Réttur


Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 25

Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 25
til þess að aðlagast breyttum aðstæðum. Við, eins og reyndar margar nágranna- þjóðir okkar, höfum reynt að komast hjá óþægindunum, sem geta fylgt aðlögun- inni. Við höfum reynt að „bjarga“ dauð- vona fyrirtækjum og atvinnugreinum með fjárframlögum og styrkjum. Með því höfum við ekki bjargað neinu heldur aðeins lengt dauðastríðið. Við eigum okkur það til afsökunar að hafa ekki get- að séð fyrir allar þær stig- og stökkbreyt- ingar, sem hafa gengið yfir alþjóðamark- aðinn. Við gátum ekki frekar en aðrir séð fyrir olíuverðhækkanir og grunnbreyting- ar á alþjóðlega gjaldeyriskerfinu. En við getum ekki séð annað en sá vöxtur, sem einkenndi eftirstríðsárin allt fram á sjö- unda áratuginn, eigi ekki eftir að sýna sig aftur. Það er ekki lengur hægt að reikna með stöðugum, og miðað við ástandið nú, nánast fyrirhafnarlausum hagvexti. Hagvöxturinn og stöðugleikinn minni I rúma tvo áratugi eftir heimsstyrjöld- iria var mikill uppgangstími hjá iðnaðar- þjóðunum. Framleiðslan jókst að meðal- tali um 4-5% í OECD-löndunum. Það var tvöfalt meira en áður hafði best gerst í sögu Vesturlanda. Á sama tíma jukust heimsviðskiptin næstum tvöfalt á við vöruframleiðsluna. Það þýddi að löndin urðu háðari hvert öðru. Stöðugleikinn í alþjóðlega gjaldeyris- kerfinu er einnig horfinn. Þær stofnanir og þau opinberu stjórntæki, sem við byggðum upp á þeim tíma, eiga ef til vill ekki lengur við. Blandað hagkerfi er lík- lega ekki eftirsókarvert undir öðrum kringumstæðum en stöðugum hagvexti. Markaðshagkerfið sækir alstaðar á. Gall- ar þess eru augljósir en það er ekki heldur rúið öllum kostum. Hugsanagangurinn, sem einkenndi eftir- stríðsárin, á heldur ekki við lengur. Hold okkar og blóð er í efnahagskreppu en andinn í hagvexti eftirstríðsáranna og óðaverðbólgu síðustu áratuga. Við þörfn- umst hugarfarsbreytingar. Við þurfum að taka þetta blandaða hagkerfi okkar til endurskoðunar. Þar sem styrkur þess var þegar byrlega blés liggur ef til vill veik- leiki þess núna. Við þörfnumst aðlögun- ar. En aðlögun er ekki sama og undir- gefni. Innan þeirrar þvingunar, sem hinn íslenski hluti hins alþjóðlega efnahags- og atvinnulífs setur okkur, getum við gert okkur þjóðfélag að okkar skapi. Skýrsla um atvinnumál Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðu- sambands íslands, lagði fram skýrslu um atvinnumál á fundi miðstjórnar ÁSÍ þann 27. mars síðast liðinn. Þar segir meðal annars: • Það verður að setja markmið um mark- aðshlutdeild einstakra samkeppnis- greina og leitast við að treysta sam- keppnishæfni með hagræðingu og bættu skipulagi. • Það verður að huga að því á hvaða sviðum helst er von til að auka megi útflutning á iðnaðarvörum. í því sam- bandi beinist athyglin e.t.v. fyrst að þjónustu og fjárfestingariðnaði í tengsl- um við sjávarútveg. Á þessu sviði búum við að tiltölulega stórum heima- markaði og góðri þekkingu. Það er víst, að erlendis er borin nokkur virð- ing fyrir verktækni okkar. Efling þess- ara greina til útflutnings mundi ekki aðeins afla okkur gjaldeyristekna, held- ur einnig tryggja að íslenskur sjávarút- vegur verði alltaf í fremstu röð. • Nýta verður kosti á sviði orkufreks 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.