Fréttablaðið - 19.03.2009, Side 32

Fréttablaðið - 19.03.2009, Side 32
 19. MARS 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● nýsköpun Íslenskt þjóðlíf stendur á tímamótum og nýrra úrræða er þörf til að láta viðskiptalífið tifa, blómstra og dafna. „Opin nýsköpun er viðskiptamódel morgundagsins, en í kerfi lokaðr- ar nýsköpunar hafa fyrirtæki verið höll undir að hæfileikarík- asta fólkið vinni aðeins á þeirra vettvangi við að þróa öflugustu hugmyndirnar, sem svo hefur verið mikilvægt að samkeppnis- aðilar komist ekki yfir. Þetta lok- aða umhverfi þarf að opna, því það skapar frekari tækifæri en að halda því áfram lokuðu,“ segir Anna María Pétursdóttir starfs- mannastjóri Vífilfells, sem vakið hefur athygli fyrir umræðu sína um opna nýsköpun í starfandi fyrirtækjum og þörf á breyttu hugarfari. „Það er þörf á breyttu hugar- fari því með auknu samstarfi, sem er lykilþáttur í opinni nýsköpun, eru meiri líkur á aukinni fram- leiðni með því að stytta hugmynd að markaði og minnka þróunar- kostnað, sem er stór þáttur vöru sem kannski hefur ekki markaðs- tækifæri. Því þurfa stjórnendur að breyta hugarfari sínu og taka upp verkfæri opinnar nýsköp- unar til að efla útflutning, vöru, þjónustu og gjaldeyrisskapandi starfsemi,“ segir Anna María og ítrekar að mörg tækifæri felist í samstarfi. „Opin nýsköpun kallar ekki aðeins á breytt hugarfar stjórn- enda, heldur einnig endurskoðun á menntakerfi okkar. Mannauður er ríkur þáttur í opinni nýsköpun og krefst nýrrar hugsunar og mennt- unar í viðskiptafræði og MBA- námi, því nú er þörf á góðum markaðsmönnum sem hafa þekk- ingu og færni í undirstöðuatriðum opinnar nýsköpunar.“ Að sögn Önnu Maríu er mikil- vægasta verkfæri opinnar nýsköp- unar það sem á ensku kallast Liv- ing Lab, en mætti kalla „lifandi tilraunastofu“ í beinni þýðingu. „Living Lab er vettvangur samsköpunar neytenda, fyrir- tækja, háskóla og rannsóknastofn- ana í gegnum virkt og skipulagt tengslanet. Í dag eru mörg öfl- ugustu hátæknifyrirtæki heims virkir þátttakendur í Living Lab, og má þar nefna Nokia, Apple, HP og fleiri. Þá selja fyrirtæki hug- myndir og tækni sem ekki eru partur af þeirra lykilstarfsemi eða spinna úr henni inn í ný fyrir- tæki, en gott dæmi um slíkt spin- off er fyrirtæki sem spratt út úr Philips, ASML, og framleiðir tæki til framleiðslu rafrása og rofa,“ segir Anna María, sem á næst- unni sér fram á opnun fyrstu ís- lensku lifandi tilraunastofunnar, sem Nýsköpunarmiðstöðin er nú með í þróun. „Með Living Lab hér- lendis getum við laðað að okkur stór fyrirtæki og opnað á aukið samstarf og atvinnutækifæri.“ Anna María tekur undir þá heimsspeki Kínverja að í kreppu felist dýrmæt tækifæri til nýsköp- unar og breytts þjóðfélags. Viðskiptamódel morgun Nýsköpunarmiðstöð Íslands setti stafrænu smiðjuna Fab Lab (Fabrication Laboratory) á fót í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar en þar geta einstaklingar og fyrirtæki spreytt sig á því að búa til allt sem hugurinn girnist. „Í smiðjunni sem meðal annars er búin tölvustýrðum fræsivélum, tölvustýrðu leiser-skurðtæki, vín- ilskera og þrívíddarskanna, lærir fólk að nýta sér stafræna tækni og tölvustýrð tæki til að þróa hug- myndir sínar yfir í frumgerð- ir af fullmótuðum vörum,“ segir Frosti Gíslason verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð. Fab Lab er hugarfóstur Neils Gershenfeld prófessors við MIT háskólann í Boston en 37 slíkar smiðjur eru nú starfræktar víða Hugmyndir verða að fullmótuð Hjá Fab Lab eru nokkrir ungir drengir með skemmtilegt taflborð í smíðum en þar er lundinn peð, súlan drottning Atlantshafsins og geirfuglinn konungur. MYND/ÚR EINKASAFNI TENGIR HF. • RANGARVÖLLUM • 603 AKUREYRI S: 460 1300 - LJOS@TENGIR.IS Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.