Fréttablaðið - 13.03.2009, Side 42
13. mars 2009 FÖSTUDAGUR
Mitsubishi Outlander - Kraftmikill sportjeppi
Kostir Mitsubishi Outlander eru afgerandi. Hann hefur
mestu veghæð í sínum flokki, stærsta farangursrýmið,
öflugt fjórhjóladrif og frábæra aksturseiginleika.
Komdu í HEKLU - Notaða bíla á Kletthálsi og skoðaðu
næstum nýjan Mitsubishi Outlander, kraftmikinn,
rúmgóðan og ríkulega búinn bíl fyrir alla fjölskylduna,
tilvalinn í ferðalagið.
HEKLA NOTAÐIR BÍLAR KLETTHÁLSI
Opið 10–18 virka daga | Opið 12–16 laugardaga
Kletthálsi sími 590 5044 www.heklanotadirbilar.is
DÆMI ÚR SÖLUSKRÁ
Mitsubishi Outlander Intense, árgerð 2008
ekinn 5.000 km. Sjálfskiptur, bensín.
Verð: 4.280.000 kr.
UMRÆÐAN
Þórhallur Heimisson
skrifar um fullveldi
Íslands
Sú umræða sem nú á sér stað um Ísland og
Evrópusambandið (ESB)
í aðdraganda kosninga
minnir á söguna um Hlin
kóngsson og skessurnar
tvær sem léku sér að fjöregginu.
Fjöreggið var þeirrar náttúru gert
að það geymdi lífskraft skessanna
og var þeim því ákaflega dýrmætt.
Ef það brotnaði myndi krafturinn
hverfa frá þeim. En skessurnar
höfðu það að leik að kasta á milli
sín fjöregginu þegar þeim leiddist
við veiðar, svona til að stytta sér
stundir. Hlinur kóngsson átti þess
vegna hægt með að brjóta eggið og
ná þannig til sín kóngsdótturinni
og auðæfum skessanna.
Við gleymum því stundum að
fullveldið er fjöreggið okkar. Full-
veldið glataðist fyrst á Þingvöll-
um árið 1262 eftir upplausnarár.
Þá fólum við erlendu valdi að gæta
fjöreggsins. Eftir það dró hægt og
bítandi úr okkur lífskraftinn, öld
eftir öld. Auðvitað var einnig um
að kenna erfiðri náttúru, hörð-
um vetrum, eldgosum og pestum.
En af því að fjöreggið var ekki á
okkar eigin hendi vorum við varn-
arlítil og úrræðalaus. Og lífskraft-
inn skorti.
Það var ekki fyrr en á 19. öld að
menn fóru almennilega að gera sér
grein fyrir þessu. Þá var gangan
löng og erfið enda við orðin hluti
af danska ríkinu að mati þeirra
sem fólu fjöreggið í höndum hins
erlenda valds. En þegar okkur
tókst að fá það á ný í hendur óx
okkur afl, fyrst árið 1918, jafnvel í
kreppunni 1930 og með lýðveldinu
árið 1944. Auðvitað gekk á ýmsu,
sigrum og ósigrum, en grundvöll-
ur framfara alla tuttugustu öldina
var fjöreggið okkar sem við höfð-
um endurheimt, fullveldið og frels-
ið til að stýra eigin málum. Með
fullveldið að vopni færð-
um við út landhelgina gegn
herveldum Evrópu gömlu,
beisluðum orkulindirnar,
efldum fræðslu og skóla,
heilbrigði og atvinnu.
Undanfarinn áratug og
ef til vill lengur höfum við
setið eins og skessurnar og
leikið okkur að fjöregginu.
„Athafnaskáldin“ hædd-
ust að því og talað var um
að best væri að losa sig við
það, taka upp ensku, leggja niður
íslenska bændastétt, gefa auð-
valdinu lausan tauminn því heim-
urinn væri leikvöllur útrásarvík-
inganna.
Og þó allt sé nú hrunið og þó í
ljós hafi komið að draumar vík-
inganna og forystumanna okkar
voru ekkert annað en martraðir,
þá halda menn áfram að leika sér
að fjöregginu.
