Fréttablaðið - 06.03.2009, Síða 37

Fréttablaðið - 06.03.2009, Síða 37
FÖSTUDAGUR 6. mars 2009 25 Menningarverðlaun DV voru afhent síðla dags á miðvikudag í Iðnó. Menningarverð- laun blaðsins hafa í þrjá áratugi verið stór viðburður í íslensku menningarlífi þótt minna hafi farið fyrir þeim hin síðari ár eftir að DV missti stöðu sína á fjölmiðla- markaði og upplag blaðsins dróst saman. Verðlaunin eru veitt fyrir einstakt fram- lag einstaklinga til menningarinnar, að mati dómnefndar í hverjum flokki. Að auki voru veitt netverðlaun og sér- stök heiðursverðlaun sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti. Menningarverðlaun DV komu til sög- unnar árið 1978 í framhaldi af gagnrýn- endaverðlaunum sem kennd voru við Silfurlampann og Silfurhestinn og höfðu dottið upp fyrir. Helstu hvatamenn að stofnun þeirra voru þeir Jónas Kristjáns- son ritstjóri, Ólafur Jónsson gagnrýn- andi og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing- ur. Síðan hafa verðlaunin verið árviss að undanskildum tveimur árum sem þau féllu niður. Lengi vel voru verðlaunagripir sér- hannaðir ár hvert en hin síðari ár hefur verðlaunagripurinn verið samur ár eftir ár, hannaður af listakonunni Huldu Hákon og kallast „Jónas“ eftir frumkvöðlinum, Jónasi Kristjánssyni, fyrrverandi ritstjóra DV en ber líka nokkurn svip af Jónasi Hallgrímssyni. Tilnefningar voru í átta flokkum og stóðu fagnefndir að þeim. Sigurvegarar voru: ■ Í flokknum Kvikmyndir: Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur. ■ Í flokknum Hönnun: Katrín Ólína Pétursdóttir. ■ Í flokknum Leiklist: Gunnar Eyjólfsson / Jónatan í Hart í bak. ■ Í flokknum Fræði: Þorvaldur Gylfa- son / Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál í blöðum, tímaritum og bókum á síðustu áratugum. ■ Í flokknum Bókmenntir: Rán eftir Álf- rúnu Gunnlaugsdóttur. ■ Í flokknum Myndlist: Bragi Ásgeirsson / Yfirlitssýning Augnasinfónía á Kjarvals- stöðum. ■ Í flokknum Byggingarlist: Menntaskóli Borgarbyggðar – Arkitektar: Kurtogpí; Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ og Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ. ■ Í flokknum Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands. ■ Heiðursverðlaunin hlaut Manfreð Vil- hjálmsson arkitekt fyrir frábært fram- lag sitt til íslensks arkitektúrs. ■ Samhliða verðlaununum var netkosning og fékk hljómsveitin Hjaltalín þau og er það í fyrsta sinn sem þau eru veitt. - pbb Menningarverðlaun DV 2008 veitt MENNING Verðlaunagripurinn er hannaður af Huldu Hákon HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 06. mars ➜ Tónleikar 12.15 Hanna Dóra Sturludóttir sópran og Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari verða með hádegistón- leika í Von, tónleikasal SÁÁ við Efstaleiti 7. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Pál Ísólfsson og Johannes Brahms. 21.00 DLX ATX, Fist Fokkers, AMFJ, Krakkbot, Gjöll og Man verða á Grand Rokk við Smiðjustíg. Aðgangur ókeypis. 21.00 Bandaríski gítarleikari Larry Cor- yell er gestur Björns Thoroddsen og Jóns Rafnssonar á tónleikum í TÍBRÁ í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. 21.00 Kid Twist og Bárujárn spila brimbrettarokk á Kaffi Amsterdam við Hafnarstræti 5. 21.30 Ljótu Hálfvitarnir spila á Græna Hattinum, Hafnarstræti 96 á Akureyri. Húsið opnar kl. 20.30. ➜ Opnanir 18.00 Kristinn G. Harðarson opnar sýninguna Skjól í Kubbnum, húsnæði myndlistardeildar L.Í. að Laugarnesvegi 91. ➜ Kvikmyndir Þú ert ég - kvik- myndahelgi í Nor- ræna húsinu 6.-8. mars í tengslum við dagskrá sem tileinkuð er Lithá- en og litháískri tungu. Nánri upplýsingar á www.ltis.org. Aðgangur ókeypis. 19.00 Sýnd verður heimildamyndin Sjá Vilnius. ➜ Síðustu Forvöð Sýningunum Surtsey: jörð úr ægi og Síðbúin sýn: ljósmyndir úr fórum Halldórs Laxness, lýkur á sunnudaginn. Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu 15. Opið alla daga frá kl. 11 til 17. Hvítir skuggar, Sýning Margrétar Jóns- dóttur lýkur á sunnudaginn. Aðgangur ókeypis. Listasafnið á Akureyri, Kaup- vangsstræti 12. Opið alla daga nema mán. kl. 12-19. Lífsgjöf, Sýning Elísabetu Stefánsdótt- ur (Beta Gagga), lýkur á sunnudaginn. Grafíksafn Íslands, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17 (hafnarmegin). Opið fimm.-sun. kl. 14-18. Þverskurður, sýning Textílfélagsins í Gerðarsafni við Hamraborg í Kópavogi, lýkur á sunnudaginn. Sýningin spannar ríflega 60 ár í textílsögunni. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. ➜ Blús Blúshátíðin Norðurljósablús á Höfn í Hornafirði 5.-7. mars. Ókeypis er á alla viðburði. 18.00 Mugison og Papa Mug verða á Humarhöfninni við Hafnarbraut 4. 21.00 B-Sig spila á Hótel Höfn við Víkur- braut. 21.00 Hljómsveitin Silfur verður á Víkinni, Víkurbraut 2. 23.00 Blúsvíkingarnir verða á Kaffi Horninu, Hafnarbraut 42. 23.00 Mæðusveitin Sigurbjörn verður á Hótel Höfn við Víkurbraut. ➜ Leikrit Leikverkið Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson verður sýnt í Hafnar- fjarðarleikhúsinu, Strandgötu 50. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.