Réttur


Réttur - 01.10.1985, Qupperneq 64

Réttur - 01.10.1985, Qupperneq 64
W NEISTAR Örlög Bandaríkjanna? „Bandaríki Norður-Ameríku virðast hafa hlotið það hlutskipti af forsjóninni að þjaka Ameríku með eymd í nafni frelsisins." Simon Bolivar (frelsishetja Sudur- Ameríku í frelsisstríðinu við Spán, lifði 1783-1830) „Við verðum að öðlast frelsið án nokkurra skaðabóta til kúgar- anna.“ Fidel Castro (á fundi 1200 fulltrúa frá 37 ríkjum rómönsku Ameríku í Havanna, 30. 7. - 3. 8. 1985) „Hin vaxandi neyð undirstjett- anna er meinsemd, sem hinir fá- vísu herlæknar reyna að afnema með blóðtökum, en slíkar blóðsút- hellingar munu aðeins gera meinið verra... Aðeins fjelagslegar hug- sjónir geta bjargað úr hinni ægi- legu neyð, er, svo jeg taki mjer orð Saint Simons í munn, í hafnarvirkj- um Englands er ekki ein einasta mikil hugsjón til, ekkert nema gufu- vjelar og hungur. Nú er að vísu uppreisnin bæld niður, en með tíð- um uppþotum getur að því komið, að ensku verksmiðjuverkamenn- irnir, sem nú kunna aðeins að vinna úr baðmull og sauða-ull, reyni sig dálítiö einnig við manna- kjöt, og læri að lokum þessa blóð- ugu iðju af álíka list og stjettar- bræður þeirra, verkamennirnir í Lyons og París, og þá gæti svo farið, að sigurvegari Napoleons, marskálkurinn, lávarðurinn Well- ington, — sem nú hefur aftur tekið að sjer yfirböðulsembætti sitt, — fyndi sitt Waterloo mitt í Lundúna- borg. Á sama hátt gæti einnig bor- ið svo við að hermenn hans neit- uðu að hlýða meistara sínum. Það ber nú þegar á viðsjárverðum merkjum slíks hugsunarháttar í breska hernum, og nú sitja 50 her- menn í Tower-fangelsinu í Lund- únum, sem neitað hafa að skjóta á lýðinn. Vart er það trúlegt, en samt er það satt, að þessir ensku rauðstakkar hlýddu ekki skipun liðsforingja sinna, heldur rödd mannúðarinnar, og gleymdu svipu þeirri, sem kölluð er kötturinn með níu rófurnar (the cat of nine tails) og vofir sem sífelld ógn yfir hetju- hryggjum þeirra mitt í stoltri höfuð- borg breska frelsisins — hnúta- svipa Stórabretlands! Það er átak- anlegt að lesa um, hvernig kon- urnar gengju grátandi móti her- mönnunum og hrópuöu til þeirra: „Við þurfum ekki kúlur, við þurfum brauð". Karlmennirnir krosslögðu armana og sögðu: „Skjótið þið hungrið til bana, ekki okkur og börn vor“. Almenna hrópið var: „Skjótið ekki, viö erum allir bræður!" Heinrich Heine: Französische Zustánde. 1842. (Heine var snillingur í blaðamennsku jafnt sem Ijóðagerð.) Jesús frá Nasareth um lögvitringana „En hann (Jesús) mælti: Vei yður líka, þér lögvitringar, því að þér íþyngið mönnum með líttbær- um byrðum, og sjálfir snertið þér byrðarnar ekki með einum fingri.“ (Lúkas 11, 46) Postularnir um auðmennina „Heyrið nú, þérauðmenn, grátið og kveinið yfir þeim eymdum, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur; þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dög- unum. Sjá, laun verkamannanna, sem hafa slegið lönd yðar, þau er þér hafið haft af þeim, hrópa, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveit- anna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi; þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. Þér hafið sakfellt, þér hafið drepið hinn réttláta; hann stendur ekki í gegn yður.“ Jakobs bréf 5, 1-6. Trú án verka „Eru það þó ekki hinir ríku, sem undiroka yður og draga fyrir dóm- stóla?...“ „Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú, en hefir ekki verk? Mun trúin geta frelsað hann?...“ „Eins er lika trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin." Jakobs bréf 2, 7,. 14-15, 17. 240
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.