Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 6. mars 2009 ATVINNUMÁL „Margir hafa velt því fyrir sér hvort með þessu sé verið að hvetja fólk til að flytja úr landi. Ég verð að viðurkenna að þetta kom upp í hugann á mér, en eftir að hafa farið yfir stöðuna og lagt mat á atvinnuleysi og -horfur hér á landi tel ég það skyldu mína að greiða fyrir þessu samkomulagi,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, félags- og tryggingamálaráð- herra, við undirritun samkomulags um tímabundna atvinnumöguleika fyrir Íslendinga í Manitoba-fylki í Kandada í gær. Samkomulagið felst meðal ann- ars í því að stjórnvöld í Manitoba munu gefa út tímabundin atvinnu- leyfi fyrir faglærða Íslendinga og mun útgáfa leyfanna ráðast af þörf atvinnulífsins í Manitoba. Einnig munu íslensk stjórnvöld hafa milli- göngu um samskipti milli kanad- ískra atvinnurekenda og atvinnu- leitenda hérlendis. Samkvæmt samkomulaginu eru Íslendingar, sem fá tímabundið atvinnuleyfi af þessu tagi, sjúkra- tryggðir frá fyrsta degi. Börnum þeirra stendur til boða að sækja skóla og mökum þeirra verður tryggt atvinnuleyfi. Ásta Ragn- heiður segist vonast til að Íslend- ingar sem nýta sér þetta tækifæri snúi aftur heim, þar sem reynsla þeirra muni nýtast íslensku sam- félagi. Nancy Allan, ráðherra atvinnu- og innflytjendamála í Manitoba, segir sambærilega samvinnu við önnur ríki, meðal annars Þýska- land, hafa gefist afar vel og auðg- að mannlífið í Manitoba. Spurð um nýlega gagnrýni frá heimamönnum í fylkinu, sem sumir telja að heldur ætti að setja atvinnusköpun fyrir Kanadamenn í forgang en að bjóða útlendingum vinnu, segist Allan ekki búast við að sú gagnrýni verði langlíf. „Við höfum orðið vör við örlitla gagnrýni frá einum minni- hlutahópi, en ég er þess fullviss að þegar fólk gerir sér grein fyrir þessum einstæðu menningarlegu tengslum sem ríkja milli Íslands og Manitoba muni það sætta sig við þessa tilhögun. Það eru mörg störf í boði fyrir faglærða í Manitoba og ég held að þessi samvinna verði í þágu allra sem taka þátt í henni,“ segir Nancy Allan. Nánari útlistun á samkomulag- inu verður gerð á fundi í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, hinn 13. mars næstkomandi. kjartan@frettabladid.is Faglærðir fá tíma- bundin atvinnuleyfi Samkomulag undirritað um tímabundna atvinnumöguleika fyrir Íslendinga í Manitoba. Félagsmálaráðherra segir skyldu sína að greiða fyrir slíkri tilhögun. Atvinnumálaráðherra Manitoba býst ekki við gagnrýni frá löndum sínum. VINATENGSL Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra og Nancy Allan, atvinnumálaráðherra Manitoba, undirrituðu samkomulagið í Þjóðmenningarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.