Fréttablaðið - 13.03.2009, Síða 56
40 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds-
son landsliðsþjálfari valdi í gær
nítján leikmenn í íslenska lands-
liðshópinn sem mætir Makedón-
íu og Eistlandi í undankeppni
EM 2010 í næstu viku. Hópur-
inn er óvenju stór þar sem marg-
ir leikmanna eigi, eða hafi átt, við
meiðsli að stríða.
„Það er búið að vera bölvað
basl vegna meiðsla að koma liðinu
saman. Í raun hef ég ekki náð því
síðan á Ólympíuleikunum í sumar,“
sagði Guðmundur í samtali við
Fréttablaðið í gær.
Þeir Logi Geirsson, Ásgeir Örn
Hallgrímsson, Snorri Steinn Guð-
jónsson og Arnór Atlason eiga allir
við einhver meiðsli að stríða þessa
stundina. Þá eru þeir Einar Hólm-
geirsson og Guðjón Valur Sig-
urðsson nýbyrjaðir að spila eftir
meiðsli en Einar lék sinn fyrsta
leik eftir áramót í fyrrakvöld.
Þar að auki er Alexander Peters-
son enn frá vegna meiðsla og Ólaf-
ur Stefánsson er í landsliðsfríi.
Til að bæta gráu á svart kemur
ekki allt liðið saman fyrr en á
mánudaginn og þá á eftir að ferð-
ast til Makedóníu. Liðið nær því
tveimur æfingum saman fyrir
leikinn – einni á Íslandi og einni
í Makedóníu.
„Ég vona að við náum að púsla
liðinu saman á þessum æfingum
sem við náum saman en annars
renn ég nokkuð blint í sjóinn hvað
varðar stöðu liðsins. Það er bara
staðreynd málsins en við þurfum
að gera það besta úr stöðunni.“
Eins og frægt er tapaði Ísland
fyrir Makedóníu í umspili um laust
sæti á HM í Króatíu síðastliðið vor,
skömmu eftir að liðið hafði unnið
sér sæti á Ólympíuleikunum í Pek-
ing. Makedóníumenn slógu svo í
gegn á HM og eru því með sjálfs-
traustið í botni nú.
„Við erum að fara á erfiðasta úti-
völl í Evrópu,“ sagði Guðmundur
um leikinn á miðvikudagskvöldið.
„Við vorum þar við mjög erfiðar
aðstæður í fyrra þar sem ýmislegt
gekk okkur í óhag. En við erum
staðráðnir í að gera betur nú.“
Makedónía vann bæði Pólland
og Rússland í Króatíu og komst svo
nálægt því að vinna Þjóðverja.
„Þeir hafa sýnt að þeir geta
haldið í við þá bestu. En munur-
inn nú og á leik okkar í Skopje í
fyrra er sá að nú vitum við hvað
við erum að fara út í. Við vitum
vel að við getum unnið þetta lið á
góðum degi.“
Guðmundur segir að öll nótt sé
ekki úti enn þótt liðið vinni ekki
Makedóníu enda er Ísland aðeins
búið að leika tvo leiki í riðlinum.
„Við eigum svo leikinn gegn
Eistlandi hér heima strax á eftir
og svo fjóra leiki í júní. Það er því
fullt af tækifærum eftir.“ -esá
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi 19 manna hóp fyrir leikina gegn Makedónum og Eistum:
Ekki náð mínu sterkasta liði saman síðan í Peking
ÁHYGGJUR Guðmundur hefur áhyggjur
af meiðslum lykilmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
A-LANDSLIÐ KARLA
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson Bittenfeld
Hreiðar Guðmundsson Savehof
Aðrir leikmenn:
Aron Pálmarsson FH
Arnór Atlason FCK
Ásgeir Örn Hallgrímsson GOG
Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt
Kári Kristján Kristjánsson Haukar
Guðjón Valur Sigurðsson RNL
Ingimundur Ingimundarson Minden
Logi Geirsson Lemgo
Ragnar Óskarsson Dunkerque
Róbert Gunnarsson Gummersbach
Rúnar Kárason Fram
Sigurbergur Sveinsson Haukar
Snorri Steinn Guðjónsson GOG
Sturla Ásgeirsson Dusseldorf
Sverre Andreas Jakobsson HK
Vignir Svavarsson Lemgo
Þórir Ólafsson Lubbecke
> Ólafur enn í fríi
Ólafur Stefánsson mun ekki breyta ákvörðun
sinni um að spila ekki aftur með landsliðinu
fyrr en í fyrsta lagi í haust. „Við áttum tal
saman en hann stendur við sína ákvörð-
un. Hann mun taka sér frí frá landsliðinu
fram á haustið og taka þá ákvörðun um
framhaldið,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson landsliðsþjálfari í gær. Ólafur
lék síðast með landsliðinu á Ólympíu-
leikunum í Peking.
