Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 32
 19. MARS 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● nýsköpun Íslenskt þjóðlíf stendur á tímamótum og nýrra úrræða er þörf til að láta viðskiptalífið tifa, blómstra og dafna. „Opin nýsköpun er viðskiptamódel morgundagsins, en í kerfi lokaðr- ar nýsköpunar hafa fyrirtæki verið höll undir að hæfileikarík- asta fólkið vinni aðeins á þeirra vettvangi við að þróa öflugustu hugmyndirnar, sem svo hefur verið mikilvægt að samkeppnis- aðilar komist ekki yfir. Þetta lok- aða umhverfi þarf að opna, því það skapar frekari tækifæri en að halda því áfram lokuðu,“ segir Anna María Pétursdóttir starfs- mannastjóri Vífilfells, sem vakið hefur athygli fyrir umræðu sína um opna nýsköpun í starfandi fyrirtækjum og þörf á breyttu hugarfari. „Það er þörf á breyttu hugar- fari því með auknu samstarfi, sem er lykilþáttur í opinni nýsköpun, eru meiri líkur á aukinni fram- leiðni með því að stytta hugmynd að markaði og minnka þróunar- kostnað, sem er stór þáttur vöru sem kannski hefur ekki markaðs- tækifæri. Því þurfa stjórnendur að breyta hugarfari sínu og taka upp verkfæri opinnar nýsköp- unar til að efla útflutning, vöru, þjónustu og gjaldeyrisskapandi starfsemi,“ segir Anna María og ítrekar að mörg tækifæri felist í samstarfi. „Opin nýsköpun kallar ekki aðeins á breytt hugarfar stjórn- enda, heldur einnig endurskoðun á menntakerfi okkar. Mannauður er ríkur þáttur í opinni nýsköpun og krefst nýrrar hugsunar og mennt- unar í viðskiptafræði og MBA- námi, því nú er þörf á góðum markaðsmönnum sem hafa þekk- ingu og færni í undirstöðuatriðum opinnar nýsköpunar.“ Að sögn Önnu Maríu er mikil- vægasta verkfæri opinnar nýsköp- unar það sem á ensku kallast Liv- ing Lab, en mætti kalla „lifandi tilraunastofu“ í beinni þýðingu. „Living Lab er vettvangur samsköpunar neytenda, fyrir- tækja, háskóla og rannsóknastofn- ana í gegnum virkt og skipulagt tengslanet. Í dag eru mörg öfl- ugustu hátæknifyrirtæki heims virkir þátttakendur í Living Lab, og má þar nefna Nokia, Apple, HP og fleiri. Þá selja fyrirtæki hug- myndir og tækni sem ekki eru partur af þeirra lykilstarfsemi eða spinna úr henni inn í ný fyrir- tæki, en gott dæmi um slíkt spin- off er fyrirtæki sem spratt út úr Philips, ASML, og framleiðir tæki til framleiðslu rafrása og rofa,“ segir Anna María, sem á næst- unni sér fram á opnun fyrstu ís- lensku lifandi tilraunastofunnar, sem Nýsköpunarmiðstöðin er nú með í þróun. „Með Living Lab hér- lendis getum við laðað að okkur stór fyrirtæki og opnað á aukið samstarf og atvinnutækifæri.“ Anna María tekur undir þá heimsspeki Kínverja að í kreppu felist dýrmæt tækifæri til nýsköp- unar og breytts þjóðfélags. Viðskiptamódel morgun Nýsköpunarmiðstöð Íslands setti stafrænu smiðjuna Fab Lab (Fabrication Laboratory) á fót í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar en þar geta einstaklingar og fyrirtæki spreytt sig á því að búa til allt sem hugurinn girnist. „Í smiðjunni sem meðal annars er búin tölvustýrðum fræsivélum, tölvustýrðu leiser-skurðtæki, vín- ilskera og þrívíddarskanna, lærir fólk að nýta sér stafræna tækni og tölvustýrð tæki til að þróa hug- myndir sínar yfir í frumgerð- ir af fullmótuðum vörum,“ segir Frosti Gíslason verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð. Fab Lab er hugarfóstur Neils Gershenfeld prófessors við MIT háskólann í Boston en 37 slíkar smiðjur eru nú starfræktar víða Hugmyndir verða að fullmótuð Hjá Fab Lab eru nokkrir ungir drengir með skemmtilegt taflborð í smíðum en þar er lundinn peð, súlan drottning Atlantshafsins og geirfuglinn konungur. MYND/ÚR EINKASAFNI TENGIR HF. • RANGARVÖLLUM • 603 AKUREYRI S: 460 1300 - LJOS@TENGIR.IS Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.