Réttur


Réttur - 01.10.1985, Page 37

Réttur - 01.10.1985, Page 37
J,,n Guðmundsson frá Þrasastöðum, forgöngumað- Ur að stofnun Verklýðsfélags Ólafsfjarðar 3. des. 1933, og fyrsti formaður þess. Hann gengdi niörgum trúnaöarstörfum fyrir félagið þar til hann fluttist af lúlagssvæðinu 1937. Þessvegna var það þegar útgerðarmenn ákváðu að lækka útgerðarkostnað með Því að láta greiða olíu af óskiptum afla, þótti hlutarmönnum gengið á sinn hlut. í þeim tiigangi að styrkja stöðu sína í Þessari kjarabaráttu stofnuðu sjómenn og verkamenn Verklýðsfélag Ólafsfjarðar 3. des. 1933. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins °8 fyrsti formaður þess var Jón Guð- Wundsson frá Þrasastöðurn í Stíflu. Lengi aiinntust menn óeigingjarnra starfa hans 1 Þágu félagsins fyrstu og erfiðustu árin. ^ann flutti af félagssvæðinu 1937. Með Jóni í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir: Magnús Magnússon, Hartmann Páls- son, Kristinn Sigurðsson, Guðvarður Sig- urðsson og Randver Sæmundsson. Allir voru þessir menn í forustuliði félagsins lengi síðan og gengdu margháttuðum trúnaðarstörfum fyrir samtökin. Yerkfallið 1936 Mánudaginn 19. október 1936 var lýst yfir verkfalli við Skólpræsagerð í Ólafs- firði. Pað var fyrsta verkfallið í sögu Verk- lýðsfélagsins. Verkfallið stóð í 7 daga og var leyst með samningi við hreppsnefnd Ólafsfjarðarhrepps. í verkfallinu og við samningagerðina naut félagið aðstoðar Steingríms Aðalsteinssonar frá Verklýðs- sambandi Norðurlands. Sveitastjórnarkosningar 30. jan. 1938 Árið 1938 varð viðburðarríkt á sviði félagsmála í Ólafsfirði eins og víðar um land. Sveitastjórnarkosningarnar 30. janúar voru fyrstu hlutfallskosningar til hrepps- nefndarkjörs í Ólafsfirði. Listi sem Verk- lýðsfélagið bauð fram hlaut 108 atkvæði og 2 menn (af 5 hreppsnefndarmönnum). Fulltrúar félagsins voru: Sigursteinn Magnússon skólastjóri og Páll Sigurðsson kennari, sem lengi var rit- ari Verklýðsfélagsins. Með þessum kosningum urðu breyting- ar á viðhorfum til sveitarstjórnarmála í hreppnum. Frá upphafi hafði verið ríkj- andi þröngsýn einstaklingshyggja, en nú komu oftar til umræðu ýmiskonar menn- ingar og félagsmál og framtíðarhagsmun- ir sveitarfélagsins. 213

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.