N1-deild karla:
FH-Valur 27-32 (14-15)
Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (11/4), Aron
Pálmarsson 6/1 (12/1), Sigursteinn Arndal 2 (2),
Ásbjörn Friðriksson 2 (3), Örn Ingi Bjarkason 2
(5), Sigurður Ágústsson 2 (7), Hjörtur Hinriksson
1 (2), Benedikt Kristinsson 1 (2), Ólafur Gústafs-
son 1 (3), Guðmundur Pedersen 1 (5)
Varin skot: Magnús Sigmundsson 7/1 (26/3,
27%), Daníel Freyr Andrésson 5/1 (18/3, 28%)
Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni, Benedikt, Örn Ingi,
Guðmundur)
Fiskuð víti: 5 (Aron 2, Sigurður, Ásbjörn, Hjörtur)
Mörk Vals: Elvar Friðriksson 10/4 (14/5), Arnór
Þór Gunnarsson 7 (9), Ingvar Árnason 5 (5),
Hjalti Þór Pálmason 3 (5), Sigurður Eggertsson 3
(4), Heimir Örn Árnason 2 (4), Sigfús Sigurðsson
1 (1), Hjalti Gylfason 1 (3).
Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 15 (41/4,
37%), Pálmar Pétursson (1/1)
Hraðaupphlaup: 3 (Arnór 2, Ingvar 1)
Fiskuð víti: 6 (Sigfús Páll 1, Ingvar 1, Sigurður 1,
Elvar 1, Fannar 1)
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson.
Voru ágætir.
HK-Stjarnan 24-22
Mörk HK: Ragnar Hjaltested 6, Már Þórarinsson
5, Ólafur Bjarki Ragnarsson 3, Valdimar Þórsson
3, Einar Ingi Hrafnsson 2, Ragnar Njálsson 2,
Gunnar Jónsson 1, Ásbjörn Stefánsson 1, Brynjar
Hreggviðsson 1.
Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 5,
Fannar Þorbjörnsson 5, Þórólfur Nielsen 4, Ragn-
ar Helgason 3, Björgvin Hólmgeirsson 3, Kristján
Kristjánsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1.
Fram-Víkingur 36-28
STAÐAN:
Haukar 18 14 0 4 513:439 28
Valur 19 12 3 4 533:452 27
HK 19 9 4 6 504:507 22
Fram 19 9 3 7 528:526 21
FH 19 8 2 9 551:556 18
Akureyri 18 7 2 9 463:491 16
Stjarnan 19 5 3 11 476:511 13
Víkingur 19 2 1 16 472:556 5
Iceland Express-deild kvk:
Hamar-Haukar 53-41 (23-20)
Stig Hamars: Julia Demirer 16 (18 frák.), Lakiste
Barkus 13 (9 frák., 5 stoðs.), Íris Ásgeirsdóttir 10,
Hafrún Hálfdánardóttir 7, Dúfa Dröfn Ásbjörns-
dóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 2.
Stig Hauka: Kristrún Sigurjónsdóttir 12 (8/8 í
vítum), Slavica Dimovska 10, Moneka Knight 8,
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7, Helena Hólm 4.
„Þetta er mikill heiður, en það er kannski ósanngjarnt að taka ein-
hvern einn út úr liðinu því allt liðið hefur verið að spila vel í vetur,“
segir KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson sem í gær var kjörinn
besti leikmaður síðari umferðanna í Iceland Express deild-karla
í körfubolta.