Margir virðast trúa því að eina
leiðin úr ógöngum liðins áratugar
sé að brjóta fjöreggið eða fela það
erlendu valdi í hendur eins og forð-
um daga. Það er án efa rétt að fjör-
eggið verður vel geymt í Brussel,
London, París eða Berlín. Þaðan
verður ekki auðvelt að ná því aftur,
þó einhverjir láti sér detta það í
hug í framtíðinni uppi á Íslandi.
Með fjöregginu mun lífskrafturinn
enn á ný hverfa frá landinu. Með
því mun hverfa íslensk bændastétt
sem þó var ákölluð sem eina von
landsins á liðnu hausti þegar Evr-
ópubúar beittu okkur hryðjuverka-
lögum.
Með því munu fiskimiðin komast
í hendur Breta og Spánverja á ný.
Örugglega ekki strax. En hægt og
bítandi rétt eins og forðum daga.
Það tók 400 ár að koma hér á ein-
veldi síðast. Evrópa hefur nægan
tíma.
Og eitt eða tvö atkvæði okkar á
Evrópuþinginu sem telur 732 þing-
menn mun verða hjáróma og bros-
legt. Ef einhver þá lætur svo lítið
að taka eftir því.
Höfundur er talsmaður L-lista.
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um
málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á
móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna
má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða
Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga
og til að stytta efni.
ÞÓRHALLUR
HEIMISSON
Að glata fjöregginu
UMRÆÐAN
Þórlindur Kjartansson
skrifar um vinnubrögð
á Alþingi
Ýmsar af þeim breyt-ingum sem nú eru
ræddar á grundvallar-
skipan samfélagsins eru
góðra gjalda verðar. Það
er ennfremur eðlilegt að
við núverandi aðstæður séu marg-
ir hugsi yfir því hvort leita megi
ástæðna fyrir stöðunni í grunn-
gerð íslensks samfélags. En það
er mikilvægt að vandað sé vel til
umræðna og að innantómir frasar
séu ekki látnir duga.
Það er hæpin skýring á núver-
andi efnahagskreppu að þar hafi
grundvallarreglur samfélagsins
haft mikil áhrif. Þó er ekki þar
með sagt að ekki sé ástæða til
að endurskoða stjórnarskrána og
kosningalögin. Hins vegar fer illa
saman þegar pólitískri heift, von-
brigði með stöðu efnahagsmála og
óvissu í stjórnmálum er blandað út
í slíkar umræður. Þess vegna er
það raunverulegt áhyggjuefni að
minnihlutastjórn VG og Samfylk-
ingar leggi sérstaka áherslu á slík-
ar breytingar á þeim örskamma
tíma sem hún er við völd. Raun-
ar hefur þessi asi vakið áhyggjur
alþjóðlegra stofnana sem telja slík
vinnubrögð sérstaklega varhuga-
verð enda er beinlínis mælt gegn
því í alþjóðlegum sáttmál-
um að breyta kosninga-
reglunum svo skömmu
fyrir kosningar. Má þar
nefna Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu
(ÖSE) sem sér nú sérstaka
ástæðu til þess að fylgjast
grannt með framkvæmd
kosninga á Íslandi. Það er
nefnilega þannig að þegar
slíkar stofnanir, sem vinna
að því að tryggja að fram-
gangur lýðræðisins sé eðlilegur,
fá fregnir af því að stjórnvöld hafi
uppi áform um breytingar á leik-
reglum lýðræðis skömmu fyrir
kosningar, þá vekur það efasemdir
um að réttilega sé staðið að málum
og allra sjónarmiða sé gætt.
Ísland hefur fram að þessu ekki
verið í þeim flokki sem alþjóð-
legir kosningasérfræðingar hafa
sérstakar áhyggjur af. Hvað sem
segja má um íslenskt samfélag þá
er þetta nýmæli. Þess vegna hljót-
um við að staldra við og vara við
þeim flýti sem minnihlutastjórnin
hyggst beita við að koma þessum
breytingum í gegn. Breytingar á
reglum lýðræðisins þurfa að fá
yfirvegaða umræðu og nauðsyn-
legt er að allur þorri manna hafi
ráðrúm til þess að móta sér skoðun
á slíkum breytingum.
Höfundur er frambjóðandi í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Vöndum til verka
ÞÓRLINDUR
KJARTANSSON