Fréttablaðið - 06.03.2009, Qupperneq 22
2 föstudagur 6. mars
núna
✽ fylgist vel með
þetta
HELST
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
ANDREA RÓBERTSDÓTTIR FJÖLMIÐLAKONA
„Ég er að safna mér saman eftir flensu en ætli ég kíki ekki á Torgið þar sem ég er að
fá aðstöðu hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands til að vinna og þróa Jórunnarhjörtun mín. Á
morgun er síðan bland í poka. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er á sunnudaginn og
kvöldinu varið með yndislegum konum.“
Sími : 568 5305 • Grandagarði 5
Opið v i rka daga 900 - 1800
Laugardaga 900 - 1300
helgin
MÍN
„Hann er bara voðalega stoltur af
mér,“ segir Magdalena Dubik, ný-
krýnd fegurðardrottning Reykja-
víkur, um Martin, kærastann sinn,
sem er þýskur.
Magdalena hefur búið
úti í Þýskalandi frá 17
ára aldri þegar hún
flutti ein þangað
til að fara í lista-
háskóla í Han-
over, en hún býr
á Íslandi núna
og gengur í Fjöl-
brautaskólann í
Ármúla. Martin
er tónlistarmaður
eins og Magdalena
en þau hafa verið
saman í tvö ár.
„Ég held að hann
geri sér samt ekki
grein fyrir þessu,
fegurðarsam-
k e p p n i r e r u
m i k l u m e i r a
mál hér held-
ur en í Þýska-
landi,“ segir Magdal-
ena sem spilar á fiðlu.
„Martin kom hing-
að í heimsókn í febrú-
ar og fékk að spila sem
aukamaður hjá Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í
viku, en hann spilar
á slagverk.“
- iáh
Magdalena Dubik nýkjörin Ungfrú Reykjavík:
Kærastinn er stoltur
É g hoppa bara milli æfinga í Borgarleikhúsinu og Garða-bæ og syng svo á Broadway
um helgar,“ segir Þórunn Erna
Clausen leikkona sem hefur í
mörgu að snúast þessa dag-
ana. Hún leikstýrir Mamma
Mia í eigin þýðingu í Garða-
skóla, Garðabæ, syngur í
Le Sing sem er nú á sínu sjö-
unda leikári, og hóf nýverið æf-
ingar á Söngvaseið í Borgarleik-
húsinu þar sem hún leikur eina
af nunnunum.
„Þetta er í sjötta sinn sem ég
leikstýri í Garðaskóla og fannst
tilvalið að taka Mamma Mia í ár.
Það er mikil gleði og grín í þessu
verki sem ég held að allir þurfi
á að halda núna. Lögin eru líka
svo skemmtileg að það er ekkert
mál að þýða þau,“ útskýrir Þór-
unn sem syngur sjálf Abba-lög
í Le Sing. „Við erum komin með
nýtt prógram út af æðinu sem
varð eftir Mamma mia-myndina,
svo nú blöndum við fleiri Abba-
lögum við 80‘s, Motown, diskó
og söngleikjatónlist,“ bætir hún
við.
Eitt af þeim fjölmörgu verkefn-
um sem Þórunn sinnir um þess-
ar mundir er nýtilkomið samstarf
hennar og Margrétar Kaaber leik-
konu, en þær stöllur skipa dúett-
inn Clausen & Kaaber og koma
fram við undirleik Stefáns Ernis
Gunnlaugssonar. „Við Margrét
vorum búnar að ganga með það
í maganum í heilt ár að búa til
þessa karaktera og drifum í því
eftir áramót. Persónurnar Clau-
sen & Kaaber eru tvær bráð-
huggulegar og brosmildar ungar
konur sem hafa mikið dálæti á
stemningunni og þeim stíl sem
ríkti á árunum 1940-1960. Þær
eru glæsilegar til fara, í tilheyr-
andi ballkjólum og koma fram
við öll tækifæri og syngja lög sem
slógu í gegn í kringum seinni
heimsstyrjöldina, þekkt íslensk
lög og Abba-lög í breyttum bún-
ingi,“ segir Þórunn sem er orðin
þaulvön að koma fram við ýmiss
konar uppákomur því hún tekur
einnig að sér veislustjórn með
Soffíu Karlsdóttur söngkonu og
eiginmanni sínum, Sigurjóni
Brink tónlistarmanni.
Þórunn eignaðist sitt annað
barn í apríl í fyrra og viðurkenn-
ir að vinnan krefjist mikils skipu-
lags. „Það eru fjögur börn á heim-
ilinu þegar mest er svo þetta er
oft mikið púsluspil því Sjonni
þarf líka að komast á sínar tón-
listaræfingar, en þá er gott að
eiga góða móður og tengdafor-
eldra,“ segir Þórunn og brosir.
- ag
Þórunn Erna Clausen syngur, leikur og leikstýrir:
SYNGUR ABBA OG
LEIKSTÝRIR MAMMA MIA
Abba-drottning Þórunn syngur
Abba-lög í Le Sing og með Margréti
Kaaber, auk þess sem hún leikstýrir
Mamma Mia í Garðaskóla í Garðabæ.
UNGSTIRNI Aðeins 19 ára gömul
er hin bandaríska Taylor Swift orðin
ein vinsælasta kántrísöngkona
heims. Hún var glæsileg að vanda
þegar hún mætti á Echo Music
Awards í Berlín á dögunum, klædd
hvítri kápu og platformhælum.
Flott par Magdalena og
Martin hafa verið saman
í tvö ár, en hann býr í
Þýskalandi og spilar á
slagverk.
Vilja U2 til Íslands
Þeir sem óska þess heitt og inni-
lega að einn daginn muni hljóm-
sveitin U2 troða
upp á Íslandi geta
sýnt viljann í verki
með því að mæta
á tónleika á Nasa
annað kvöld. Tón-
leikarnir standa yfir
milli 21 og 23, á
undan dansleik Sál-
arinnar, og rennur
hluti miðaverðsins til félagsins U2
til Íslands sem berst fyrir því að fá
goðin til að halda tónleika hér á
landi. Hljómsveitina skipa Birg-
ir Nielsen og Gunnar Þór Egg-
ertsson úr Landi og sonum,
Friðrik Sturluson úr Sálinni og
Rúnar Örn Friðriksson úr Sixt-
ies. Ekkert verður til sparað á tón-
leikunum þar sem þekktustu lög U2
munu hljóma og nýjustu breiðskífu
sveitarinnar verður fagnað.
Dalton með djarfa dansara
„Þetta er burlesque-danshópur
sem dansar og syngur með okkur
nokkur lög,“
segir Böðv-
ar Reynis-
son, betur
þekktur sem
Böddi í Dalt-
on, um liðs-
aukann sem
strákarnir í
hljómsveitinni
hafa fengið.
„Þær eru
tvær til fjórar alla jafna, klæða sig
erótískt upp og dansa með okkur
allt giggið. Eðli málsins samkvæmt
eru strákar mjög kátir með þetta,“
bætir hann við, en hljómsveitin og
danshópurinn troða upp á Dillon
Sportbar í Hafnarfirði í kvöld.
Glæsileg Magdalena
Dubik spilar á fiðlu
og gengur í Fjöl-
brautaskólann við
Ármúla.