Rétt eins og í uppgjörinu eftir fyrri hluta mótsins voru bak-
verðirnir Jón Arnór og Jakob Sigurðarson úr KR í úrvalsliði síðari
umferðanna, en Jakob var valinn besti leikmaðurinn í fyrri
umferðunum. Hinir þrír leikmennirnir í úrvalsliðinu voru
þeir Justin Shouse úr Stjörnunni, Brenton Birmingham úr
Grindavík og Hlynur Bæringsson úr Snæfelli.
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var valinn besti
þjálfarinn í síðari umferðunum og þá var Jón Nordal
Hafsteinsson hjá Keflavík valinn dugnaðarforkurinn og
Sigmundur Már Herbertsson kjörinn besti dómarinn.
Jón Arnór hefur leikið mjög vel síðan hann kom aftur
í KR eftir nokkur ár í atvinnumennsku og segist nokkuð
sáttur við árangur KR í deildarkeppninni í vetur. „Þetta voru
auðvitað nokkrir leikir í vetur sem unnust með miklum mun
og voru þar af leiðandi ekki mjög skemmtilegir, en þegar ég horfi
til baka er ég bara nokkuð sáttur,“ segir Jón Arnór í samtali við
Fréttablaðið.
KR tapaði aðeins einum leik í deildarkeppninni í vetur og vænt-
ingarnar til liðsins eru engu minni nú en í haust. „Ég er gríðarlega
spenntur fyrir úrslitakeppninni. Þetta verða stórir leikir og við
erum ekki búnir að vinna neitt þrátt fyrir alla þessa sigra í deild-
inni,“ segir Jón og á ekki von á öðru en að KR fái harða
samkeppni. „Njarðvík og Snæfell hafa til dæmis verið að
styrkja sig og Grindavík hlýtur að vera með besta lið á
landinu fyrst þeir unnu okkur sannfærandi,“ segir Jón
glottandi og vísar í eina tap KR í deildinni.
KR mætir Breiðablik í fyrstu umferð úrslitakeppninn-
ar um helgina. „Blikarnir eru með ungt og skemmtilegt
lið en við erum með betra lið á öllum vígstöðvum og
ætlum að setja tóninn strax á sunnudaginn. Við ætlum
okkur titilinn og nú þýðir ekkert að taka feilspor, alveg
sama hvort andstæðingurinn er Breiðablik eða eitthvert
annað lið,“ segir Jón Arnór Stefánsson.
ICELAND EXPRESS-DEILD KARLA: JÓN ARNÓR VALINN BESTI LEIKMAÐURINN Í HÓFI KKÍ Í GÆR
Grindavík hlýtur að vera með besta liðið
HANDBOLTI Tímabilið er búið hjá
Loga Geirssyni. Logi komst að
því í gærkvöldi að sprunga er í
axlarliðnum og þarf hann þar af
leiðandi að gangast undir aðgerð.
Það tekur frá þremur og upp í
fimm mánuði að jafna sig á slíku
og Logi spilar ekki aftur fyrr en
í sumar.
Ítarlegt viðtal við Loga má lesa
á Vísir.is. - hbg
Logi Geirsson:
Á leið í aðgerð
KÖRFUBOLTI Hamar jafnaði und-
anúrslitaeinvígið á móti Haukum
í úrslitakeppni Iceland Express-
deildar kvenna með öruggum 53-
41 sigri í Hveragerði í gær. Ham-
arsliðið var með frumkvæðið
allan leikinn og náði mest 14 stiga
forskoti.
„Þetta var allt annað en í fyrsta
leiknum. Við löguðum það sem
þurfti að laga og það skilaði sér
að spila góða vörn,“ sagði Dúfa
Dröfn Ásbjörnsdóttir, fyrirliði
Hamars, efir leik.
„Við vorum að spila fína vörn
en þurfum að vera aðeins þolin-
móðari í sókninni. Vörnin hélt af
því að við vorum að gera þessa
litlu hluti rétt,“ bætti Dúfa við.
