Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 17.03.2009, Qupperneq 30
26 17. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. spil, 6. skóli, 8. mál, 9. gras, 11. kringum, 12. fíflast, 14. tæki, 16. dreifa, 17. farvegur, 18. pota, 20. ónefndur, 21. alþjóðlegur samningur. LÓÐRÉTT 1. ákefð, 3. pot, 4. tala, 5. angan, 7. tilgáta, 10. fley, 13. haf, 15. hófdýr, 16. pumpun, 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. gosi, 6. fg, 8. tal, 9. sef, 11. um, 12. atast, 14. græja, 16. sá, 17. rás, 18. ota, 20. nn, 21. gatt. LÓÐRÉTT: 1. ofsa, 3. ot, 4. sautján, 5. ilm, 7. getgáta, 10. far, 13. sær, 15. asni, 16. sog, 19. at. „Ef ég er ekki að hlusta á þögn- ina eða manninn minn æfa sig á píanóið, er það Rás 1 eða Bítlarnir.“ Sigrún Sól Ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri. „Það þurfti að sauma sjö spor á hökunni og við augabrúnina,“ segir Linda Ásgeirsdóttir leik- kona sem varð fyrir því óhappi að detta illa fram fyrir sig föstu- daginn 13. svo aflýsa þurfti tveimur sýningum á Skoppu og Skrítlu um helgina. „Ég var að hlaupa út í bíl til að sækja manninn minn í vinnuna þegar ég steyptist fram fyrir mig. Þetta var algjör óheppni því það var hvorki hálka né sandur, en ég datt bara þegar ég var að hlaupa niður af gang- stétt. Það voru einhverjir sjón- arvottar sem hjálpuðu mér á fætur, en ég stóð bara upp, sagð- ist ætla að drífa mig upp á spítala og keyrði þangað með heilahristing,“ útskýrir Linda sem hélt þá að hún væri kinnbeinsbrotin og viðurkennir að sér hafi liðið hræðilega illa. „Læknirinn sá strax að ég var ekki brotin, svo ég ætl- aði bara að klambra mér saman og fara að leika um kvöldið, en hann sagði mér að ég mætti ekki gera neitt í þrjá daga. Sem betur fer gat Þrúður Vilhjálms- dóttir komið inn í mitt hlutverk í Fló á skinni um kvöldið, en hún lék sama hlutverk fyrir norðan. Við þurftum hins vegar að fella niður tvær sýningar á Skoppu og Skrítlu um helgina,“ segir Linda. „Það versta sem ég heyri er að mega ekki gera neitt, svo nú er ég að taka því rólega í fyrsta sinn í mörg ár. Ég er ágætlega hjátrúarfull og fékk núna alveg að finna fyrir föstudeginum 13., en þetta er að gróa vel svo vonandi get ég byrjað aftur að leika um næstu helgi,“ bætir hún við og brosir. - ag Datt illa föstudaginn 13. SJÖ SPOR Sauma þurfti sjö spor á höku og við aðra augabrún Lindu eftir að hún datt illa fram fyrir sig föstudaginn 13. mars. Gunnar Karlsson sem starfar í Caoz og hefur getið sér gott orð sem leik- stjóri teiknimynda, til dæmis Litla lirfan ljóta, er nú að vinna að teiknimynd um þrumguðinn Þór. Land og synir, vefrit kvikmynda- gerðarmanna, greinir frá því að nýverið hafi Óskar Jónasson verið ráðinn sem meðleikstjóri Gunnars en um er að ræða fyrstu teiknimynd Caoz í fullri lengd. Gert er ráð fyrir að myndin kosti rúman milljarð og áætlað er að frumsýnt verði á árinu 2011. Til þess er tekið að Hafnfirðingar riðu ekki feitum hesti frá prófkjörshelginni miklu en “Kennedy” Sjálfstæðisflokks- ins, Bjarni Bene- diktsson lagði varaformann- inn Þorgerði Katrínu og Árni Páll Árnason lagði sjálfan bæjarstjóra Hafnfirðinga, Lúðvík Geirsson í prófkjöri Samfylkingar. Klóra Hafnfirðingar sér nú í kolli og spyrja hvað hafi eiginlega gerst. En sérkennilegasta prófkjörið er líklega fyrir norðan hjá Vinstri grænum en Pétur Gunnarsson upplýsti í Silfri Egils að Jón Bjarna- son hefði einn frambjóðenda haft félagsskrána undir hönd- um. Hinum var haldið frá. Framkvæmdastjóri hreyfingarinnar, Drífa Snædal, þykir eiginlega hafa gert illt verra með að upplýsa að þar hafi ekki verið um nýjustu skrána að ræða heldur óupp- færða. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Langar þig í spennandi námsár í Noregi? Lýðháskólinn í Romerike Fremstur í sinni röð í leiklist, tónlist og leikhúshönnun. Enn eru laus pláss í leikmyndahönnun skólaárið 2009/10. • Erum í næsta nágrenni við fl ugvöllinn í Oslo • Skólinn byrjar 23 . ágúst 2009 • Þú verður að vera 18 ára • Hægt er að sækja um skólastyrk til norden@norden.is Sjá heimasíðu skólans: www.romerike.fhs.no Hafðu samband sem fyrst. Sími 004763970910, post@romerike.fhs.no „Ég bjóst ekki við að þetta myndi nokkurn tíma gerast. Að ég lenti í því að klípa í Sóleyju Tómas- dóttur hálfnakta,“ segir Egill Einarsson líkams- ræktarfrömuður sem ýmist gengur undir nöfn- unum Gillzenegger eða Störe. Sá sérstæði atburður átti sér stað í samkvæmi um helgina að leiðir Störe og Sóleyjar Tómas- dóttur borgarfulltrúa og yfirlýsts femínista lágu saman … „og hún bara vippaði sér úr kjólnum og heimtaði fitumælingu. Stóð þarna hálfnak- in fyrir framan Störe.“ Egill og femínistar hafa löngum eldað grátt silfur saman vegna blogg- skrifa þess fyrrnefnda. Reyndar gekk það svo langt að hann var kærður af nokkrum þeirra en málið var látið niður falla. Aðspurður segir Egill atvikið hafa lagst vel í sig en þetta var í einkasamkvæmi. „Var gríðar- lega skemmtilegt og fór vel á með okkur. Hún var í sexí svörtum nærbuxum og brjóstahaldara. Victoria´s Secret eða eitthvað slíkt. Maður hefði haldið að svona grjótharður femínisti væri ekki að klæða sig eins og súper- módel en ég kunni að meta þetta. Kom á óvart. Hún var nefnilega mjög fitt. Og leit gríðarlega vel út,“ segir Störe og er enn hálf undrandi á að hafa lent í þessu – einkum eftir það sem á undan er gengið. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Sóleyju Tómasdóttur í gær sagðist hún ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða þetta atvik í fjölmiðlum. - jbg Gillz fitumælir fáklædda Sóleyju SÓLEY Vill ekki tjá sig um þetta ein- stæða atvik um helgina þegar Gillz fitumældi hana. STÖRE Það kom honum í opna skjöldu að gallharður femínisti væri í undirfötum að hætti súpermódels. Sigurði M. Þorbergsyni var boðið að taka tólfta sætið í Idol-stjörnu- leit Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann ákvað eftir smá umhugsunarfrest að taka því og verður því meðal keppenda í Smáralindinni þann 20.mars. Sigurður fór í gegnum mikla rússíbanareið á föstudags- kvöldinu þegar honum var hafnað í þrígang. Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir þetta hafa verið bestu lausn- ina á mannlegum mistökum. Sigurður var á báðum áttum um hvort hann ætti að þiggja sætið í samtali við Fréttablaðið. En um leið og sú ákvörðun hafði verið tekin var hann sjálfkrafa kominn í fjölmiðlabann, rétt eins og hinir keppendurnir tólf. Óhætt er að segja að síðasti þáttur Idolsins hafi vakið mikla athygli. Að þessu sinni kepptu tíu strákar um fimm laus sæti í úrslit- um Idolsins en fimm stúlkur voru komnar áfram. Og þegar kom að því að tilkynna úrslitin úr síma- kosningunni varð annar kynnir kvöldsins, Sigmar Vilhjálmsson, sambandslaus við upptökuverið. Fyrir mistök tilkynnti hann að Sigurður hefði verið kosinn áfram af áhorfendum heima í stofu. Þetta var leiðrétt í snatri af sam- starfsfélaga Sigmars, Jóhannesi Ásbjörnssyni, og söngvarinn efni- legi varð að bíta í það súra epli að setjast aftur í sófann. Kvöldið var hins vegar ungt, því miður fyrir Sigurð. Því dómnefndin átti enn eftir að velja fimmta og síðasta keppandann. Þau Björn Jörundur, Jón Ólafs og Selma Björnsdóttir horfðu framhjá Sigurði og völdu Stefán Friðrik í hans stað. Gaman- ið var heldur betur tekið að kárna og átti eftir að versna til muna þegar Sigurður var kallaður upp á svið á nýjan leik. Í þetta sinnið kom hann til greina sem Wildcard- keppandi og stóð valið milli hans og Alexöndru Elfu Björnsdóttur. Viti menn, Alexandra var valin en Sigurður sat eftir með sárt ennið. Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, segir þetta hafa verið ótrúlega leiðinlegt. Eftir þáttinn hafi allir aðstandendur þáttarins lagst undir feld og velt því fyrir sér hvernig væri hægt að bæta fyrir þessi mistök. „Þetta var lausnin sem við komumst að og ég held að hún sé sú besta í stöðunni. Nú er Sigurður upp á náð þjóðar- innar kominn og situr við sama borð og allir hinir.“ -fgg SIGURÐUR M. ÞORBERGSSON: FÉKK TÓLFTA SÆTIÐ Siggi verður meðal kepp- enda í Smáralindinni HAFNAÐ Í ÞRÍGANG Sigurður mátti horfa á eftir þremur keppendum á föstudagskvöldið þiggja sæti í Smáralindinni. Honum var hins vegar veitt tólfta og síðasta sætið í gærkvöldi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.