Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 13.03.2009, Qupperneq 18
18 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Gjaldþrot Baugs Group Skotárásir í skólum, þar sem í flestum tilvikum nemi úr viðkomandi skóla mætir með skotvopn og skýtur af handahófi á það fólk sem á vegi hans verður, eru þekkt fyrirbæri sem dæmi eru um frá mörgum löndum heims. Oftast enda slíkir harmleikir með því að árásarmaðurinn eða -mennirnir svipta sig lífi eða deyja í skotbardaga við lögreglu. Skólaskotárásir af þessu tagi eru í eðli sínu frábrugðnar öðru ofbeldi í skólum. Fjöldamorð í skólum á borð við það sem átti sér stað í gíslatökunni í Beslan í Norður-Ossetíu í Suður-Rússlandi árið 2004 er almennt skilgreint sem hryðjuverk. Og ofbeldi á borð við hnífaslagsmál, barsmíðar eða ofbeldi tengt gengjastríðum er frekar einkennandi fyrir skóla í þéttbýlum stórborgarhverfum þar sem fátækt og félagsleg vandamál eru meiri en annars staðar. ■ Árásarmennirnir? Í flestum tilvikum skólaskotárása eru árásarmennirnir nemar í skólanum. Þeir eru oft einfarar, fórnarlömb eineltis eða þunglyndir, eða einhver blanda af þessu þrennu. Ásamt því að hafa aðgang að skotvopni. Sumir þeirra hafa fyrir hinn örlagaríka berserksgang sýnt af sér ofbeldishneigð eða áberandi óvenjulega hegðun, en það er þó alls ekki einhlítt. Sumir eru bældir drengir sem ekki hafa sýnt neina áberandi afbrigðilega hegðun fyrr en þeir einn góðan veðurdag mæta blóðþyrstir með alvæpni í skólann. ■ Aðrar skotárásir? Meðal þekktustu dæmanna um slíkar árásir er sú sem átti sér stað í Columbine-gagnfræðaskólanum í Littleton í Colorado 20. apríl 1999. Þá mættu tveir skólafélagar, Eric Harris og Dylan Kle- bold, með alvæpni í skólann og urðu tólf samnemendum og einum kennara að bana áður en þeir sviptu sjálfa sig lífi. 27 til viðbótar hlutu skotsár. Skotárásar-berserksgangurinn sem Finninn Matti Saari gekk í iðnskóla í Kauhajoki í Finnlandi í september síðastliðnum er dæmi um að slíkir harmleikir eru ekki bundnir við fjölmenn lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland, heldur geta líka átt sér stað á Norðurlöndum. FBL-GREINING: SKOTÁRÁSIR Í SKÓLUM Vansælir nemar ganga berserksgang FINNSKI SKÓLA- SKOTMAÐURINN MATTI SAARI Gjaldþrot Baugs Group er áfall fyrir eigendur félags- ins, skuldunauta, starfs- menn og fleiri. Baugur seldi Haga, sem reka Bón- us, Hagkaup og fleiri versl- anir í júlí í fyrra. Heimild- ir eru í lögum til að rifta samningum þyki eitthvað óeðlilegt við kaupin. Stjórn Baugs Group ákvað á mið- vikudag að óska eftir því að félag- ið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Það gerði stjórnin eftir að héraðs- dómur hafði hafnað beiðni félags- ins um áframhaldandi greiðslu- stöðvun. Fremur skamman tíma ætti að taka að taka félagið til gjaldþrotaskipta, en sjálf gjald- þrotaskiptameðferðin getur tekið einhver ár, að mati sérfræðinga. Eitt af verkefnum skiptastjóra er að fara yfir greiðslur og samn- inga sem gerðir hafa verið síðustu misserin fyrir gjaldþrot. Hægt er að fara fram á að samningum verði rift, sé grunur um að eitt- hvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Geri skiptastjóri ekki slíkar athugasemdir geta kröfuhafar í þrotabúið gert slíkar kröfur. Seldu fjölskyldufyrirtæki Haga Baugur Group seldi allar verslan- ir sínar á Íslandi, sem reknar eru undir fyrirtækinu Högum, út úr félaginu í júlí 2008. Verslanirnar fóru þó ekki langt, kaupandinn var félag í eigu Fjárfestingafé- lagsins Gaums, sem er fjölskyldu- fyrirtæki Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, og eigandi Baugs Group. Undir Haga heyra til dæmis matvöruverslanirnar Bónus, Hagkaup og 10-11. Félagið rekur einnig fataverslanir hér á landi, til dæmis Debenhams, Karen Millen, Topshop, og Útilíf. Um 2.500 manns starfa hjá fyrirtækj- um Haga, segir Finnur Árnason, forstjóri félagsins. Finnur segir að staða félags- ins hafi ekki breyst við gjaldþrot Baugs Group. Það eigi ekki að hafa nein áhrif á Haga. Útiloka ekki kröfu um Haga Íslandsbanki og skilanefnd Glitn- is börðust gegn því í héraðsdómi að greiðslustöðvun Baugs Group yrði framlengd. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir of snemmt að tjá sig um það hvort þess verði krafist að samn- ingi um sölu á Högum út úr Baugi Group verði rift. „Það hefur ekkert verið ákveð- ið í þeim efnum, hvorki af né á,“ segir Árni. Hann segir almenn- ar reglur munu gilda í þessu til- viki, og fyrst og fremst sé það óháðs skiptastjóra að meta hvort einhverjir gjörningar sem tilefni sé til að rifta hafi verið gerðir í félaginu. „Það hefur engin ákvörð- un verið tekin af hálfu bankans sem lítur að búskiptunum,“ segir Ingvi Hrafn Óskarsson, lögmaður Íslandsbanka, spurður um kröfu tengda sölu Haga. Hann segir að eins og almennt í slíkum málum verði væntanlega farið yfir samn- inga sem gerðir hafi verið af félaginu síðustu misserin. Hvorki Íslandsbanki né skila- nefnd Glitnis hefur útilokað að óskað verði eftir því að samning- um um sölu Haga verði rift. Hægt að rifta innan tveggja ára Samkvæmt lögum um gjaldþrota- skipti er heimilt að rifta svoköll- uðum gjafagjörningum. Undir það falla samningar sem eru óeðlilega óhagstæðir fyrir fyrir- tæki eða einstakling sem er á leið í gjaldþrot, segir Stefán Már Stef- ánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Einnig er heimilt að rifta óeðli- legum greiðslum á skuldum, til dæmis greiðslu með varningi eða öðru sambærilegu. Yfirleitt er ekki hægt að rifta samningum sem gerðir voru meira en sex mánuðum áður en félag fer í þrot. Heimildir eru þó rýmri í einhverjum tilvikum, til dæmis þegar samningurinn er á milli nákominna, segir Stefán. Hann segir það dómstóla að meta hvort um nákomna aðila sé að ræða í hverju tilviki, en slíkt eigi yfirleitt við um fjölskyldumeðlimi eða móður- og dótturfélög. Vegna ákvæða um samninga milli nákominna er því ekki hægt að útiloka að skiptastjóri Baugs Group, eða kröfuhafar í þrotabú- ið, geti krafist þess að samningur um sölu á Högum verði felldur út gildi, þrátt fyrir að meira en sex mánuðir séu liðnir frá sölunni. Það er ekki einfalt að gera kröfu um að samningum sem gerðir voru fyrir gjaldþrot fyrir- tækis verði rift. Sýna þarf fram á að eitthvað óeðlilegt hafi verið við samninginn, segir Stefán. Þannig væri ekki hægt að rifta samningi um sölu á kókflösku á eðlilegu verði, en hafi kókflaskan verið seld á tíu krónur gæti verið um gjafagjörning að ræða. Skiptastjóri eða kröfuhafi þurfa að höfða mál fyrir dómstólum til að rifta þess konar gjafagjörn- ingum. Þá þurfa þeir að sanna að óeðlilega hafi verið staðið að málum, til dæmis að fyrirtæki hafi verið selt fyrir upphæð undir markaðsvirði félagsins. Ekki hefur verið gert opinbert hvað Fjárfestingafélagið Gaumur greiddi fyrir Haga, en forsvars- menn Baugs Group hafa upplýst að óháður aðili hafi verið fenginn til að verðmeta fyrirtækið áður en gengið var frá sölunni. Það er því ekki hægt að útiloka að hægt verði að krefjast riftun- ar á samningi um sölu Haga, en niðurstaðan úr slíku máli myndi væntanlega byggja að mestu á því hvort verðmatið hafi verið rétt. Veltur á mati matsmanna Ekki er óalgengt að gerðar séu kröfur um riftingu samninga í gjaldþrotamálum, segir Stefán. Reynslan sýni að þegar gjald- þrotið sé yfirvofandi geri menn oft ýmsar ráðstafanir sem þeir myndu annars ekki gera. Afar misjafnt er hversu auðvelt er að sanna að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað, segir Stefán. Þó sé það ákveðin þumalputtaregla að því meiri sem tengsl einstakl- inga eða fyrirtækja séu, því auð- veldara sé að sýna fram á óeðli- lega viðskiptahætti. Þetta sé til dæmis þekkt í samningum móð- urfélags við dótturfélög. Yfirleitt skiptir samt mestu mat dómkvaddra matsmanna á verð- mæti þess sem talið er að hafi verið gefið eða selt með óeðli- legum hætti. Það mat getur til dæmis byggt á markaðsvirði fyr- irtækis á þeim tíma sem það var selt, sé það þekkt. Ekki útséð með Haga VERSLANIR Verði það niðurstaða skiptastjóra Baugs Group eða kröfuhafa í þrota- búið að söluverð Haga hafi verið óeðlilega lágt er möguleiki að þess verði krafist að samningnum verði rift. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GAUMUR Bretland Goldsmith* Aurum* House of Fraser (35%) Iceland* Hamleys* All Saints* Whistles* Jane Norman* Matthew Williamson* French Connection (17,99%) Debenhams (7%) Mosaic Fashions (49%) Karen Millen Principles Oasis Warehouse Coast Bandaríkin Saks (8,6%) Danmörk Magasin du Nord Illum Scandinavian Design & Retail BAUGUR GROUP Matvöruverslanir Bónus Hagkaup 10-11 Fataverslanir Debenhams Karen Millen All Saints Warehouse Topshop Zara Oasis Dorothy Perkins Coast Evans Útilíf Jane Norman DAY Innkaupafyrirtæki Bananar Hýsing Aðföng BT Ferskar kjötvörur HAGAR Stoðir* (var FL Group) STYRKUR INVEST Teymi* Nyhedsavisen* STOÐIR INVEST 365 Miðlar* Fréttablaðið Stöð 2 SÝN** * Ráðandi hlutur ** Sér félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Gjaldþrota eða í greiðslustöðvun Í rekstri FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is Kr. 21.995* Nýja S2120 ryksugan frá Miele er lágvær, létt, kraftmikil og með stórum poka. Hún fæst í rauðu og bláu. Parketbursti að andvirði kr. 8.650 fylgir frítt með. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Sparaðu með Miele TILBOÐ *tilboð gildir á meðan birgðir endast. Þú sparar kr. 8.650
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.