Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 30
2 föstudagur 13. mars
núna
✽ brýtur ekki spegla
þetta
HELST
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
É g handvinn úr íslenskum efnum og bý aðeins til eitt
eintak af hverjum hlut,“ segir
Arngunnur Ægisdóttir hönnuður
um nýju línuna sína SoonE. Arn-
gunnur var aðeins þrettán ára
þegar hún komst fyrst í kynni
við tískuheiminn sem fyrir-
sæta hjá Eskimo. Eftir að hún
sagði skilið við fyrirsætu-
störfin nítján ára gömul
flutti hún til Kaup-
mannahafnar þar
sem hún lauk námi
í fa tahönnun
og eftir það lá
leiðin til Bret-
lands þar sem
hún s tar fað i
sem verslunarstjóri
hjá All Saints um ára-
bil og tískuvörukeðjunni Browns.
„Ég vann í hlutastarfi hjá
Browns meðan ég var að hanna
heima. Ég eignaðist svo litla stelpu
fyrir fimmtán mánuðum svo ég
kláraði SoonE línuna í fæðingar-
orlofinu,“ segir Arngunnur sem
er 29 ára og er búsett í Cotswolds
í Gloucestershire á Englandi. „Ég
hanna töskur, hárskraut og skart-
gripi þar sem hver hlutur er ein-
stakur, en saman mynda þeir eina
heild í SoonE línunni. Ég fæ mik-
inn innblástur frá náttúrunni,
dóttur minni og þar sem maður-
inn minn er listaverkasali er ég
stöðugt umkringd list sem örvar
sköpunargleðina. Ég er líka mikið
fyrir „vintage“-föt og fylgihluti
sem ég tek gjarnan og breyti.
Ég gerði til dæmis tösku með
„vintage“-brúðarslöri og not-
aði gamalt hálsmen í hár-
skraut svo það hefur
ekki allt sinn upp-
runalega tilgang.
Ég breyti oft hlut-
um eins og ég sé þá
fyrir mér og þá nota
ég mikið af íslensk-
um efnum svo sem
fiskroði, steinum og
perlum. Allt sem ég
hanna vinn ég sjálf
og legg mikinn tíma í hvern hlut,
svo ekkert er fjöldaframleitt,“
segir Arngunnur sem vinnur nú
að því að koma línu sinni á fram-
færi.
„Ég er í viðræðum við nokkr-
ar verslanir, en ætla að byrja að
selja á netinu, bæði á Facebook
og á síðunni www.soone.co.uk
sem er í vinnslu og verður tilbúin
innan skamms. Þangað til getur
fólk sent mér póst á arngunnur@
hotmail.com.“ -ag
Arngunnur Ægisdóttir hönnuður kynnir línuna SoonE:
FÆR INNBLÁSTUR ÚR
„VINTAGE“-FÖTUM
Flott Arngunnur nýtir gjarnan vintage-föt
og fylgihluti sem hún breytir og bætir.
VEL KLÆDDAR Elizabeth Pitt-
man og Hugrún Harðardóttir voru
vel klæddar á Pósthúsinu í Póst-
hús stræti sem Andrés Pétur Rúnars-
son, fyrrverandi fasteignasali, opnaði
um síðustu helgi. Elizabeth var með
loðfeld um hálsinn, en Hugrún í pels.
„Ég hef engan tíma fyrir svoleiðis,“
segir Aðalheiður Ólafsdóttir söng-
kona þegar hún er spurð hvort hún
sé eitthvað að deita. Heiða er í leik-
listarnámi í Circle In The Square
Theater School í New York og mun
útskrifast í vor. „Ég hugsa að ég fari
út aftur því ég má dvelja í landinu í
eitt ár eftir útskrift,“ segir Heiða sem
ætlar að eyða sumrinu á Íslandi.
