Fréttablaðið - 06.03.2009, Page 42

Fréttablaðið - 06.03.2009, Page 42
30 6. mars 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is „Eins og staðan er núna reikna ég með því að fá þessa þrjá Íslendinga til liðsins,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari þýska C-deildarliðsins Kassel. Aðalsteinn er þessa dagana í samninga- viðræðum við þá Guðjón Finn Drengsson, Jóhann Gunnar Einarsson, leikmenn Fram, og Daníel Berg Grétarsson sem lék með Fram í fyrra. „Ég handsalaði samning við þá þegar ég var þarna úti um daginn. Er því bara að bíða eftir pappírun- um og ef allt stenst þar þá förum við fjölskyldan út,“ sagði Guðjón Finnur en honum leist ákaflega vel á aðstæður í Kassel þegar hann fór þangað ásamt liðsfélaga sínum, Jóhanni Gunnari. „Við fjölskyldan lítum á þetta sem ævintýri. Þetta er flott 250 þúsund manna borg og allt til alls þarna. Líka mikill metnaður hjá félaginu og verður gaman að taka þátt í þessu verkefni,“ sagði Guðjón. Jóhann Gunnar segist einnig vera spenntur fyrir félaginu og telur líklegt að hann fari til Kassel. „Hugur minn stefnir til Kassel í dag. Það á eftir að ganga frá samningum en umboðsmaður minn er í viðræðum við félagið. Vonandi gengur það eftir,“ sagði Jóhann Gunnar sem segir Kassel hafa komið sér á óvart. „Það leit allt betur út þarna en ég þorði að vona. Það er vel séð um liðið og aðstaðan góð. Svo á félagið peninga og staðið er við alla samninga sem er ekki sjálfgefið í dag,“ sagði Jóhann. Aðalsteinn er þess utan á höttunum eftir Egidijus Petkevicius sem lék með HK í fyrra. Hann er í Litháen þessa dagana eftir stutt stopp í Grikklandi þar sem félag hans þar lenti í vand- ræðum. „Það væri fínt að fá hann í markið með öðrum sterkum markverði sem er hjá okkur. Það er mjög jákvætt ef íslensku strák- arnir koma og ég býst við þeim öllum í okkar liði næsta vetur,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson en vellauðugur eigandi Kassel ætlar sér að koma liðinu í deild þeirra bestu árið 2012. AÐALSTEINN EYJÓLFSSON SAFNAR LIÐI: VILL FÁ PETKEVICIUS OG LANDA ÍSLENSKUM LEIKMÖNNUM Þrír Íslendingar á leið til Aðalsteins í Kassel N1-deild karla: Fram-Haukar 22-27 (10-11) Mörk Fram (skot): Rúnar Kárason 6/2 (15/2), Björn Guðmundsson 3 (6), Haraldur Þorvarðar son 3 (4), Jóhann Karl Reynisson 3 (4), Jóhann Gunnar Einarsson 2 (3), Brjánn Bjarnason 2 (2), Andri Berg Haraldsson 2 (8), Guðjón Drengsson 1/1 (1/1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 20 (42/4) 48%, Davíð Svansson 3 (8/3) 38%. Hraðaupphlaup: 3 (Brjánn, Rúnar, Andri) Fiskuð víti: 3 (Jóhann 2, Haraldur). Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/5 (19/6), Freyr Brynjarsson 4 (6), Einar Örn Jóns son 4/1 (5/1), Andri Stefan 3 (8), Elías Már Hall dórsson 3 (7), Kári Kristján Kristjánsson 2 (5). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (39/3) 44%. Hraðaupphlaup: 5 (Elías 2, Freyr, Kári, Sigur bergur). Fiskuð víti: 7 (Kári 5, Andri 2). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, réðu ekki við verkefnið en hallaði nokkuð jafnt á bæði lið. FH-Stjarnan 29-32 Mörk FH: Bjarni Fritzson 11, Aron Pálmarsson 7, Benedikt Kristinsson 3, Guðmundur Pedersen 3, Ásbjörn Friðriksson 2, Sigurður Ágústsson 1, Jónatan Jónsson 1, Ólafur Gústafsson 1. Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Ingi Halldórsson 13, Ragnar Helgason 6,, Kristján S. Kristjánsson 5, Patrekur Jóhannesson 4, Fannar Örn Þorbjörns son 3, Björn Friðriksson 1. Valur-Víkingur 32-17 (16-7) Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 12, Fannar Þór Friðgeirsson 7, Elvar Friðriksson 6, Hjalti Þór Pálmason 2, Heimir Örn Árnason 2, Hjalti Gylfason 2, Gunnar Harðarson 1. Mörk Víkinga: Einar Örn Guðmundsson 7, Davíð Georgsson 3, Sveinn Þorgeirsson 2, Kristinn Guðmundsson 2, Pálmar Sigurjónsson 1, Davíð Ágústsson 1, Hjálmar Þór Arnarson 1 IE-deild kvenna, úrslitak.: Grindavík-KR 70-60 (27-21) Stig Grindavíkur: Petrúnella Skúladóttir 16, Jovana Lilja Stefánsdóttir 12, Helga Hallgríms dóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 9 (12 frák.), Lilja Ósk Sigmarsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Berglind Anna Magnúsdóttir 3. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 15 (9 frák., 5 stoðs.), Helga Einarsdóttir 15, Sigrún Ámunda dóttir 9, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9, Margrét Kara Sturludóttir 7, Brynhildur Jónsdóttir 3, Heiðrún Kristmundsdóttir 2. Lengjubikar karla: Fram-HK 3-2 Fylkir-Leiknir 2-2 ÚRSLIT BYLTINGARMENN VÍSINDANNA Félag áhugamanna um heimspeki heldur fyrirlestraröðina í samvinnu við: 2009 7. mars 14. mars Ef... þá og allt saman: Kurt Gödel og rökfræðin Halldór Guðjónsson Niels Bohr og aðferðir vísindanna Þorsteinn Vilhjálmsson 21. mars Alan Turing: Turing vélin og áhrif hennar á framfarir og takmörk hugfræðinnar Kamilla Rún Jóhannsdóttir 28. mars Watson og Crick og DNA-líkan þeirra Guðmundur Eggertsson 4. apríl Thomas Kuhn og vísindabyltingar Eyja Margrét Brynjarsdóttir Fimm íslenskir vísinda- og fræðimenn úr ólíkum áttum fjalla um byltingarmenn vísindanna á laugardögum klukkan 13:00. Fyrirlestrarnir verða haldnir í sal 2 í Háskólabíó. Allir eru velkomnir – aðgangur ókeypis Heimspekistofnun Háskóla Íslands Eðlisfræðifélag Íslands Líffræðistofnun Háskóla Íslands > Guðjón bestur í febrúar Guðjón Þórðarson var í gær útnefndur besti knatt- spyrnustjóri febrúarmánaðar í ensku C-deildinni. Undir hans stjórn vann Crewe fjóra af fimm leikjum sínum í mánuðinum. „Þetta hefur gengið ágætlega en ég verð þó að vera raunsær. Við ætlum okkur auðvitað að halda okkur uppi en þetta er langt frá því að vera búið og mikil vinna eftir,” sagði Guðjón í samtali við Fréttablaðið en hann segir muninn á liðinu nú og þegar hann tók við því vera eins og dag og nótt. Iceland Express-deild karla: Stjarnan-Snæfell 82-79 (52-37) Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 29, Justin Shouse 19 (13 stoðs.), Kjartan Kjartansson 14, Fannar Freyr Helgason 9, Guðjón Lárusson 6, Ólafur Sigurðssin 3, Birkir Guðlaugsson 2. Stig Snæfells: Slobodan Subasic 17, Lucious Wagner 14, Hlynur Bæringsson 12 (16 frák.), Jón Ólafur Jónsson 12, Magni Hafsteinsson 10, Daníel Klazmi 6, Egill Egilsson 3. Þór Ak.-ÍR 90-96 (46-47) Stig Þórs: Konrad Tota 24, Guðmundur Jónsson 17, Hrafn Jóhannesson 16, Daniel Bandy 14, Jón Orri Kristjánsson 12, Óðinn Ásgeirsson 4, Baldur Jónsson 3. Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 20, Ólafur Þórisson 17, Ómar Sævarsson 16, Hreggviður Magnússon 15, Sveinbjörn Claessen 14, Steinar Arason 9, Ólafur Ingvason 3, Ásgeir Hlöðversson 2. Njarðvík-Breiðablik 111-78 ÚRSLIT HANDBOLTI Haukar fljúga hátt þessa dagana og þeir unnu enn einn sig- urinn gegn Fram, 22-27, í Safa- mýri í gær. Leikurinn var harður af beggja hálfu og slakir dómarar leiksins réðu ekki alveg við verk- efnið. Hvorugt lið gaf þumlung eftir allan tímann en Haukarn- ir reyndust einfaldlega sterkari þegar upp var staðið. Bæði lið mættu mjög grimm til leiks og tilbúin að berjast hart fyrir stigunum enda var hraust- lega tekist á allan fyrri hálfleik. Haukarnir skrefi á undan allan hálfleikinn en Magnús Erlendsson varði vel í Fram-markinu og sá til þess að munurinn var alltaf lítill. Það ætlaði að sjóða upp úr um miðjan hálfleikinn er Rúnar Kára- son sló að óþörfu í andlit Gunnars Bergs Viktorssonar sem var þegar kominn upp við varamannabekk Hauka. Haukamenn brjáluðust og þá einna helst Arnar Péturs- son sem las ungu skyttunni pistil- inn. Rúnar slapp þó með skrekkinn enda sáu hvorki dómarar né eftir- litsdómari atvikið. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn eitt mark, 10-11, og ljóst að eitthvað varð undan að láta í hasarnum í síðari hálfleik. Haukarnir héldu áfram að vera skrefi á undan í síðari hálfleik en í stöðunni 17-18 fyrir Hauka hrundi leikur heimamanna á báðum endum. Haukarnir skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni í 17-24 og leiknum lokið. Á þeim kafla spilaði Haukaliðið frábæran varnarleik en sóknarleikur Fram- ara hrundi eins og spilaborg að sama skapi. „Við lítum á hvern einasta leik sem úrslitaleik og erum grimmir. Mér fannst við samt ekki nógu beittir í fyrri hálfleik gegn sterk- um Frömurum sem mættu alveg dýrvitlausir. Þeir voru virkilega harðir í vörninni og við urðum að berja okkur í gang, sem gekk,“ sagði kátur þjálfari Hauka, Aron Kristjánsson. „Við vorum náttúrulega að spila alveg fantavarnarleik og Birkir að verja vel í markinu. Arnar Pét- ursson og Gunnar Berg voru svo frábærir í vörninni. Ég var miklu sáttari við sóknarleikinn í síð- ari hálfleik en við klúðrum allt of miklu af dauðafærum í leiknum,“ sagði Aron en hans lið er ekki árennilegt þessa dagana. „Markmið okkar er að vinna þá titla sem eftir eru og hver leikur hjá okkur er úrslitaleikur,“ sagði Aron sem var óvenju heitur í fyrri hálfleik en hann sagðist hafa látið til sín taka í von um að kveikja meiri neista hjá sínum mönnum. Magnús Gunnar Erlendsson var frábær í marki Fram en Framarar náðu ekki að gera sér mat úr frá- bærri markvörslu hans. „Menn eru að spila alveg skelfi- legan sóknarleik og svo misstu menn dampinn í vörninni í kjölfar- ið. Þetta er samt það jákvæðasta eftir áramót en því miður þá spil- uðum við bara í 50 mínútur en Haukar í 60 mínútur,“ sagði Magn- ús svekktur en hann segir lélegan árangur Fram eftir áramót ekki vera farinn að leggjast á sálina á mönnum. „Það er fín stemning á æfingum og menn mættu tilbún- ir í þennan leik. Ég veit ekki alveg hvað er að.