Fréttablaðið - 06.03.2009, Side 8

Fréttablaðið - 06.03.2009, Side 8
8 6. mars 2009 FÖSTUDAGUR SJÁVARÚTVEGSMÁL Hrefna étur árlega allt að 300.000 tonn af þorski og ýsu sem er fimmfalt meira magn en eldri rannsókn- ir hafa sýnt. Þetta sýna niður- stöður rannsókna Hafrannsókna- stofnunar á árunum 2003-2007. Til samanburðar er heildarafla- mark þorsks og ýsu á yfirstand- andi fiskveiðiári um 250.000 tonn. Áætlað er að hrefnan við landið éti árlega um tvær milljónir tonna af fiski. Þessar niðurstöður voru kynntar í erindi þeirra Gísla A. Víkingssonar, hvalasérfræðings Hafrannsóknastofnunar, og sam- starfsmanna hans á Hafráðstefnu stofnunarinnar fyrir skömmu. Bolfiskur var fjórðungur inni- halds hrefnumaga í umræddum rannsóknum og þar af ýsa um 7 prósent magainnihaldsins, þorsk- ur 8 prósent og annar bolfiskur 11 prósent. Athygli vekur að loðna reynd- ist aðeins um 8 prósent af fæðu hrefnunnar og síld 14 prósent. Rannsóknirnar sýna miklar breyt- ingar í fæðusamsetningu hrefnu á árabilinu 1985-1995 annars vegar og svo 2003-2007 hins vegar. Það er talið benda til þess að hrefn- an lagi sig að fæðuframboðinu í hafinu og éti í raun það sem hún kemst í hverju sinni. - shá Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á fæðuvenjum hrefnu á Íslandsmiðum: Étur meira en flotinn veiðir HREFNA Ein helstu rökin fyrir veiðum á hrefnu er át hennar á bolfiski. Niður- stöður benda til að hún taki meira til sín en talið var. Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Hemlar VINSTRI GRÆN www.vg.is Kjörskrá lokar á miðnætti á föstudag. Nánari upplýsingar á www.vg.is og hjá kjörstjórn í síma 840 6861. FORVAL VINSTRI GRÆNNA Í REYKJAVÍK Utankjörfundur er í dag föstudaginn 6. mars. Utankjörfundur Suðurgötu 3 kl. 16 – 21 ATVINNULÍF Hér þarf að lækka vexti, endurreisa bankakerfið, afnema gjaldeyrishöft, semja við erlenda kröfuhafa, auka útflutningstekj- ur, blása lífi í fasteignamarkaðinn og sækja um aðild að Evrópusam- bandinu og taka upp evru. Þetta eru forgangsmálin sem tínd eru til í ályktun Iðnþings 2009 sem fram fór í gær. „Sundurlyndi og stefnuleysi stjórnmálamanna og stjórnvalda sem bera ábyrgð á verkstjórn og úrlausn ýmissa lykilþátta sem greiða verður úr er grafalvarlegt,“ segir í ályktuninni og minnt á að atvinnulíf hér sé að sligast undan ofurvöxtum, verðbólgu, gengis- breytingum, gjaldeyrishöftum og höktandi bankakerfi. „Sama gild- ir um fjölmörg heimili og atvinnu- leysi hefur ekki verið meira um langt árabil.“ Helgi Magnússon, sem í gær var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins, sagði mikilvægt að vinna úr þeirri stöðu sem hér væri upp komin og láta af neikvæðni og sökudólgaleit sem litlu skilaði. „Á næstu mánuðum og misserum munum við ekki komast hjá því að finna gjaldmiðlamálum Íslendinga nothæfan farveg. Tilraunin um íslensku krónuna er fullreynd. Hún mistókst. ... Við verðum að greiða úr gjaldmiðlavanda þjóðarinnar af fullri ábyrgð. Það gerum við best með upptöku evru eftir inngöngu í Evrópusambandið,“ segir hann. Evrópumálin voru frummælend- um á Iðnþinginu sumum hverjum hugleikin. Þannig kvaðst Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra vera einn elsti Evrópusinninn á þingi og ekki vafi í hans huga um að hefja ætti sem fyrst umsóknar- ferli í Evrópusambandið. Þá sagði Þórður Magnússon, stjórnarfor- maður Eyris Invest, að aðild væri „ekki valkostur heldur nauðsyn“. Án aðildar myndu fyrirtæki hér ekki geta vaxið nema flytja höfuð- stöðvar til útlanda. Þórður lagði jafnframt áherslu á að bætt lífskjör hér héldust í hendur við árangur í alþjóðavæð- ingu og frekari útflutning. Hann sagði einnig mikilvægt að styðja við frumkvöðlastarf, en benti um leið á að þar væri verið að sá til lengri tíma og óvíst um uppskeru. Á langri leið gæti margt farið af- laga. „Hér þarf að bæta skattalega hvata til fjárfesta og hægt að auka skattalega hvata til rannsókna og þróunar, sem ég tel að séu hag- kvæmustu störf sem hægt sé að stunda í íslenskum iðnaði í dag,“ sagði Þórður. olikr@frettabladid.is GRANNT FYLGST MEÐ Svein Harald Øygard seðlabankastjóri var meðal erlendra gesta á Iðnþingi 2009 í gær. Ræður og dagskrá voru þýddar jafnóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kalla á evru og umsókn að ESB Samtök iðnaðarins segja hér fullreynt með eigin mynt og peningastjórnun. Vextir verði að lækka. Á IÐNÞINGI 2009 Helgi Magnússon var endurkjörinn forseti Samtaka iðnaðarins í fyrri hluta dagskrár Iðnþings fyrir hádegi í gær. Eftir hádegið var blásið til ráðstefnu samtakanna á Grand Hótel Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Í þeirri efnahagsáætlun sem nú er fylgt í samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn sýnist veikasti hlutinn vera stefnan í gjaldeyris- og peningamálum sem er eins og hver annar Akkilesarhæll. Engin atvinnustarfsemi getur keppt við atvinnulíf neins staðar í heiminum á lánakjörum sem fylgja hinum ofurháu stýrivöxtum,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann flutti erindi á Iðnþingi í gær undir yfir- skriftinni „Úr hruni til hagsældar“. Einna brýnast segir hann að marka framtíðarstefnu í gjaldeyris- og pen- ingamálum og kallar eftir svörum frá stjórnmálaöflunum. Þá segir hann stjórnvöld verða að gera gangskör í að ljúka uppgjöri nýju bankanna. LEIÐIN ÚR HRUNI TIL HAGSÆLDAR ALÞINGI Alþingismenn, ráðherr- ar, hæstaréttardómarar og forseti Íslands munu, frá 25. apríl, njóta sömu lífeyrisréttinda og opinber- ir starfsmenn. Alþingi samþykkti í gær afnám eftirlaunalaganna sem deilt hefur verið um frá samþykkt 2003. Upphaflega var ráðgert að láta nýju lögin taka gildi 1. apríl en hyggilegra þótti að seinka gildis- tökunni til kjördags svo ekki yrði skörun á milli lífeyriskerfa hjá fólki sem hverfur af þingi við kosningarnar. 34 þingmenn úr öllum flokkum greiddu atkvæði með frumvarpinu. 29 þingmenn voru fjarstaddir. - bþs Sérréttindi afnumin: Eftirlaunalög úr gildi á kjördag 1. Hver gaf nýlega út hljóm- plötuna For the rest of my childhood? 2. Hvað heitir forstjóri Land- helgisgæslunnar? 3. Hver skoraði mark Newcastle í deildarleik gegn Manchester United á miðvikudag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 STÓRIÐJA Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, gagnrýndi á Iðn- þingi í gær fullyrðingar, þeirra á meðal frá Indriða H. Þorlákssyni, ráðuneytis- stjóra, um að ávinningur fyrir efnahags- líf þjóðarinn- ar af álver- um sé lítill. Rannveig sagði að árið 2007 hafi álverið greitt 1,4 milljarða króna í tekjuskatt. Eins hafi álverið keypt vörur og þjónustu af rúm- lega 800 íslenskum aðilum fyrir 5,4 milljarða króna árið 2008, fyrir utan orkukaup. „Þegar allt er talið – orkukaup, laun starfs- manna, opinber gjöld og vörur og þjónusta sem keypt er af inn- lendum aðilum – er um 40 prósent af veltu álversins í Straumsvík kostnaður sem fellur til á Íslandi. Í fyrra voru það tæplega 19 millj- arðar króna, eða að jafnaði einn og hálfur milljarður á mánuði“, sagði Rannveig í erindi sínu. - shá Álverið í Straumsvík: Skiptu við 800 aðila árið 2008 RANNVEIG RIST Baráttudagur kvenna Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti sunnu- daginn 8. mars verður haldinn opinn fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavík- ur . Fundurinn hefst klukkan 14. MENNINGARMÁL Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.