Aðspurð hvort hún sé að velja leik-
listina fram yfir sönginn segir hún
svo ekki vera. „Ég vissi alltaf að mig
langaði að leika ásamt því að syngja
og hefur líka alltaf langað að búa er-
lendis. Að vera í leiklistarskóla er
líka eins og að vera í sálfræðimeð-
ferð, hrikalega gott og nærandi fyrir
sálina og maður kemst ekki upp með
neitt annað en að opna sig algjörlega
og vera berskjaldaður sem er frá-
bært.” - iáh
Enginn tími fyrir karlmenn
„Það var lengi vel valinn kynþokkafyllsti karl-
maðurinn, en í fyrra fannst okkur vera kom-
inn tími til að hrista upp í þessu og völdum
afrekskonu ársins,“ segir Ragnhildur Magnús-
dóttir útvarpskona um konukvöld Létt Bylgj-
unnar sem fer fram í Smáralindinni 25. mars
næstkomandi. „Hvaða kona sem hefur sigr-
ast á erfiðleikum, unnið góðverk eða annað
getur komið til greina sem afrekskona árs-
ins 2009. Við fengum mörg hundruð ábend-
ingar í fyrra og sækjumst nú eftir ábending-
um á www.lettbylgjan.is.“ - ag
Árlegt konukvöld Létt Bylgjunnar:
Kynþokkinn á
undanhaldi
INGA LIND KARLSDÓTTIR FJÖLMIÐLAKONA
„Þar sem það er föstudagurinn þrettándi ætla ég að fara mér að engu
óðslega og forðast allar áhættur. Vera bara inni, fylgjast svo með próf-
kjörsúrslitum og borða popp. Svo ætla ég að taka til.
Heimavinnandi húsmóðir er alltaf að taka til.“
helgin
MÍN
Afrekskonan valin Hera
Björk verður kynnir á konu-
kvöldinu og Á móti sól koma
fram svo eitthvað sé nefnt.
Lífsstílsmeistarinn valinn
Með tilkomu ýmiss konar æfinga-
kerfa í líkamsræktarstöðvum lands-
ins, hafa æfingastöðvarnar Lífs-
stíll, CrossFit-Sport í Sporthúsinu,
CrossFit-Iceland í World Class og
BootCamp skipulagt þrekmóta-
röð þar sem nokkrum mismunandi
keppnum verður stillt upp yfir árið.
Sú fyrsta fer fram í Íþróttahúsinu
í Keflavík á morgun, en þar verð-
ur Lífsstíls-meistarinn krýndur. 204
keppendur eru skráðir til leiks í ein-
staklinga- og liðakeppni beggja
kynja, en meðal þátttakenda eru
Kristjana Hildur Gunnarsdótt-
ir, margfaldur þrekmeistari,
Evert Víglundsson og Leif-
ur Geir Hafsteinsson, Cross-
Fit þjálfarar, Vikar K. Sigurjóns-
son, eigandi Lífsstíls og keppnis-
haldari, og Ingunn Lúðvíksdóttir,
Icefitness- og þrekmeistarakepp-
andi með meiru.
Breytingar í Idol
Tíu strákar keppa í kvöld um fimm
laus sæti í Idol-stjörnuleit Stöðvar
2. Fjórir þeirra verða kosnir áfram
í símakosningu en dómnefnd-
in, Björn Jörundur, Selma Björns
og Jón Ólafs, fá að velja í síðasta
sætið. Í uppsiglingu gæti verið mikil
öskubuskusaga því einn kepp-
enda átti ekkert að vera í þessum
tíu manna hóp. Sá heitir Bessi, er
frá Selfossi og var kippt inn þegar
Arnari Jónssyni var vísað úr keppni
vegna þátt-
töku sinn-
ar í Eur-
ovision.
Bessi mun
syngja
Gvendur á
Eyrinni.
Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið | Sími 533 2220 | www.lindesign.is
www.lindesign.is/lagersala
LAGERSALA Lín Design
Úrval rúmteppa, púða, dúka, rúmfatnaðar ásamt ýmsu öðru. Sýniseintök
og lítillega útlitsgallaðar vörur með allt að 80% afslætti. Lagersalan er á
Malarhöfða 8, í brekkunni fyrir aftan Ingvar Helgason.
Opið föstudag 16 – 19 &
laugardag 10 – 15.
Aðeins þessa einu helgi.