Fréttablaðið - 13.03.2009, Síða 4
4 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR
UMHVERFISMÁL „Við erum ekki par
hrifnir af þessu,“ segir Guðmund-
ur Stefán Maríasson, formaður
Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um
heimild borgarráðs til handa Fáki
um að reisa nýja hesthúsabyggð í
nágrenni Elliðaánna.
Þrátt fyrir andmæli umhverf-
is- og samgönguráðs Reykjavíkur,
Veiðimálastofnunar, ráðgjafarhóps
um málefni Elliðaánna og stanga-
veiðimanna samþykkti skipulags-
ráð Reykjavíkur og síðar borgar-
ráð að leyfa nýju hesthúsabyggðina
í Víðidal. Um er að ræða hús fyrir
allt að sex hundruð hross.
Guðmundur segir einn helsta
ókost nýju byggðarinnar verða
þann að skerða enn frekar vatns-
aðdrætti Elliðaánna. Vatn sem nú
renni í árnar muni mengast vegna
hesthúsanna og þess vegna verða
veitt í holræsakerfi borgarinnar.
„Ég hef ekkert á móti hesta-
mönnum og þeir mega hafa góða
aðstöðu. En að bæta við hesthús-
um við Elliðaárnar þegar byggð
er komin nánast allt í kring er
tímaskekkja. Borgaryfirvöld hafa
margsinnis lýst yfir þeim ásetn-
ingi að vernda lífríki ánna og
stuðla að vexti og viðgangi laxa-
stofna en þegar eitthvað annað
kemur upp á þá virðist það vera
í lagi að stofna lífríki Elliðaánna
í stórkostlega hættu,“ segir Guð-
mundur sem boðar frekara andóf
frá stangaveiðimönnum. „Okkur
finnst þetta hið einkennileg-
asta mál. Við munum ekki sitja
aðgerðalausir.“
Veiðimálastofnun bendir í
umsögn sinni á að líta þurfi á
vatnakerfi Elliðaánna sem eina
heild og mikilvægt sé að fram-
kvæmdir raski ekki lífríki þeirra.
Umhverfis- og samgönguráð borg-
arinnar telur ákvörðunina um upp-
byggingu hesthúsabyggðina ótíma-
bæra. Heppilegra væri að hugsa
framtíðarráðstöfun svæðisins út
frá breiðari grunni. Skoða þurfi
hvort annað útivistarfólk eigi ekki
líka tilkall til þessa hluta Elliða-
árdalsins.
Guðmundur segir að borgin hafi
í fyrra gefið fyrirheit um úthlut-
un hesthúsalóðarinnar án þess
að skipulag eða umsagnir lægju
fyrir. „Þrátt fyrir allar gagnrýnu
umsagnirnar virðist eiga að standa
við fyrirheitin.“
Skipulagsráð borgarinnar sam-
þykkti nýja hesthúsahverfið með
vísan til jákvæðrar umsagnar
umhverfisstjóra skipulags- og
byggingarsviðs.
gar@frettabladid.is
www.illugi.is
ILLUGI GUNNARSSON
1. SÆTI
Ég vil hvetja þig til að taka þátt
í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík
nú um helgina og leita eftir stuðningi
þínum í fyrsta sæti listans.
DÓMSMÁL Handtökuskipun hefur
verið gefin út á hendur karl-
manni á fertugsaldri sem mætti
ekki fyrir Héraðsdóm Suður-
lands í vikunni eftir að hafa
verið ákærður fyrir líkamsárás,
ofbeldisverk og líflátshótanir.
Manninum er gefið að sök
að hafa ruðst inn til konu, ráð-
ist á hana og hótað henni líf-
láti. Skömmu síðar réðst hann
með ofbeldi á lögreglumann og
tók hann kverkataki. Enn réðst
maðurinn að tveimur lögreglu-
mönnum í lögreglubíl, sparkaði
til þeirra og hótaði báðum ítrek-
að lífláti. Síðar um kvöldið réðst
hann svo á lögreglumann, þreif í
hann og hótaði honum lífláti.
- jss
Héraðsdómur Suðurlands:
Handtökuskip-
un á fertugan
ofbeldismann
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur-
eyri fann tæki og tól til fíkni-
efnaneyslu, nokkur grömm af
fíkniefnum, kannabisfræ, stera
og loftskammbyssu í tveim-
ur húsleitum fyrr í vikunni. Þá
höfðu tveir karlmenn á þrítugs-
aldri verið handteknir vegna
gruns um fíkniefnamisferli eftir
að þeir voru stöðvaðir á bifreið
við eftirlit. Ofangreind efni og
loftskammbyssan fundust svo á
heimilum beggja mannanna.
Auk þessa er annar mannanna
grunaður um að hafa ekið bif-
reiðinni undir áhrifum fíkni-
efna.
Í fyrrakvöld var síðan maður
um tvítugt handtekinn á Akur-
eyri með smáræði af kannabis-
efnum á sér. - jss
Húsleit lögreglu á Akureyri:
Fann kanna-
bisfræ og loft-
skammbyssu
DÓMSMÁL Karlmaður á sextugs-
aldri hefur verið dæmdur í sex
mánaða fangelsi fyrir að ráðast
á annan mann í Fógetagarðinum
í Reykjavík og veita honum lífs-
hættulega áverka.
Fórnarlambið var ásamt fleir-
um á bekk í Fógetagarðinum þegar
árásarmanninn bar þar að. Sá sem
ráðist var á hafði verið að syngja.
Árásarmaðurinn veitti honum
höfuðhögg svo hann féll við og
sparkaði síðan í hann. Maðurinn
reyndist hafa fengið lífshættulega
blæðingu utan við heilahvel.
Dómurinn segir árásina hafa
verið fólskulega og tilefnislausa.
Árásarmaðurinn var dæmdur til
að greiða fórnarlambinu tæpar 450
þúsund krónur í skaðabætur. - jss
Sex mánaða fangelsi:
Fólskuleg árás í
Fógetagarði
Hesthúsabyggð sögð
ógn við Elliðaárnar
Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir það ekki munu sitja aðgerðalaust
eftir að borgarráð samþykkti hesthúsabyggð við Elliðaárnar í andstöðu við um-
hverfisráð borgarinnar, Veiðimálastofnun og ráðgjafarhóp um Elliðaárnar.
NÝJA HESTHÚSA-
HVERFIÐ Í VÍÐIDAL
Formaður
Stangaveiðifélags
Reykjavíkur segir
það tímaskekkju að
byggja hesthús við
Elliðaárnar.ELLIÐAÁRNAR
VÍÐIDALUR
GUÐMUNDUR
STEFÁN
MARÍASSON
ALÞINGI Ísland verður friðlýst
fyrir allri meðferð og umferð
kjarnorkuvopna og kjarnorku-
knúinna far-
artækja, verði
frumvarp sem
Árni Þór Sig-
urðsson mælti
fyrir á Alþingi
í gær að veru-
leika. Þing-
menn úr öllum
flokkum nema
Sjálfstæðis-
flokknum eru
flutningsmenn.
Þetta er í níunda sinn sem
frumvarp í þessa veru er lagt
fram og sagði Árni Þór að aldrei
hefði það komist til umfjöllun-
ar í nefnd. Hann upplýsti að 74 af
79 sveitarfélögum landsins hafi
þegar friðlýst lönd sín á sama
hátt og búi 95 prósent íbúa lands-
ins á friðlýstum svæðum. - kóp
Kemur loks til umfjöllunar:
Friðlýst verði
fyrir kjarnorku
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
18°
12°
12°
9°
9°
14°
11°
9°
6°
7°
23°
15°
5°
28°
3°
16°
17°
4°
-3
-2
-3
-1
-3
1
1
4
1
-1
-4
1
4
Á MORGUN
18-25 norðvestan til annars
yfi rleitt mun hægari.
-60
SUNNUDAGUR
13-20 m/s austast á
landinu og á annesjum
nyrst annars hægari.
13
10
5
5
5
8
8
8
13
7
2
-6
SLÆM VEÐURSPÁ
Lægðin sem valda
mun stormi syðst og
suðaustast í kvöld
mun valda miklu
óveðri á Vestfjörðum
á laugardag. Þá eru
horfur á NA-stormi
með blindbyl og ákafri
snjókomu þar um slóð-
ir. Einnig verður hvasst
við Breiðafjörðinn og
úti við norðurströndina
með snjókomu þó hún
verði þar heldur minni
en á Vestfjörðum. Á
sunnudag lægir, eink-
um eftir hádegi.
0
0-4
18
4
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
STJÓRNMÁL Enginn talsmanna þing-
flokkanna útilokaði beinlínis ESB-
viðræður á næsta kjörtímabili, á
viðskiptaþingi í gær.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, var einn um að lýsa
miklum efasemdum sínum og telur
að krónan kunni að gagnast Íslend-
ingum best á næstu árum.
„Að minnsta kosti um sinn, á
meðan við erum að reyna að komast
út úr þessu með auknum útflutningi
og verðmætasköpun, sem byggir
á raunsætt skráðum gjaldmiðli,“
spurði hann. VG hefði ekki breytt
um stefnu, en þegar málið kæmi til
ákvörðunar, ætti að setja það í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Ágúst Ólafur Ágústsson, vara-
formaður Samfylkingar, sagði
aðild að ESB vera mikið hags-
munamál: „Ég tel að Samfylkingin
eigi að setja það sem skilyrði fyrir
aðild sinni að næstu ríkisstjórn að
aðildarviðræður að ESB hefjist á
næsta kjörtímabili,“ sagði hann.
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, varaformaður Sjálfstæðis-
flokks, sagðist vonast til þess að
næsti formaður flokksins fengi
umboð landsfundar hans til að
fara í viðræður. „Við verðum að
meta hlutina upp á nýtt,“ sagði
hún.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknar, sagði
stefnu flokksins skýra: „Afstaðan
er að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu og taka upp evru,“
sagði hann. Sigmundur spurði þá
Steingrím nánar út í hans afstöðu;
hvort hann útilokaði stjórnarsam-
starf við Samfylkinguna, setti hún
Evrópumál að skilyrði. Steingrím-
ur svaraði því ekki játandi en vildi
þó vara Samfylkingu við að setja
skilyrði.
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður frjálslyndra, sagði þjóðina
eiga að svara spurningunni um
ESB í atkvæðagreiðslu. Skilyrði
flokksins væru skýr: að halda í
auðlindir þjóðarinnar.
- kóþ
Talsmenn þingflokka Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar afdráttarlausir í afstöðu sinni:
Enginn útilokar beinlínis ESB-viðræður
VIÐSKIPTAÞING 2009 Evrópumál voru
ofarlega á baugi hjá stjórnmálamönnum
á viðskiptaþingi í gær, sem og eignar-
hald ríkis á fyrirtækjum og kreppan.
Þorgerður Katrín gerði þó tekjuskatt
einstaklinga að sérstöku umræðuefni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GENGIÐ 12.03.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
174,4655
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
111,25 111,79
153,18 153,92
142,08 142,88
19,067 19,179
15,967 16,061
12,596 12,67
1,1556 1,1624
163,6 164,58
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR