Fréttablaðið - 13.03.2009, Side 20

Fréttablaðið - 13.03.2009, Side 20
20 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 45 Velta: 143 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 219 -1,76% 563 -3,19% MESTA HÆKKUN FØROYA BANKI +0,49% MESTA LÆKKUN ALFESCA - -12,50% BAKKAVÖR -9,38% MAREL -4,48% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 2,80 -12,50% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 240,00 +0,00% ... Bakkavör 1,45 -9,38% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,75 +0,00% ... Føroya Banki 103,00 +0,49% ... Icelandair Group 11,20 +0,00% ... Marel Food Systems 49,00 -4,48% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Össur 72,80 -3,19% „Þetta er gleðileg við- urkenning sem getur auðveldað okkur sam- starf við erlenda aðila og aðgang að styrkjum,“ segir Kristinn John- sen, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Mentis Cura. Fyrirtækið hlaut í gær Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmið- stöðvar og Útflutnings- ráðs árið 2009. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra afhenti Kristni verðlaunin undir lok þéttsetins Nýsköpun- arþings, sem haldið var í gær. Gestir voru 250 tals- ins og hafa aldrei verið fleiri. Mentis Cura hefur síðastliðin níu ár þróað aðferðir til að greina heilabilanir með heilarit- um og nútímamyndgrein- ingartækni. Það stundar viðamiklar klínískar rannsóknir og þróar reiknirit sem miðar m.a. að því að styðja við greiningu Alzheimer sjúkdóms- ins og ofvirkni í börnum. - jab Mentis Cura hlaut Ný- sköpunarverðlaunin ÁFANGANUM FAGNAÐ Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Kristinn Johnsen, stofn- andi og framkvæmdastjóri Mentis Cura, sem heldur verðlaunagripnum á lofti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Erlendir hlutabréfamarkaðir hafa verið skelfilegir á sama tíma og lífeyrissjóðir hafa engar varnir gegn styrkingu krón- unnar,“ segir Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyris- sjóða. Hrein eign lífeyrissjóðanna nam rétt tæpum 1.615 milljörðum króna í janúar- lok, sem er um 29 milljarða króna lækkun frá áramótum, samkvæmt nýbirtu yfirliti Seðlabankans um stöðu lífeyrissjóðanna. Hlutfallsleg lækkun jafngildir um 1,8 pró- sentum. Erlendar eignir lífeyrissjóðanna námu 424 milljörðum króna í lok mánaðarins. Það jafngildir rétt rúmum fjórðungi af heildareign sjóðanna. Þær lækkuðu um 50 milljarða í mánuðinum, að mestu leyti vegna styrkingar krónunnar. Greiningin bend- ir á að staða lífeyris- sjóðanna sé sterk þrátt fyrir allt enda hafi hún numið 112 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra, sem þyki mjög hátt í alþjóðlegum samanburði en sam- kvæmt tölum Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD) standa Svisslendingar og Hollendingar okkur á sporði. - jab HRAFN MAGNÚSSON Lífeyrissjóðirnir varnarlausir Fimmtíu milljarðar króna af erlendum eignum lífeyrissjóðanna gufuðu upp á einum mánuði. Lífeyrissjóðirnir skora afar hátt í alþjóðlegum samanburði. 1.800 1.750 1.700 1.650 1.600 1.550 0 Janúar Janúar 2008 2009 Hrein eign lífeyrissjóðanna á árabilinu 2008 til 2009 Tölur í milljörðum króna 1.656 1.823 1.615 Norræni fjárfestingabankinn (NIB) tapaði 281 milljón evra, tæpum 41 milljarði króna, í fyrra samanborið við 69 milljóna evra hagnað í hitt- iðfyrra. Tapið liggur að mestu í afskrift- um lána, en slíkt hefur ekki sést í bókum bankans í áraraðir. Stór hluti afskriftanna er vegna falls bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers og falls íslensku bankanna. Óvissa er um heimtur krafna, líkt og segir í tilkynningu. Lánveitingar NIB jukust veru- lega á milli ára í fyrra en heildar- útlán námu 2,7 milljörðum evra, sem hefur hálfum milljarði meira en í hittifyrra. NIB er fjölþjóðleg fjármála- stofnun í eigu átta landa og fjár- magnar einkarekin og opinber verkefni í og utan aðildarríkjanna. - jab NIB afskrifar Íslandslánin HLUTHAFAR BANKANS* Land Hlutfall Svíþjóð 36,7% Danmörk 21,3% Noregur 19,1% Finnland 18,5% Litháen 1,6% Lettland 1,1% ÍSLAND 0,9% Eistland 0,7% * HEIMILD: NIB A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Straumur hafði samið við kröfuhafa um framleng- ingu stærstu lána þegar skilanefnd tók lyklavöldin á mánudag. Fjármálayfirvöld ýmist kannast ekki við mál- ið eða neita að tjá sig. „Ég veit ekki til þess að ráðu- neytið hafi vitneskju um þetta,“ segir Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra, spurður um samkomu- lag Straums við kröfuhafa sem lá á borðinu á föstudag í síðustu viku og átti að tryggja að bank- inn gæti staðið við skuldbind- ingar sínar með eignasölu fram í ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur verið fylgst með starfsemi Straums og það upplýst um áform bankans. Það fjalli ekki um einstök atriði er varði slík áform. Straumur er með lán upp á 166 milljónir evra, jafnvirði 24 millj- arða króna, á gjalddaga á öðrum ársfjórðungi en rúmar fjörutíu milljónir á seinni hluta árs. Hluti þess var afgangur af endurfjár- mögnun bankans í desember. Í samkomulaginu við kröfu- hafa fólst að gjalddagar lána upp á rúmar 130 milljónir evra í maí færðust yfir á þriðja árs- fjórðung. Tímann átti að nýta í aðhaldsaðgerðir, svo sem með sölu eigna. Andvirðið átti að nota til að greiða lánin. Skilanefnd bankans og stjórn- endur kynntu kröfuhöfum stöð- una á fundi í gær. Eins og fram hefur komið var lausafjárstaða Straums þröng í síðustu viku eftir útstreymi af innlánsreikningum og vant- aði tæpar átján milljónir evra upp í greiðslu á láni á gjald- daga á mánudag. Óvíst er hvort sú upphæð hefði dugað nema til skemmri tíma en sú hætta var fyrir hendi að útstreymi héldi áfram af innlánsreikningum. Við það gæti lausafjárskortur hrjáð bankann fljótlega á ný. Unnið hefur verið hörðum höndum að eignasölu hjá Straumi síðan í haust. Líkt og fram kom í Markaðnum á miðvikudag er uppskeran að skila sér en gert er ráð fyrir að sala eigna fyrir 200 milljónir evra, jafnvirði tæpra 30 milljarða króna, komi inn á reikning bankans á næstu mán- uðum. jonab@markadurinn.is Straumur samdi við kröfuhafa í síðustu viku FORSTSTJÓRINN FYRRVERANDI OG STJÓRNARFORMAÐURINN Óvíst er hvort skammtímalausn upp á átján milljónir evra hefði getað fleytt Straumi yfir erfið- asta hjallann. Meira lánsfé hefði þurft að koma til. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Straumur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að í desember hafi bankinn fengið að láni 133 milljónir evra frá erlendum lánastofnunum til að endurgreiða hluta af láni sem var þá á gjalddaga. Mismunur á upp- hæð lánsins sem var á gjalddaga, og nýja lánsins, var greiddur meðal annars með veðláni (repo) frá Seðlabanka Íslands að upphæð 50 milljónir evra. Þá segir að Straumur hafi tilkynnt til Kauphallar um endurfjármögnun á 133 milljónum evra eins og reglur geri ráð fyrir. Ekki hafi verið ástæða til að tilkynna um viðkomandi veðlán frekar en önnur veðlán sem bankinn hafi tekið hjá Seðlabankanum, enda slíkt ekki venja hjá öðrum bönkum. LÁNIÐ FRÁ SEÐLABANKANUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.