Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 13.03.2009, Qupperneq 2
2 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra bað fyrrverandi vistmenn Breiðavíkur afsök- unar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar á Alþingi í gær. Jafnframt bað hún alla þá afsökunar sem vist- aðir voru sem börn á stofnunum og sættu þar illri meðferð og ofbeldi. Jóhanna var með þessu að svara fyrirspurn frá Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingarinnar, um það hvar mál Breiðavíkur- drengjanna væri statt í stjórn- kerfinu. Að lokinni afsökunar- beiðninni bætti hún því við að ekki væri hægt „að ætlast til að slík fyrirgefning sé veitt nema þessi kafli í sögu íslenskra barna- verndarmála sé gerður upp“. Bárður Ragnar Jónsson, for- maður Breiðavíkursamtakanna, segir þetta fallegt af Jóhönnu. „Og ég þykist vita að Breiðavíkurdrengir séu mjög ánægðir með þetta því fyrir marga þeirra hefur skipt miklu máli að heyra eitthvað svona,“ segir hann. Afsökunarbeiðnin hafi komið honum á óvart. Hann segir þetta vísi að áherslubreytingum hjá stjórnvöldunum í málinu. „Þetta er allt annar tónn og allt annað viðhorf. Það er ekki þessi hrokafulla lítilsvirðing sem við töldum okkur margir mæta frá Geir Haarde og hans hópi í kringum þetta,“ segir Bárður. - sh Breiðavíkurdrengur er ánægður með afsökunarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttur: Ekki sama hrokafulla lítilsvirðingin FORSÆTISRÁÐHERRA Bað Breiðavíkurdrengina og fjölskyldur þeirra afsökunar fyrir hönd þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BÁRÐUR RAGNAR JÓNSSON www.bjarniben.is Krafturinn býr í fólkinu Bjarna Benediktsson í 1. sæti. í SV-kjördæmi, 14. mars. LÖGREGLUMÁL Par sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í fyrrakvöld er grunað um að hafa breytt tveimur íbúðum í gróður- hús fyrir kannabisplöntur. Parið var handtekið ásamt þriðja manni af fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Upphaf þessa umfangsmikla ræktunarmáls má rekja lengra aftur í tímann eða til þess þegar lögregla stöðvaði kannabisræktun í Breiðholti í síðustu viku. Þar gaf á að líta því heil íbúð í fjölbýlishúsi hafði verið tekin undir ræktunina og var hún einungis notuð til þess arna. Á þessum stað tók lögreglan um 200 plöntur, auk ljósalampa og annars búnaðar sem til þarf. Þessi aðgerð leiddi svo lögregl- una áfram í Laugardalinn þar sem einnig reyndist vera íbúð, í fjölbýl- ishúsi, stappfull af kannabisplönt- um. Hún var einungis notuð til að rækta plöntur eins og hin fyrri. Þar tók lögreglan einnig um 200 plöntur ásamt búnaði. Í tengslum við þessi tvö mál var svo þrennt handtekið í fyrrakvöld, tveir karlmenn og ein kona. Menn- irnir, sem hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, eru á fimmtugs- og sextugsaldri en konan er á fer- tugsaldri. Konan og eldri karlmað- urinn eru par. Þau liggja undir rökstuddum grun um að standa að þessari umfangsmiklu ræktun. Yngri karlmaðurinn var svo hand- tekinn í tengslum við málið. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins voru plönturnar sem tekn- ar voru í báðum tilvikum á mis- munandi stigum ræktunar. Lítill hluti efnisins var á lokastigi, sem þýðir að búið var að saxa hann niður. Fólkið sem handtekið var gisti fangageymslur í fyrrinótt. Það var svo yfirheyrt fram eftir degi í gær og sleppt úr haldi síðdegis. Lögreglunni hefur orðið vel ágengt við að stöðva kannabis- ræktanir á höfuðborgarsvæð- inu það sem af er árinu. Á síð- ari hluta síðasta mánaðar höfðu verið teknar um 1.300 kannabis- plöntur. Síðan hefur talan farið stöðugt hækkandi. Eftir síðustu tvær haldlagningar má gera ráð fyrir að plönturnar sem lögregla hefur tekið séu nær 2.000 talsins, það sem af er þessu ári. Til sam- anburðar má nefna að allt árið 2008 lagði lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu hald á um 700 kanna- bisplöntur. jss@frettabladid.is Ræktuðu kannabis í tveimur íbúðum Par, karlmaður á sextugsaldri og kona á fertugsaldri, sem handtekið var í fyrra- kvöld, er talið hafa lagt tvær íbúðir á höfuðborgarsvæðinu undir kannabisrækt- un. Í hvorugri var búið en þar fundust hins vegar um 400 plöntur. KANNABISRÆKTUN Í tveimur íbúðum í Breiðholti og Laugardal var ekki búið en hins vegar reyndist vera þar í gangi gróskumikil ræktun á kannabisplöntum. Öflugum gróðurhúsabúnaði hafði verið komið upp, þar á meðal ljósalömpum. Ásta, er Svava að sauma að E-Label? „Já, en henni verður ekki kápan úr því klæðinu.