Fréttablaðið - 06.03.2009, Page 26

Fréttablaðið - 06.03.2009, Page 26
6 föstudagur 6. mars tíðin ✽ aldrei liðið betur MORGUNMATURINN: Cafe Jacques í Grassmarket þar sem ég sveiflast á milli þess að fá mér skoskan morgunverð eða enskan. Ég er hrifnari af skoskum og þá fæ ég ristað brauð, black pudd- ing, egg, potato scone og potato hash, beikon og steikta tómata og sveppi, að ógleymdu svörtu kaffi. ÚT AÐ BORÐA: Under The Stairs á Merchant Street rétt af Candlemaker Row. Þarna ríkir Boston/Kaffibars fílingur og vita fáir af þessum stað. Inn- réttingarnar eru hlutir hver úr sinni áttinni og staffið skiptir út húsgögnum og myndum á veggjum og breytir matseðl- inum reglulega. Ég fæ mér alltaf Red Stripe bjór og glápi á ástralska barþjóninn. UPPÁHALDSVERSLUN: Armstrongs í Grassmarket er ein besta vintage búð í heiminum. Búin að vera í biss- ness síðan 1840 og endalaust hægt að gramsa þar. Mér skilst að Kate Moss versli þarna blessunin. Það er lang- skemmtilegast að versla í Grassmarket og á Victoria Street í eldri hluta Edinborgar og best að forðast Princes Street eins og heitan eldinn. BEST VIÐ BORGINA: Borgin er svo falleg að þótt ég sé búin að vera hérna í meira en ár stend ég mig enn að því að stoppa á miðri götu og finnast ég eiga heima í ævintýri. Þú færð ekki leið á því að sjá kastala út um stofugluggann. Fólkið hér er líka yndislegt. BEST AÐ EYÐA DEGINUM: Vakna fyrir hádegi og fá sér morgunmat hjá Jacques. Hjálpa svo náunganum og gefa blóð uppí Blood Donor Centre á Lauriston Place. Hjúkk- urnar þar láta manni algjörlega líða eins og Móður Teresu eftir herlegheitin. Ef það er föstudagur fer ég á kreppusýn- ingu á 3,50 pund í Filmhouse á Lothian Road og sé ein- hverja klassík. Fæ mér svo miðdegishressingu á Under The Stairs í góðra vina hópi. EDINBORG Guðný Ebba Þórarinsdóttir ÁSTUNDARHNAKKURINN Ég keypti hann notaðan og hann er bara bestur. ROKKÓPERAN !HERO Söngleikurinn ger- ist í New York borg nútímans, í heimi þar sem Jesús hefur aldrei lifað. Hero fer að prédika fyrir borgarbú- um að elska óvini sína og boðar nýtt líf, en ekki eru allir tilbúnir að taka við fagnaðarerindinu. Ekki missa af glæsilegri sýningu í Loftkastalanum í kvöld. IDOL STJÖRNULEIT Ef þú vilt eiga kósýkvöld heima er um að gera að koma sér vel fyrir í sófanum fyrir framan sjónvarpið og horfa á Idol stjörnuleit á Stöð 2. Tuttugu keppendur eru komnir áfram og í kvöld ríða stelp- urnar tíu á vaðið. Þjóðin kýs í símakosningu þær fimm stelpur sem komast áfram í úrslit. SIGRÚN SÓL ÓLAFSDÓTTIR leikkona GULLKORNABÆKUR SONA MINNA. Þarna stirnir á gullið, varðveittar hugsanir og snilldartilsvör alveg frá því þeir byrjuðu að læra að tala fram til dagsins í dag. BRÓÐIR MINN GERÐI ÞESSAR STYTTUR, GÖMLU GÓÐU GLERAUGUN Í MÍNUS SEX SIRKUS Þessi hestur var leikmunur í sýningunni Þjóðar- sálin sem ég leikstýrði fyrir tveimur árum. Yngsti sonurinn skírði hann Sirkus. TOPP 10 TEYGJUR Það er þjóð- ráð að klippa niður gamlar sokkabuxur, Þá þarf maður aldrei að kaupa teygjur í hárið. TROMMUSETTIÐ SKÓR SEM ÉG KEYPTI FYRIR 12 ÁRUM Í SKÁTABÚÐINNI KAFFI- KANNAN Keppnin í fyrra gekk svo vel að ég ákvað bara að endurtaka leikinn og gera þetta ennþá flottara núna,“ segir Selma Hafsteinsdóttir 22 ára sem stendur fyrir förðunarkeppni miðvikudaginn 11. mars á Rúbín í Öskjuhlíð. Allir sem náð hafa átján ára aldri geta tekið þátt í keppn- inni, hvort sem þeir hafa lært förð- un eða ekki. „Sú sem sigraði í fyrra var ólærð, svo margir hafa þetta í sér án þess að vera búnir að læra förðun en ætla kannski að gera það í fram- tíðinni,“ segir Selma sem lærði sjálf förðun hjá Snyrtiakademíunni og er að klára nám í hárgreiðslu. „Skjöldur Eyfjörð, Solla Airbrush og Sigga Þóra verða í dómnefnd og á staðnum verður meðal ann- ars snyrtivörukynning, tískusýning frá Chamsry saumagallerý og Alan úr X-factor tekur nokkur lög,“ bætir hún við, en áhugasamir geta skráð sig með því að senda tölvupóst á timabil.keppni@gmail.com. - ag Glæsileg Selma skipuleggur kepn- nina, en sigurvegarinn hlýtur glæsileg- an verðlaunagrip, ljósmyndatöku, hár- og snyrtivörur. Selma Hafsteinsdóttir förðunarfræðingur: HELDUR OPNA FÖRÐUNARKEPPNI BORGIN mín Japanski teiknimyndakarakterinn Hello Kitty hefur öðlast nýja ímynd í spennandi snyrtivörulínu frá MAC. Línan er tileinkuð kisunni sem er nú orðin eitt þekktasta vörumerki heims. Hello Kitty sem hefur ávallt verið þekkt fyrir hvítt og saklaust útlit sitt er nú orðin djarfari og situr fyrir svört á litinn með svarta og bleika latexslaufu. Snyrtivörurnar í línunni bjóða upp á ótal möguleika, enda bæði litríkar og spennandi. Línan er væntanleg í versl- anir MAC í lok mánaðarins og allar umbúðirnar eru sér- merktar Hello Kitty. HELLO KITTY í nýju hlutverki Litríkt Hello Kitty vörurn- ar hjá MAC koma í sér- merktum umbúðum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.