Fréttablaðið - 17.03.2009, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 17. mars 2009 21
Krist Novoselic, fyrrum bassa-
leikari Nirvana, varaði söngvar-
ann Kurt Cobain við því að nota
heróín. Eiturlyfið hættulega átti
síðar meir eftir að leiða til sjálfs-
vígs hans.
„Þetta var svo mikil sóun.
Þetta var allt út af eiturlyfjun-
um,“ sagði Krist. „Kurt hringdi í
mig í fyrsta sinn sem hann próf-
aði heróín og ég sagði honum:
„Ekki gera þetta. Þú ert að leika
þér að eldinum“,“ sagði hann. „Ég
sagði honum strax mína skoðun.
Ég sagði hluti sem hann vildi
ekki hlusta á og það hafði áhrif á
samskipti okkar.“
Krist varaði
Cobain við
NIRVANA Novoselic varaði Cobain við
því að nota heróín án árangurs.
Jennifer Aniston mun að öllum
líkindum bjóðast hlutverk í næstu
James Bond-mynd. Leikkonan,
sem er fertug, hefur lýst yfir
áhuga sínum á því að leika í mynd
um spæjarann og hefur verið
boðuð í prufu fyrir framhaldið af
Quantum of Solace með Daniel
Craig í hlutverki Bond.
Samkvæmt heimildum slúður-
blaða vestanhafs eru framleið-
endur myndarinnar hrifnir af
Aniston og telja hana hafa allt
sem til þarf í hlutverk Bond-
stúlku, bæði fegurð og gáfur.
Aniston hitti Daniel Craig og kær-
ustu hans, Satsuki Mitchell, fyrir
Óskarsverðlaunahátíðina á dögun-
um og virtist fara vel á með þeim.
Aniston í
Bond-mynd?
BOND-STÚLKA? Jennifer Aniston mun
líklega bjóðast hlutverk í næstu Bond-
mynd, en framleiðendur myndarinn-
ar telja hana hafa allt sem til þarf í
hlutverkið.
Hljómsveitin Tiger Lillies
spila á Listahátíð í Reykja-
vík í vor. Kvikmyndaleik-
stjórinn Valdís Óskarsdóttir
kolféll fyrir þeim í Hamb-
urg.
„Er þetta staðfest? Vá, í alvörunni?“
segir Valdís Óskarsdóttir kvik-
myndagerðarmaður þegar leitað
var viðbragða við þeirri fregn að
hin einstaka hljómsveit Tiger Lillies
væri á leið til landsins. Fréttablaðið
hefur heimildir fyrir því að Lista-
hátíð muni standa fyrir tónleik-
um með þeim í Íslensku óperunni
í lok maí en Guðrún Kristjánsdótt-
ir, kynningarstjóri hátíðarinnar,
neitar að tjá sig um það. „Fljótlega
verður upplýst um glæsilega við-
burði sem verða á hátíðinni í vor,“
segir Guðrún.
Valdís notaðist við tónlist tríós-
ins við kvikmynd sína Sveitabrúð-
kaup. Hún sá þá í byrjun aldar-
innar á tónleikum í Hamborg og
kolféll fyrir þeim. Martyn Jaqu-
es stofnaði Tiger Lillies en á ungl-
ingsárunum bjó hann í íbúð fyrir
ofan vændishús í Soho í London og
svo virðist sem sú reynsla smitist í
hljómsveitina sem varð til tíu árum
síðar, eða 1989. Valdís segir hljóm-
sveitina algerlega einstæða og allir
þeir sem hún kynnir þá fyrir ánetj-
ist. „Lögin þeirra geta orðið nánast
brútal, eru í það minnsta hrein og
bein – ekkert verið að skafa utan
af hlutunum. Þeir eru kaldhæðnir,
ferlega fyndnir. Já, svona „nastí“
húmor sem ég kann vel við.“
Valdís komst á sínum tíma í sam-
band við Tiger Lillies meðal annars
í gegnum rússneska leikstjórann
Serge Mongol sem hún kynntist
eftir að hafa klippt Festen. Og fór
á þeirra fund eftir að hafa spurt
hvort þeir ættu „instrumental“
tónlist en aðallega bjóða þeir upp
á sungna tónlist. Það var ekki en
þeir voru til í að endurvinna tón-
listina. „Ég hitti þá í stúdíói í Lond-
on, sýndi þeim myndbrot og þeir
sömdu við kafla á staðnum. Þetta
eru algerir snillingar,“ segir Val-
dís Óskarsdóttir. - jbg
TIGER LILLIES TIL ÍSLANDS
VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Kolféll fyrir
hljómsveitinni í Hamborg. Stakk upp
á þeim við Listahátíð fyrir löngu en þá
voru þeir allt of uppteknir.
TIGER LILLIES
til landsins.
Þeir semja
tónlist, halda
sýningar sem
eiga engan
sinn líka, taka
upp plötu,
setjast þá
niður til að
semja nýtt
efni. Íslend-
ingar fá að sjá
nýtt efni.