“ Ásta Kristjánsdóttir hjá fatalínunni E- Label sakar Svövu Johansen og fyrirtækið NTC um að koma í veg fyrir samstarf E-Label og franskrar fataverksmiðju. VINNUMARKAÐUR Stjórn HB Granda ætlar að leggja til á aðalfundi félagsins að greiddur verði átta prósenta arður til hluthafa í ljósi góðrar afkomu en félagið skilaði 2,3 milljarða hagnaði á síðasta ári, eftir því sem fram kemur á heima- síðu Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnir þetta. „Það er móðgun við fiskvinnslufólk HB Granda ef greiddur verður út arður til hlut- hafa á sama tíma og ekki var stað- ið við þær launahækkanir sem áttu að koma til 1. mars,“ segir hann í grein á vefsíðu félagsins. - ghs Verkalýðsfélag Akraness: Arður móðgun við verkafólk VEÐUR Skemma í eigu Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað (SVN) hrundi saman undan snjóþyngsl- um í vikunni. Skemman, sem stendur rétt innan við gamla frystihúsið í bænum, var orðin vel við aldur og að sögn heima- manna kom lítt á óvart að hún skyldi leggjast saman, það hafi í raun aðeins verið tímaspursmál. Austurglugginn sagði frá þessu. Mikil snjóþyngsli eru eystra og norður um land. Ekki er talið að teljanleg verð- mæti hafi verið geymd í skemm- unni, og því sé ekki um sérstakt tjón að ræða fyrir SVN. - shá Skemma í Neskaupstað: Lagðist saman undan snjófargi ÓNÝT Húsið er gjörónýtt eftir að það lagðist saman undan snjóþyngslum. MYND/KRISTÍN SVANHVÍT STJÓRNSÝSLA Fjármálaeftirlitið vill ekki gefa upp hversu margir sóttu um stöðu forstjóra eftir- litsins þar sem enn er beðið eftir umsóknum sem kunna að hafa verið póstlagðar. Umsóknarfresturinn rann út á miðnætti í fyrradag og Sigurður Valgeirsson, fjölmiðlafulltrúi eft- irlitsins, segir að tilkynning um umsóknirnar sé væntanleg. Jónas Friðrik Jónsson var áður forstjóri Fjármálaeftirlitsins og þáði hann 1,7 milljónir í laun á mánuði. Að auki fékk Jónas 6,5 prósent af laununum í viðbótar- framlag í lífeyrissjóð, umfram venjulegt framlag. - kóþ Staða forstjóra FME: Segir ekki hve margir sóttu um STJÓRNMÁL Íþróttafélagið Þróttur hefur beðið félagsmenn afsökun- ar á því að póstlisti félagsins hafi verið notaður til að senda í gær út bréfið „Þróttara á þing“ frá Jór- unni Frímannsdóttur sjálfstæðis- konu. Það hafi verið gert í hugsun- arleysi. Jórunn er borgarfulltrúi sjálf- stæðismanna og í framboði til Alþingis. Hún er jafnframt for- maður Þróttar. „Og veit allt um það hvað íþróttir og ekki síst aðstaða skipta miklu máli,“ segir hún í bréfinu. Fjármunum til íþróttamannvirkja sé vel varið. Einnig segir þar að glapræði væri að skipta um gjaldmiðil. - kóþ Þróttur var kominn í pólitík: Biðst forláts á Jórunnarbréfi STJÓRNMÁL Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þingi verður frestað þótt ákvörðun hafi verið tekin um það að kosningar skuli fara fram 25. apríl næstkomandi. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra mun lesa úr forsetabréfi og tilkynna um kjör- dag í dag. „Þetta felur í sér að búið er að festa kjördag niður og með þessu verður opnað fyrir utankjörstaða- kosningu,“ segir hún. „Þetta þýðir hins vegar ekki að verið sé að fresta þingi og þingmenn haldi heim. Ákvörðun um það hefur enn ekki verið tekin.“ Aðspurð hvenær henni þætti æskilegast að þing hætti svo kosn- ingabaráttan gæti formlega hafist segir hún: „Í gegnum tíðina hefur verið allur gangur á því. Minnst hefur liðið einn mánuður.“ Hún segir enn fremur að for- menn flokkanna hafi fengið í hendur lista yfir þau mál sem ríkisstjórn- in telji mikilvægt að afgreiða áður en þingi er frestað. „Þetta eru mál sem snerta heimilin og fyrirtækin og atriði sem skipta máli við end- urreisn fjármálamarkaðarins. Svo er það stjórnarskrármálið sem er reyndar helsta ágreiningsmálið.“ - jse Ákveðið er að kosið skuli 25. apríl en ekki hvenær þingi verður frestað: Óákveðið hvenær þing fer heim FRÁ ÞINGI Enn er óvíst hvenær þing- menn geta horfið úr þingsal og einbeitt sér að kosningabaráttunni. STJÓRNMÁL Kosið var í sérnefnd um stjórnarskrármál í gær en hennar hlutverk verður að fjalla um frum- varp um breytingar á stjórnarskrá sem nú er til meðferðar. Fyrsti fundur nefndarinnar er snemma í dag og verður þá skipt verkum en heimildir Fréttablaðsins herma að Valgerður Sverrisdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokks, sé líkleg- ust til formennsku. Níu þingmenn eiga sæti í nefndinni sem eru auk Valgerðar, Lúðvík Bergvinsson og Ellert B. Schram frá Samfylkingu, Atli Gíslason, Vinstri grænum, Guðjón A. Kristjánsson, Frjáls- lynda flokki, og loks Björn Bjarna- son, Sturla Böðvarsson, Birgir Ármannsson og Jón Magnússon, Sjálfstæðisflokki. - jse Breytingar á stjórnarskrá: Kosið í sérnefnd Björgólfur Thor fellur Björgólfur Thor Björgólfsson fellur um nær fjögur hundruð sæti á lista Forbes yfir auðugustu menn veraldar eða úr 307. sæti niður í 701.-793. sæti. Í mars í fyrra voru eignir hans metnar á 227 milljarða en nú eru þær metnar á einn milljarð bandaríkjadala. VIÐSKIPTI SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.