“ henry@frettabladid.is Haukar unnu slagsmálin Það var hraustlega tekist á þegar Fram tók á móti Haukum í Safamýri. Slakur kafli Framara um miðjan síðari hálfleik reyndist þeirra banabiti í leiknum. HEITT Í KOLUNUM Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ekki alltof sáttur við kollega sinn hjá Fram, Viggó Sigurðsson, í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Grindavíkurkonur tryggðu sér oddaleik á sunnu- daginn þegar þær unnu tíu stiga sigur á bikarmeisturum KR, 70- 60, í öðrum leik liðanna í einvígi þeirra í 1. umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna. Grindavíkurliðið lagði grunn- inn að sigrinum með frábærum lokakafla í þriðja leiklhutanum þar sem liðið skoraði 11 stig í röð og komst 16 stigum yfir. Grindavík missti frá sér sig- urinn í fyrsta leiknum en voru búnar að læra af reynslunni nú þótt að KR-konur hafi minnkað 19 stiga forskot þeirra niður í 8 stig. Í lokin skildu svo tíu stig. - óój Úrslitakeppni kvennakörfunnar: Grindavík vann TÓLF FRÁKÖST Ólöf Helga Pálsdóttir var öflug með Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI „Ég verð að viðurkenna að það var farið að fara verulega um mig þegar Hlynur setti þennan þrist niður,“ sagði Teitur Örlygs- son þjálfari Stjörnunnar eftir að hans menn tryggðu sér mikilvæg- an 82-79 sigur á Snæfelli í Iceland Express deildinni í gærkvöldi. Stjarnan hafði gott forskot í þrjá og hálfan leikhluta en missti það niður þegar nokkrar mínútur lifðu leiks. Stjarnan tók frumkvæðið í leikn- um strax í byrjun með tveimur þristum og hafði yfir 27-18 eftir fyrsta leikhlutann og 52-37 í hálf- leik. Jovan Zdravevski dró vagn- inn á löngum köflum og skoraði 29 stig í leiknum. Sigurður Þorvaldsson lék ekki með Snæfelli og einbeitti sér að þjálfuninni, en hann var ósátt- ur við varnarleik sinna manna. „Við vorum að spila lélega vörn í þrjá leikhluta og við töp- uðum þessum leik á lélegri vörn í fyrri hálfleik,“ sagði Sigurður, en hans menn voru undir 69- 57 eftir þrjá leikhluta. Lokakafl- inn í leiknum einkenndist svo af æsilegri baráttu. Eftir ævintýralega þriggja stiga körfu Hlyns Bæringsson- ar skoraði Lucius Harris tvær körfur í röð og Snæfell var skyndilega komið yfir 79-76 þegar um þrjár mínútur voru eftir. Það var hins vegar hinn magnaði Just- in Shouse sem skoraði sigurkörfu Stjörnumanna þegar 51 sekúnda var til leiksloka. Snæfellingar fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokin, en galopið skot Slobodan Subasic úr horninu vildi ekki niður og Stjarnan slapp með skrekkinn. „Ég var mjög ánægður með leik minna manna í dag og sérstaklega í fyrri hálf- leik, þar sem okkur var að takast það sem við lögðum upp með. Þetta Snæfellslið er auðvitað mjög sterkt,“ sagði Teitur. - BB Stjarnan stóðst áhlaup Snæfells í lokin í Iceland Express deild karla í körfubolta: Shouse skoraði sigurkörfuna KLÁRAÐI GÖMLU FÉLAGANA Justin Shouse tryggði Stjörnunni sigur á Snæfelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.