Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. mars 2009
Ben Bernanke, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, telur líklegt að
sjá muni fyrir endann á fjár-
málakreppunni síðar á þessu ári
og megi vænta betri tíðar eftir
áramótin. Hann telur að atvinnu-
leysi muni taka síðar við sér og
kunni það að fara yfir tíu prósent
á næstu mánuðum.
Þetta sagði seðlabankastjórinn
í einstöku viðtali í fréttaskýringa-
þættinum 60 mínútur hjá banda-
rísku sjónvarpsstöðinni CBS í
fyrrakvöld. Tuttugu ár eru síðan
seðlabankastjóri vermdi síðast
stólinn hjá CBS. Síðast sat þar
Alan Greenspan, forveri Bernan-
kes, fyrir svörum árið 1989.
Fyrstu batamerki segir seðla-
bankastjórinn verða þegar bankar
nái að tryggja sér fjármögnun.
Bernanke sagði fjármálaheim-
inn hafa verið á heljarþröm eftir
fall bandaríska fjárfestingarbank-
ans Lehman Brothers um miðj-
an september. Þótt margir hafi
verið sannfærðir um að markað-
urinn myndi leiðrétta sig sjálfur,
þá hafi hann sjálfur haft efasemd-
ir um það. „Fall Lehmans sannaði
að stórt alþjóðlegt fyrirtæki má
ekki verða gjaldþrota í miðri fjár-
málakreppu,“ sagði Bernanke og
bætti við, að ekki hafi verið mis-
tök að koma í veg fyrir fall bank-
ans. Seðlabankinn hafi einfald-
lega ekki getað spornað við því.
Sama máli gegni um banda-
ríska tryggingarisann AIG þótt
stjórnendur hafi sýnt af sér því-
líkt ábyrgðarleysi að hann hafi
sjaldan orðið jafn reiður og þegar
stjórnvöld urðu að koma fyrirtæk-
inu til hjálpar.
Að sögn Bernankes var fjár-
málaheimurinn allur á heljar-
þröm fyrrihluta október – á sama
tíma og íslenska ríkið tók yfir við-
skiptabankana þrjá. Samhentar
björgunaraðgerðir hafi hins vegar
komið í veg fyrir algjört hrun.
- jab
ÚR VIÐTALINU Scott Pelley, þáttastjórnandi 60 mínútna, ræðir við Ben Bernanke,
seðlabankastjóra Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Heiminum var forð-
að frá algjöru hruni