Hún og Íris Ásgeirsdóttir áttu
frábæra innkomu í seinni hálfleik
þegar þær skoruðu öll 16 stigin
sín.
Haukaliðið var langt frá sínu
besta sérstaklega í þriggja stiga
skotunum þar sem aðeins 2 af
19 skotum fóru niður hjá lið-
inu. Hamar og þá sérstaklega
Jóhanna Björk Sveinsdóttir hélt
Slavicu Dimovsku niðri í gær og
munaði það miklu af hverju sókn-
arleikur Haukaliðsins náði aldrei
réttum takti. - óój
Iceland Express-deild kvenna:
Hamar jafnaði
metin
KLASSAVÖRN Hamar spilaði góða vörn á
Hauka í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Valur minnkaði forskot
Hauka á toppi N1-deildar karla í
eitt stig í gærkvöldi er liðið vann
góðan sigur á FH í Kaplakrika, 32-
27.
Mikið jafnræði var með liðunum
í fyrri hálfleik og skiptust liðin á
að vera í forystu. Valsmenn leiddu
í hálfleik með einu marki en strax
frá fyrstu mínútu síðari hálfleiks
var ljóst í hvað stefndi.
Valsmenn juku sóknarþung-
ann til muna og Ólafur Haukur
Gíslason varði á köflum mjög vel í
marki Valsmanna. Að sama skapi
gekk ekkert í sóknarleik FH-inga.
Aron Pálmarsson hafði verið öfl-
ugur í fyrri hálfleik en lét lítið
finna fyrir sér í þeim síðari.
„Mér fannst varnarleikurinn
okkar oft verið betri en í kvöld,“
sagði Ingvar Árnason, leikmaður
Vals, eftir leikinn. „En Óli var að
verja eins og berserkur í kvöld og
frammistaða hans og ágætur sókn-
arleikur sköpuðu þennan sigur.“
Elvar Erlingsson, þjálfari
FH, var reyndar ekki sáttur við
frammistöðu dómaranna í leikn-
um en sagði þó fyrst og fremst FH-
ingum sjálfum að kenna hvernig
fór.
„Við fórum illa með mörg dauða-
færi á ögurstundu og það hellt-
ist yfir okkur pirringurinn. Við
reyndum ýmislegt til að koma
okkur aftur inn í leikinn en það
bara gekk ekki,“ sagði Elvar.
„Þó var þetta framför hjá okkur
og finnst mér þetta vera upp á
við. Staðreyndin er bara sú að nú
erum við í hörkubaráttu við Fram
um fjórða sæti deildarinnar. Við
eigum þá í næsta leik og lítum við
á hann sem algeran úrslitaleik
fyrir framhaldið.“
Fram og HK unnu bæði sína
leiki í gær og FH því þremur stig-
um á eftir Fram og fjórum eftir
HK í baráttu liðanna um 3.-4. sæti
deildarinnar. Elvar neitar þó að
gefast upp.
„Við fáum núna landsleikjafríið
til að undirbúa okkur fyrir loka-
sprettinn og ætlum við að nýta það
hlé vel. Það er alls ekki óvinnandi
vegur að vinna upp þennan mun og
teljum við okkur eiga góða mögu-
leika á að ná í úrslitakeppnina.“
Valur minnkaði forystu Hauka
á toppnum í eitt stig en Haukar
eiga leik til góða á Akureyri í
kvöld. Ingvar telur að baráttunni
um deildarmeistaratitilinn sé ekki
lokið.
„Haukar hafa ekki verið að tapa
mörgum leikjum að undanförnu en
ef þeir tapa á Akureyri er allt opið
í þessu. Við eigum enn möguleika
á að ná þeim.“ eirikur@frettabladid.is
Eigum enn möguleika
Valur vann í gær góðan sigur á FH í Kaplakrika og minnkaði þar með forskot
Hauka á toppi deildarinnar í eitt stig. Möguleikar FH á að komast í úrslita-
keppnina rýrnuðu verulega með tapinu og von þeirra er veik.
SJÓÐHEITUR FH-ingum gekk illa að halda aftur af Elvari Friðrikssyni sem skoraði tíu
mörk fyrir Val í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL