Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 13.03.2009, Qupperneq 30
2 föstudagur 13. mars núna ✽ brýtur ekki spegla þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 É g handvinn úr íslenskum efnum og bý aðeins til eitt eintak af hverjum hlut,“ segir Arngunnur Ægisdóttir hönnuður um nýju línuna sína SoonE. Arn- gunnur var aðeins þrettán ára þegar hún komst fyrst í kynni við tískuheiminn sem fyrir- sæta hjá Eskimo. Eftir að hún sagði skilið við fyrirsætu- störfin nítján ára gömul flutti hún til Kaup- mannahafnar þar sem hún lauk námi í fa tahönnun og eftir það lá leiðin til Bret- lands þar sem hún s tar fað i sem verslunarstjóri hjá All Saints um ára- bil og tískuvörukeðjunni Browns. „Ég vann í hlutastarfi hjá Browns meðan ég var að hanna heima. Ég eignaðist svo litla stelpu fyrir fimmtán mánuðum svo ég kláraði SoonE línuna í fæðingar- orlofinu,“ segir Arngunnur sem er 29 ára og er búsett í Cotswolds í Gloucestershire á Englandi. „Ég hanna töskur, hárskraut og skart- gripi þar sem hver hlutur er ein- stakur, en saman mynda þeir eina heild í SoonE línunni. Ég fæ mik- inn innblástur frá náttúrunni, dóttur minni og þar sem maður- inn minn er listaverkasali er ég stöðugt umkringd list sem örvar sköpunargleðina. Ég er líka mikið fyrir „vintage“-föt og fylgihluti sem ég tek gjarnan og breyti. Ég gerði til dæmis tösku með „vintage“-brúðarslöri og not- aði gamalt hálsmen í hár- skraut svo það hefur ekki allt sinn upp- runalega tilgang. Ég breyti oft hlut- um eins og ég sé þá fyrir mér og þá nota ég mikið af íslensk- um efnum svo sem fiskroði, steinum og perlum. Allt sem ég hanna vinn ég sjálf og legg mikinn tíma í hvern hlut, svo ekkert er fjöldaframleitt,“ segir Arngunnur sem vinnur nú að því að koma línu sinni á fram- færi. „Ég er í viðræðum við nokkr- ar verslanir, en ætla að byrja að selja á netinu, bæði á Facebook og á síðunni www.soone.co.uk sem er í vinnslu og verður tilbúin innan skamms. Þangað til getur fólk sent mér póst á arngunnur@ hotmail.com.“ -ag Arngunnur Ægisdóttir hönnuður kynnir línuna SoonE: FÆR INNBLÁSTUR ÚR „VINTAGE“-FÖTUM Flott Arngunnur nýtir gjarnan vintage-föt og fylgihluti sem hún breytir og bætir. VEL KLÆDDAR Elizabeth Pitt- man og Hugrún Harðardóttir voru vel klæddar á Pósthúsinu í Póst- hús stræti sem Andrés Pétur Rúnars- son, fyrrverandi fasteignasali, opnaði um síðustu helgi. Elizabeth var með loðfeld um hálsinn, en Hugrún í pels. „Ég hef engan tíma fyrir svoleiðis,“ segir Aðalheiður Ólafsdóttir söng- kona þegar hún er spurð hvort hún sé eitthvað að deita. Heiða er í leik- listarnámi í Circle In The Square Theater School í New York og mun útskrifast í vor. „Ég hugsa að ég fari út aftur því ég má dvelja í landinu í eitt ár eftir útskrift,“ segir Heiða sem ætlar að eyða sumrinu á Íslandi. Aðspurð hvort hún sé að velja leik- listina fram yfir sönginn segir hún svo ekki vera. „Ég vissi alltaf að mig langaði að leika ásamt því að syngja og hefur líka alltaf langað að búa er- lendis. Að vera í leiklistarskóla er líka eins og að vera í sálfræðimeð- ferð, hrikalega gott og nærandi fyrir sálina og maður kemst ekki upp með neitt annað en að opna sig algjörlega og vera berskjaldaður sem er frá- bært.” - iáh Enginn tími fyrir karlmenn „Það var lengi vel valinn kynþokkafyllsti karl- maðurinn, en í fyrra fannst okkur vera kom- inn tími til að hrista upp í þessu og völdum afrekskonu ársins,“ segir Ragnhildur Magnús- dóttir útvarpskona um konukvöld Létt Bylgj- unnar sem fer fram í Smáralindinni 25. mars næstkomandi. „Hvaða kona sem hefur sigr- ast á erfiðleikum, unnið góðverk eða annað getur komið til greina sem afrekskona árs- ins 2009. Við fengum mörg hundruð ábend- ingar í fyrra og sækjumst nú eftir ábending- um á www.lettbylgjan.is.“ - ag Árlegt konukvöld Létt Bylgjunnar: Kynþokkinn á undanhaldi INGA LIND KARLSDÓTTIR FJÖLMIÐLAKONA „Þar sem það er föstudagurinn þrettándi ætla ég að fara mér að engu óðslega og forðast allar áhættur. Vera bara inni, fylgjast svo með próf- kjörsúrslitum og borða popp. Svo ætla ég að taka til. Heimavinnandi húsmóðir er alltaf að taka til.“ helgin MÍN Afrekskonan valin Hera Björk verður kynnir á konu- kvöldinu og Á móti sól koma fram svo eitthvað sé nefnt. Lífsstílsmeistarinn valinn Með tilkomu ýmiss konar æfinga- kerfa í líkamsræktarstöðvum lands- ins, hafa æfingastöðvarnar Lífs- stíll, CrossFit-Sport í Sporthúsinu, CrossFit-Iceland í World Class og BootCamp skipulagt þrekmóta- röð þar sem nokkrum mismunandi keppnum verður stillt upp yfir árið. Sú fyrsta fer fram í Íþróttahúsinu í Keflavík á morgun, en þar verð- ur Lífsstíls-meistarinn krýndur. 204 keppendur eru skráðir til leiks í ein- staklinga- og liðakeppni beggja kynja, en meðal þátttakenda eru Kristjana Hildur Gunnarsdótt- ir, margfaldur þrekmeistari, Evert Víglundsson og Leif- ur Geir Hafsteinsson, Cross- Fit þjálfarar, Vikar K. Sigurjóns- son, eigandi Lífsstíls og keppnis- haldari, og Ingunn Lúðvíksdóttir, Icefitness- og þrekmeistarakepp- andi með meiru. Breytingar í Idol Tíu strákar keppa í kvöld um fimm laus sæti í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2. Fjórir þeirra verða kosnir áfram í símakosningu en dómnefnd- in, Björn Jörundur, Selma Björns og Jón Ólafs, fá að velja í síðasta sætið. Í uppsiglingu gæti verið mikil öskubuskusaga því einn kepp- enda átti ekkert að vera í þessum tíu manna hóp. Sá heitir Bessi, er frá Selfossi og var kippt inn þegar Arnari Jónssyni var vísað úr keppni vegna þátt- töku sinn- ar í Eur- ovision. Bessi mun syngja Gvendur á Eyrinni. Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið | Sími 533 2220 | www.lindesign.is www.lindesign.is/lagersala LAGERSALA Lín Design Úrval rúmteppa, púða, dúka, rúmfatnaðar ásamt ýmsu öðru. Sýniseintök og lítillega útlitsgallaðar vörur með allt að 80% afslætti. Lagersalan er á Malarhöfða 8, í brekkunni fyrir aftan Ingvar Helgason. Opið föstudag 16 – 19 & laugardag 10 – 15. Aðeins þessa einu helgi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.