Réttur


Réttur - 01.10.1985, Qupperneq 32

Réttur - 01.10.1985, Qupperneq 32
PÉTUR HRAUNFJÖRÐ: Mélhúsið (írafossvirkjun 1952) Verkfallinu var lokið. Úldna kétið komið á öskuhaugana. Bensínbrúsarnir héldu áfram að ryðgja inní portinu hjá B.P. Enginn gaf sig fram að eiga þá. Smámunasemi einkaeignaréttarins svar- aði ekki kostnaði lengur. Það hafði ein- mitt verkfallið sannað rækilega. Mátti nú sjá minna grand í mat sínum en vel flestar bensínstöðvar sem opnar voru tvoþriðjuhluta sólarhringsins. Kol- ryðgaðir bensínkútar gátu líka verið hættulegir, hver vildi svo sem fá gang- truflun eða bensínstíflu. Samt hafði verið grimmdar harka og naglaspýtur um þveran veg. Leitað í hverjum bíl og togast á um bensínbrúsa og kindaskrokka. Litið ofani ferðatöskur, jafnvel kíkt í líkkistur. Hafði það ef til vill verið strákskapur og minni háttar titlatog við rétt og rangt í baráttunni um brauðið. Hann vissi það ekki. Hafði þó verið skammaður blóðug- um skömmum og úthrópaður fyrir að- gangshörku í verkfallinu. Heima fyrir höfðu vandræðin hlaðist upp og heldur var óbjörgulegt í kofa- hreysinu. Engir aurar til fyrir mjólk og börnin tugðu ólseiga hvalþjósu með frost- skemmdum kartöflum sem viðbiti. Salt- fiskurinn sem Kron hafði gefið í verkfalls- sjóðinn löngu þrotinn og útákastið á vatnsgrautinn aðeins lúsarögn í posa- skjatta. Eldavélin sem hópurinn hlýjaði sér viö var aðeins hlandvolg og kynt með stolnu spýtnabraki er börnin gátu snapað saman í skjóli myrkurs. ítrekuð hótun að loka fyrir rafmagnið en barnaverndarnefnd algerlega valda- laus nema til þess sem síst skyldi: að leysa upp heimilið. Kaupmannsauminginn í hverfinu sem sýnt hafði manneskjulega tilhliðrunar- semi og biðlund í kaupleysi verkfallsins sá nú aðeins skuldadálkinn hækka og kvaðst ekki lána meira að sinni. Vinnu- leysingjar borga aldrei neitt en þú getur talað við mig er þú hefur fengið vinnu og greitt þessa skuld upp. Hann hefði átt að segja sig á bæinn strax það yrði ekki léttbærara að gefa sig upp síðar og svara níðangurslegum sam- viskuspurningum um einkamál sín og fjölskyldunnar. Honum var það sár raun, ofboðslega þrúgandi, að vera heima og horfa uppá krakkarollingana híma kalda og svanga kringum moðvolga eldavélina. Hann hugsaði til þess sem konan hafði mátt þola allar blóðnæturnar og þrjár vik- ur höfðu liðið án þess að fram úr sæist með hita og næringu en sífellt yfirvofandi að klippt væri á rafleiðslurnar í þessar þrjár perur sem þau höfðu. Sú hryggðarmynd af nöktum veruleika alsleysis plægði og rótaði í sálarfylgsnum 208
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.