blandað hagkerfi er lík- lega ekki eftirsókarvert undir öðrum kringumstæðum en stöðugum hagvexti. Markaðshagkerfið sækir alstaðar á. Gall- ar þess eru augljósir en það er ekki heldur rúið öllum kostum. Hugsanagangurinn, sem einkenndi eftir- stríðsárin, á heldur ekki við lengur. Hold okkar og blóð er í efnahagskreppu en andinn í hagvexti eftirstríðsáranna og óðaverðbólgu síðustu áratuga. Við þörfn- umst hugarfarsbreytingar. Við þurfum að taka þetta blandaða hagkerfi okkar til endurskoðunar. Þar sem styrkur þess var þegar byrlega blés liggur ef til vill veik- leiki þess núna. Við þörfnumst aðlögun- ar. En aðlögun er ekki sama og undir- gefni. Innan þeirrar þvingunar, sem hinn íslenski hluti hins alþjóðlega efnahags- og atvinnulífs setur okkur, getum við gert okkur þjóðfélag að okkar skapi. Skýrsla um atvinnumál Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðu- sambands íslands, lagði fram skýrslu um atvinnumál á fundi miðstjórnar ÁSÍ þann 27. mars síðast liðinn. Þar segir meðal annars: • Það verður að setja markmið um mark- aðshlutdeild einstakra samkeppnis- greina og leitast við að treysta sam- keppnishæfni með hagræðingu og bættu skipulagi. • Það verður að huga að því á hvaða sviðum helst er von til að auka megi útflutning á iðnaðarvörum. í því sam- bandi beinist athyglin e.t.v. fyrst að þjónustu og fjárfestingariðnaði í tengsl- um við sjávarútveg. Á þessu sviði búum við að tiltölulega stórum heima- markaði og góðri þekkingu. Það er víst, að erlendis er borin nokkur virð- ing fyrir verktækni okkar. Efling þess- ara greina til útflutnings mundi ekki aðeins afla okkur gjaldeyristekna, held- ur einnig tryggja að íslenskur sjávarút- vegur verði alltaf í fremstu röð. • Nýta verður kosti á sviði orkufreks 201

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.