Fréttablaðið - 17.03.2009, Qupperneq 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
UPPBOÐSFYRIRTÆKIÐ SOTHEBY’S heldur uppboð
á húsmunum ítalska tískuhönnuðarins Gianni Versace á morg-
un. Þar verða seld húsgögn og listmunir úr húsi Versace við Lake
Como. Talið er að andvirði hlutanna sé tvær til þrjár milljón-
ir punda, en það var rússneskur auðkýfingur sem keypti húsið í
fyrra úr dánarbúi Versace sem lést árið 2007.
Sveinn Guðmundsson, viðskipta-
stjóri hjá Nýherja, tók þátt í
Vasagöngunni í Svíþjóð fyrir
skemmstu, einn af 39 Íslendingum.
Sveinn verður sextugur á þessu ári
og gekk ásamt æskuvini sínum í
tilefni af því.
„Aðdragandinn var sá að Ingv-
ar Einarsson, æskuvinur minn
frá Ísafirði, bað mig að taka þátt
í Vasagöngunni í Svíþjóð með sér
í fyrra, þegar hann varð sextug-
ur,“ útskýrir Sveinn sem kláraði
ekki gönguna í það skiptið vegna
meiðsla. „Í sumar æfðum við
félagarnir því mjög vel, og ýttum
okkur á hjólaskíðum upp brekk-
urnar á göngustígunum í Reykja-
vík og tókum líka þátt í hjólaskíða-
keppnum sem Skíðafélagið Ullur
stóð fyrir.“
Sveinn segir nauðsynlegt að æfa
vel fyrir átökin en Vasagangan er
90 kílómetrar að lengd. Gustav
Vasa Svíakonungur á að hafa
gengið þessa leið árið 1521 á flótta
undan herliði Dana. Árið 1922 var
leiðin gerð að alþjóðlegri skíða-
göngu og það var í 81. skipti sem
hún var gengin sem Sveinn tók
þátt. Hann segir það upplifun að
ganga þessa leið.
„Þetta er sérstök reynsla. Um
15.000 manna hópur ryðst þarna
af stað klukkan átta á sunnudags-
morgni í tíu stiga frosti, allir á
skíðum með stafi. Maður ryðst
með í kösinni fyrsta kílómetrann
og reynir að passa að stafirnir
brotni ekki og að ekki sé troðið á
skíðunum manns. Svo eftir klukku-
tíma puð er maður kominn upp á
hæsta tind göngunnar og þá blasir
við manni fallegt skilti sem segir
manni að það séu 87 kílómetrar
eftir,“ segir Sveinn en það tók hann
um 10 tíma að klára gönguna.
„Maður kemur afskaplega
ánægður í markið. Ég var með
púlsmæli á mér og reiknaði út að
ég hafði brennt um 800 kaloríum
á leiðinni, eða eins og einn maður
brennir á 3 til 4 dögum,“ útskýr-
ir Sveinn sem fékk sér hafragraut
í morgunmat áður en hann lagði í
hann og nærðist meðal annars á
orkudrykkjum og bláberjasúpu á
leiðinni.
„Þegar nær dregur endastöðinni
stendur fólk svo meðfram braut-
inni og gefur þátttakendum app-
elsínur, súkkulaði og kaffi og hvet-
ur fólk áfram, ekki veitir af. Ég
gæti vel hugsað mér að taka aftur
þátt en svo togar Fossavatnsgang-
an á Ísafirði alltaf í mig. Nú er ég
líka kominn í ágætis þjálfun og vil
síður tapa henni niður.“
heida@frettabladid.is
Í fótsporum Svíakonungs
Tæplega fjörutíu Íslendingar gengu á skíðum milli bæjanna Salen og Mora í Svíþjóð í hinni árlegu Vasa-
göngu á dögunum. Gangan er kennd við Gustav Vasa Svíakonung og er um 90 kílómetrar að lengd.
Síðasta æfingin fyrir Vasagönguna. Sveinn til vinstri með æskuvini sínum, Ingvari Einarssyni, sem fékk Svein með sér í Vasagöng-
una í fyrra. MYND/ÚR EINKASAFNI
STA
FGA
NGA
ÁHR
IFAR
ÍK L
EIÐ
TIL L
ÍKAM
SRÆ
KTA
R
Stafgöngunámskeið hefjast 24 mars n.k.
stafgönguþjálfi, 616 85 95.
stafgönguþjálfi, 694 35 71.
Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.
Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.
SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á:
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti húsgögn
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
nÚ RÝMUM VIÐ FYRIR NÝJUM VÖRUM
50%afslátturaf völdum vörum
Hornsófar, tungusófar
sófasett, rúm,
borðstofusett ofl.
aðeins í eina viku
takmarkað magn
Börn og umhverfi
Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl.10-16 sími 554 6626
Námskeið fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri. Kennsla
skiptist á 4 kvöld og fer fram í húsnæði Kópavogsdeildar
Hamraborg 11, 2. hæð, kl. 17-20.
Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og fram-
komu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun
og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun
um slysavarnir og algengar slysabætur í umhverfinu ásamt ítarlegri
kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og
starf Rauða krossins.
Næstu námskeið: Námskeið A – 27.-30. apríl
Námskeið B – 4.-7. maí
Námskeið C – 11.-14. maí
Námskeið D – 25.-28. maí
Námskeiðsgjald er kr. 7500 . Innifalið: Námsgögn, hressing
og skyndihjálparútbúnaður.
Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar.
Þátttakendur fá staðfestingarskírteini að námskeiði loknu.
Skráning fer fram á heimasíðunni www.redcross.is/kopavogur