Fréttablaðið - 13.03.2009, Page 12

Fréttablaðið - 13.03.2009, Page 12
12 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR A R G U S / 0 9 -0 0 4 7 Björt framtíð er góð ... Sæktu um SPRON Framtíð á spron.is, eða í næsta útibúi SPRON. *Til að fá mótframlag þarf að leggja inn 3.000 kr. eða meira. Hámark tveir reikningar á hvert fermingarbarn. Innlánsreikningurinn SPRON Framtíð er tilvalin fermingargjöf. Gjafabréf fylgir við stofnun reiknings auk 2.000 kr. mótframlags* frá SPRON. Fermingarbörn, sem leggja inn 30.000 kr. eða meira fyrir 5. júní nk., fá einnig 5.000 kr. frá SPRON og fara í lukkupott þar sem hægt er að vinna glæsilega vinninga. REKUR ÚT ÚR SÉR TUNGUNA Hann er ekki í vandræðum með að ulla á glápendur, þessi gíraffi í Dusit-dýra- garðinum í Bangkok í Taílandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SERBÍA, AP Þrettán Serbar voru í gær dæmdir af serbneskum stríðsglæpadómstól til allt að 20 ára fangavistar fyrir stríðsglæpi vegna þátttöku sinnar í fjölda- morðum á 200 Króötum árið 1991. Hinir myrtu voru stríðsfang- ar. Þeir voru skotnir til bana með hríðskotabyssum, sjö til átta í senn, í nóvember 1991 á svína- búi skammt frá bænum Vukovar í Króatíu meðan á stríði Króata og Serba stóð. Víða var litið á réttarhöldin yfir Serbunum þrettán sem eins konar prófraun á það hvort serb- neskt dómsvald sé fært um að draga Serba til ábyrgðar fyrir grimmdarverk sem framin voru á tímum Slobodans Milosevic for- seta. - gb Serbneskur dómstóll: Þrettán Serbar dæmdir sekir DÓMSMÁL Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði, tapaði í gær skaðabóta- máli sem hann og dætur hans höfðuðu gegn Straumi. Vil- hjálmur krafðist þrjátíu þúsund króna í bætur. Hann fullyrti að Straumur hefði mismun- að hluthöfum þegar gengið var til samninga við ónefndan fjár- festi um kaup á bréfum í bankan- um. Vilhjálmur sagði bréfin hafa verið seld á undirverði og hlut- hafar hefðu því beðið skaða af. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki. - sh Lektor lýtur í lægra haldi: Vilhjálmur lá á móti Straumi VILHJÁLMUR BJARNASON NEYTENDUR Mikill verðmunur er á ferskum fiski í fiskbúðum, sam- kvæmt könnun sem Verðlagseft- irlit ASÍ hefur gert í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Kannað var verð á 29 fisktegundum í fiskbúð- um og fiskborðum stórmarkaða og var Fiskbúðin Hafberg oftast með hæsta verðið en lægsta verð- ið var oftast í Litlu fiskbúðinni í Hafnarfirði eða níu sinnum. Fiskbúðin Freyja í Kópavogi, sem er ný verslun með litla yfir- byggingu og selur lítið unn- inn fisk, var fimm sinnum með lægsta verðið af þeim átta teg- undum sem skoðaðar voru og til voru í búðinni. - ghs Fiskur á höfuðborgarsvæðinu: Ódýrast í Litlu fiskbúðinni ALÞINGI Mat skilanefndar Lands- bankans á því hve stór hluti Ice- save-skuldbindinganna mun lenda á íslensku þjóðinni er „háð gríð- arlegri óvissu“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Og það er rétt að upplýsa að það eru ekki allir aðilar jafnbjartsýn- ir á þetta mat eins og skilanefnd Landsbankans,“ segir hann. Skilanefndarmenn hafa sagt að vonir þeirra standi til að um 72 milljarðar standi eftir af skuld- bindingunum þegar eignir hafa verið seldar að nokkrum árum liðnum. Tekist var á um Icesave-málið á þingi í gær. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hóf utandagskrárumræður um málið, sem hún kallaði „eitthvert mesta óréttlætismál síðari tíma“. Sjálfstæðismennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Pétur Blön- dal gagnrýndu stjórnarliða fyrir lausatök í málinu, ekki hafi verið leitað til reyndustu sérfræðinga til að semja um málið við kröfu- hafa fyrir Íslands hönd og að svo virtist sem Íslendingar ætluðu ein- faldlega að gleypa við þeim kröf- um þeim yrðu settar. Stjórnarliðar, ásamt Siv, gagn- rýndu sjálfstæðismenn aftur fyrir það sem þeir kölluðu sinna- skipti flokksins í málinu. Flokks- menn hefðu greitt því atkvæði fyrr á árinu að Íslendingar skyldu standa við sínar skuldbindingar og því væri einkennilegt að heyra þá efast um það nú. Þá spurði Siv Steingrím hvort eitthvað ræki á eftir því að nið- urstaða fengist fljótt í málið. „Ég held að það sé okkur í hag að vera ekki að ná niðurstöðu of hratt af því að eftir því sem tíminn líður þá held ég að Bretar hljóti að skynja stöðu mála hér og sýna okkur meiri skilning með vaxtakjör og annað.“ Steingrímur svaraði því til að vissulega væri lögð áhersla af hálfu samningsaðila okkar á að málinu yrði hraðað sem mest. Gert hafi verið ráð fyrir að samninga- viðræðum lyki á næsta hálfa ári. stigur@frettabladid.is Mat á Icesave-ábyrgð kannski of bjartsýnt Ekki eru allir sammála skilanefnd Landsbankans um að aðeins muni um 72 milljarðar af Icesave-ábyrgðunum falla á íslensku þjóðina, segir fjármálaráð- herra. Siv Friðleifsdóttir vill tefja samningaviðræður og telur það okkur í hag. Geir H. Haarde kvaddi sér hljóðs í umræðunum um Icesave-málið til að bera af sér sakir. Hann mótmælti harðlega ásökunum sem komu fram í máli Sivjar Friðleifsdóttur, og heyrst höfðu áður, þess efnis að hann hefði sagt þinginu rangt frá á sínum tíma varðandi vitneskju sína um meint tilboð breska fjármálaeftirlitsins um að Icesave-reikningarnir yrðu fluttir í íslenska lögsögu gegn 200 milljóna punda tryggingu. „Hvað menn segja í örvæntingu sinni um miðja nótt er eitt og kannski ekki mikið mark á því takandi,“ sagði Geir. „En að koma síðan hér og bera á forsætisráðherrann að hann hafi sagt þinginu ósatt er óboðlegt og ég sætti mig ekki við það,” sagði hann enn fremur. GEIR BAR AF SÉR SAKIR EKKI ALLIR EINS BJARTSÝNIR Stein- grímur sagði að því miður væri það hluti af samningum okkar við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og aðra lánveitendur að við gerðum upp Icesave-skuldbind- ingarnar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ / G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.