Fréttablaðið - 13.03.2009, Síða 24
24 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Helgi Áss Grétarsson skrifar um frum-
varp um breytingar á stjórnarskrá
Að áliti margra lögspekinga þarf að breyta stjórnarskránni svo að Ísland
geti gengið í Evrópusambandið (ESB).
Þetta byggir fyrst og fremst á því að
við inngöngu í ESB yrði óhjákvæmilega
umfangsmikið framsal ríkisvalds sem
myndi brjóta í bága við 2. gr. stjórnarskrár-
innar um þrískiptingu ríkisvalds. Fyrir Alþingi
liggur nú frumvarp um breytingar á stjórnar-
skránni en engar tillögur eru lagðar fram í frum-
varpinu sem veita heimildir til framsals ríkisvalds
eða önnur frávik frá 2. gr. stjórnarskrárinnar.
Fyrsta málsgrein 1. gr. téðs frumvarps til breyt-
inga á stjórnarskrá er svohljóðandi: „Náttúruauð-
lindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru
þjóðareign. Ríkið fer með forsjá þeirra, vörslu
og ráðstöfunarrétt og hefur eftirlit með nýtingu
þeirra í umboði þjóðarinnar eftir því sem nánar er
ákveðið í lögum.“ Sé litið til ummæla í greinargerð
með frumvarpi til stjórnskipunarlaga þá má ætla
að fyrri málsliðurinn kveði m.a. á um að ríkinu
sé fenginn eignarréttur á þeim náttúruauðlindum
sem enginn annar lögaðili eða einstaklingur hefur
sannað eignarrétt sinn á. Um síðari málsliðinn er í
greinargerð m.a. fullyrt að hann feli í sér sambæri-
legar heimildir ríkisvalds og almennt leiði af full-
veldisrétti ríkja.
Í 2. ml. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins er kveðið á um
að náttúruauðlindir í þjóðareign megi ekki selja eða
láta varanlega af hendi.
Frumvarpstillagan um auðlindaákvæði
í stjórnarskrá hlýtur að vera bundin þeim
forsendum að allar náttúruauðlindir séu
eignarhæfar í sjálfu sér og að fiskveiði-
réttindi í íslenska fiskveiðistjórnkerfinu
séu ekki háð einkaeignarrétti. Séu þessar
forsendur réttar, sem hér er engin afstaða
tekin til, þá hljóta orðin „ríkið fer með for-
sjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt“ í 1.
gr. auðlindaákvæðisins að hafa þýðingu í
skilningi eignarréttar, þ.e. ríkið öðlast þær
heimildir sem felast í þjóðareignarhugtak-
inu. Framanrakin ummæli í greinargerð, sem gefa
til kynna að eingöngu sé um fullveldisrétt ríkisins
að ræða, víkja vart texta ákvæðisins til hliðar.
Geri Ísland aðildarsamning við ESB eru veruleg-
ar líkur á að engar varanlegar undanþágur fáist frá
hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins.
Standist forsendur þær sem liggja til grundvall-
ar auðlindaákvæðinu hefði innganga Íslands í ESB
væntanlega í för með sér að íslenska ríkið hefði
ekki „forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt“ fiskveiði-
auðlindarinnar á Íslandsmiðum. Verði auðlindaá-
kvæðið að lögum mun innganga Íslands í ESB vera
brot á ákvæðinu.
Sú framtíðarsýn er málefnaleg að Ísland eigi að
ganga í ESB. Í stað þess að breyta stjórnarskránni
í þá veru að engar lagalegar tálmanir séu því í vegi
er nú lagt til að bætt verði ákvæði í stjórnarskrá
sem geri slíka inngöngu að öllum líkindum torsótt-
ari. Þetta eru merkileg tíðindi, ekki síst ef miðað er
við þjóðfélagsumræðuna síðustu misseri um aðild
Íslands að ESB.
Höfundur er lögfræðingur.
Auðlindaákvæðið og ESB-aðild
HELGI ÁSS
GRÉTARSSON
F
yrsta opinbera skýrslan sem ríkisstjórn Íslands hefur
látið vinna um áhættumat fyrir landið var kynnt í utan-
ríkisráðuneytinu á miðvikudag. Hana vann sérskipaður
starfshópur sem Valur Ingimundarson, prófessor í sagn-
fræði við Háskóla Íslands, fór fyrir.
Niðurstöður skýrslunnar bera því vitni, að markviss stefnumót-
un í öryggis- og varnarmálum á grundvelli slíks áhættumats hefur
í raun ekki átt sér stað á Íslandi í áratugi. Allt frá því varnarsamn-
ingurinn var gerður við Bandaríkin árið 1951 og vel fram yfir
lok kalda stríðsins 40 árum síðar var sem íslenzk stjórnvöld létu
sér nægja að láta Bandaríkjamenn um að skilgreina hverjar væru
varnarþarfir landsins. Skorturinn á trúverðugu eigin mati á varn-
arþörfum og öryggismálum landsins veikti samningsstöðu Íslend-
inga í viðræðunum við bandarísk stjórnvöld um framtíð varnar-
samstarfsins og veru bandarísks herliðs hér á landi. Þetta hefur
skýrt komið fram í nýlegum rannsóknum, svo sem í bók Gunnars
Þórs Bjarnasonar, „Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót“.
Hin nýja skýrsla um áhættumat er því markverður áfangi að
því að íslenzk stjórnvöld skapi trúverðugar, faglegar forsendur
fyrir eigin stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. En betur
má ef duga skal. Það verkefni sem þessi „ad hoc“-starfshópur
sinnti er verkefni sem í öðrum löndum er í höndum varanlegra
stofnana. Við vinnslu skýrslu sinnar leituðu starfsmenn starfs-
hópsins ríkulega í smiðju slíkra stofnana, svo sem norsku utanrík-
ismálastofnunarinnar NUPI, norsku varnarmálastofnunarinnar
IDF, dönsku utanríkismálastofnunarinnar DIIS, og fleiri.
Það heyrir til grundvallarþátta hlutverks ríkisvaldsins í hverju
fullvalda ríki að tryggja öryggi borgaranna. Það er síðan grundvall-
arþáttur í að gegna þessu hlutverki að stöðugt endurmat fari fram
á forsendum öryggis- og varnarmálastefnu ríkisins. Með öðrum
orðum, að áhættumat af því tagi sem hin nýja skýrsla fjallar um sé
í stöðugri endurskoðun til að hægt sé að laga viðbragðsáætlanir og
aðrar ráðstafanir yfirvalda í þágu öryggis borgaranna að breyttum
aðstæðum, um leið og breytingar á þeim eiga sér stað.
Í skýrslunni er rætt um þær breytingar á áhættumatinu sem
hrun fjármálakerfisins síðastliðið haust kallaði á. Hefði skýrslan
komið út í september væri hún sem sagt nú þegar úrelt. Þetta
sýnir hvernig slíkt mat þarf að vera í sívinnslu til að öryggis-
hagsmuna þjóðarinnar sé gætt sem skyldi.
Sú sívinnsla þarf annars vegar að fara fram í ráðuneytum. Hins
vegar þarf þetta sífellda endurmat á öryggismálum þjóðarinnar
að vera í höndum óháðra sérfræðinga sem hafa það að aðalstarfi
að fylgjast með, hugsa og skrifa um þessi mál. Vísir að metnaði
af hálfu ríkisvaldsins til að skapa forsendur til að slík starfsemi
fái þrifizt hér á landi er nýgerður samstarfssamningur utanrík-
isráðuneytisins við Alþjóðamálastofnun HÍ. Eins þarf Alþingi að
geta leitað sér sérfræðiráðgjafar við sitt mat á utanríkis- og örygg-
ismálum þjóðarinnar. Á hinum Norðurlöndunum hafa þjóðþingin
brugðizt við þessari þörf með því að halda úti stofnunum á borð við
NUPI og DIIS. Vel væri ef hliðstætt tækist hér á landi.
Skýrsla um áhættumat fyrir Ísland:
Mat sem ætti að
vera í sívinnslu
AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR
SPOTTIÐ
Í húsasundi
Helga Sigrún Harðardóttir, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, verður seint
sögð læðast með veggjum. Það bar
frammistaða hennar á Alþingi í gær
vitni um í umræðum um Icesave-
reikningana. Helga Sigrún spurði
meðal annars hvers vegna það
væri ekki talið þjóna hagsmunum
Íslands að stjórnvöld létu reyna á
hvort skuldbindingar ríkisins væru í
samræmi við alþjóðalög:
„Er það vegna þess að
íslenskir ráðamenn létu
hræða sig með Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum inn í
húsasund og leystu svo
bara niður um sig?“
spurði Helga Sigrún
á Alþingi í gær. Hafi
einhverjum þótt nóg um þegar Helga
Sigrún ásakaði ríkisstjórnina fyrir
„helvítis lyddugang“ á dögunum, er
hætt við að þetta bersögla líkingamál
hafi riðið þeim sömu að fullu.
Baðst afsökunar
Fréttablaðið greindi frá því á dögun-
um að Ásmundur Stefánsson, nýráð-
inn bankastjóri Nýja Landsbankans,
hafi móðgað starfsfólk með óviðeig-
andi tilvísun í helför nasista. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
var málið tekið fyrir hjá bankaráði
og í framhaldinu baðst Ásmundur
afsökunar á orðum sínum.
Blóð, blóð og aftur blóð
Líkamsvessar eru sumum prófkjörs-
frambjóðendum hugleiknir, til dæmis
fara tveir frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins fram undir hinu seiðandi
slagorði „Nýtt blóð á vígvöllinn“. Í
þættinum Krossgötum á Rás 1 gagn-
rýndi frambjóðandi Vinstri grænna
prófkjör stjórnmálaflokkanna á þeim
forsendum að þeir sem ætluðu sér
að ná árangri þyrftu að „vaða blóð
upp að mitti“. Hér skal ekki efast
að þátttaka í stjórnmálum útheimti
mikla baráttu, sem getur jafnvel
orðið heiftúðug þegar verst lætur
– en hvernig væri ef fram-
bjóðendur drægju aðeins
úr hástiginu, slepptu að
minnsta kosti blóðsúthell-
ingunum í málflutningi
sínum? Þetta er jú bara
pólitík.
bergsteinn@frettabladid.is