Fréttablaðið - 13.03.2009, Side 49

Fréttablaðið - 13.03.2009, Side 49
FÖSTUDAGUR 13. mars 2009 Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Þarfir íslenskra fjölskyldna eru mismunandi. Þess vegna fæst vinsælasta fjölskyldu- tryggingin í nokkrum útgáfum. Eftir því sem heimilið stækkar og áhugamálin breytast velur þú þá vernd sem hentar þér best innan F plús trygginganna. Þess vegna er F plús vinsælasta fjölskyldutryggingin á Íslandi. Vinsælasta íslenska fjölskyldutryggingin F plús4 Spænski tenórinn Jose Carrer- as er enn að þrátt fyrir að hann sé á 63. aldursári. Á mánudag var hann með tónleika í Flórída og kvaddi gesti sína eftir fá lög sökum eymsla í hálsi. Hann gafst upp í miðju lagi og nú bíða menn spenntir hvort hann kemur fram í kvöld, en þá á hann að halda aðra tón- leika í Miami. Efnisskrá söngvarans er um þessar mundir af léttara taginu, katalönsk og ítölsk lög, sem hafa verið á efnisskrá hans um árabil. Hann átti sem kunn- ugt er við krabbamein í hálsi að stríða fyrir fáum árum. Carreras náði alþjóðafrægð sem einn hinn þriggja tenóra, en hafði fyrir þann tíma notið hylli í óperuhúsum allt frá því að hann debuteraði 1970. Hljóð- ritun af einum tónleikum þeirra er skráð sem söluhæsta plata í sinni deild, seldist í 14 milljón- um eintaka. Carreras kom síðast fram í óperusýningu 2002. - pbb Carreras í klípu TÓNLIST Jose Carreras tenór Þjóðfræðingar standa fyrir Gróttu- ferð í kvöld. Farið verður út í Gróttu um klukkan 23.30 og setið við draugasögusprell langt fram á nótt. Liðsafnaður verður í ferðina á Kaffi Centrum kl. 20 og farið út í eyna upp úr kl. 22.30. Hægt verð- ur að koma í land aftur til klukk- an 3.30-4.30 um nóttina eða upp úr klukkan 11.30-12.30 á laugardag. Fólki er ráðlagt að taka með sér svefnpoka og gista, því ætlunin er að segja draugasögur langt fram á nótt. Um morguninn verður vitinn skoðaður í þaula. Þá er fólk einnig hvatt til að taka með sér morgun- mat, næturnasl og drykkjarveigar. Ókeypis er fyrir meðlimi Félags þjóðfræðinga, aðrir greiða 1.000 kr. Þeir sem ætla að gista eru vin- samlegast beðnir um að láta vita með því að senda tölvupóst: thjod- fraedingar@gmail.com. Ætli þeir í félaginu kunni söguna af Sigur- jóni trésmið og hinstu för hans út í Gróttu? - pbb Skemmtilegt er myrkrið SAGNALIST Draugasögur í Gróttu í nótt. Það er komið hádegi og þú sest niður í dagsins önn, þú átt ávexti í ísskápnum og fernu af Húsavíkurjógúrt, og þú veist að dagurinn verður góður. 09 -0 00 8 ·H en na r h át ig n

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.