Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Síða 5
hreinsunareldur sem þeir gengu í gegnum og
nýbylgjan í þýskri leikritun með fólk á borð við
Deu Loher, Fritz Kater og Marius v. Mayen-
burg spratt upp í kjölfarið.“
Efni og form haldast sterkt í hendur
Hvað með höfundinn sem mótanda formsins, ef
honum er einungis ætlað að semja formlausan
texta sem leikstjóri tekur síðan að sér að móta
með aðferðum leikhússins?
„Ég skrifa mína leiktexta undantekningar-
laust með það í huga að leikarar og leikstjóri
eigi að hafa úr miklu að moða. En í mínum huga
helst efni og form sterkt í hendur og sem leik-
skáld ætti ég erfitt með að semja texta og af-
henda hann hráan til mótunar. Mín ánægja af
leikritun er fólgin í því að vinna út frá per-
sónum og þeim ótal möguleikum sem fylgja
hrynjandi textans. Það kallar auðvitað á ákveð-
ið form sem maður vill að áhorfandinn finni fyr-
ir. Ég hef verið sáttur við meðhöndlun beggja
minna verka í Þjóðleikhúsinu þar sem sami
leikstjóri stýrði báðum uppsetningum. Í Kaffi
var ég talsvert viðstaddur æfingar og fylgdist
vel með, en ég gat ekki hugsað mér að sitja
þannig yfir leikhópnum við æfingar á Vegurinn
brennur.“
Hvers vegna?
„Mér fannst verkinu lokið af minni hálfu og
vildi leyfa hópnum að uppgötva það án mín.
Treysti þeim alveg til þess.“
Hvað vildirðu segja með Vegurinn brennur?
„Mig langaði til að skrifa stórt leikrit þar sem
margir þræðir væru spunnir samtímis og að
það væri einhvers konar spegill okkar íslenska
samtíma. Verk um persónur sem þurfa að við-
halda risastórri blekkingu og eru ómeðvitað að
fórna því sem þeim er í raun kærast. Það er
reyndar alltaf hættulegt í leikhúsi að tefla fram
viðamiklum leikritum og í Veginum var fók-
usinn færður ótt og títt á milli persóna. En ég
hef alltaf haft áhuga á leikritum þar sem marg-
ir þræðir eru teknir upp og þeir eru spunnir
áfram út sýninguna.“
Varstu kannski með efni í fleira en eitt leik-
rit?
„Já, vafalaust hefði ég getað unnið þrjú leik-
rit úr þessu efni en mér fannst það rekið áfram
af persónunum og ég leyfði þeim að teyma mig
þangað sem þær vildu fara. Persónurnar eiga
sér allar stóra sögu í leikritinu og þurfa sitt
rými til að segja hana.“
Getur verið að hið litla svið Smíðaverkstæð-
isins hafi þrengt að verkinu?
„Já, ég held að þetta hefði átt að vera á stóra
sviðinu. Það var reyndar lengi vel ætlunin að
setja það upp þar en sú áætlun breyttist. Ég
skrifaði verkið fyrir stórt svið. Það vantaði visst
andrými í sviðsetninguna sem hefði fengist
bara hreinlega með fleiri fermetrum og rúm-
metrum! Og vafalaust leið verkið eitthvað fyrir
þetta.“
Höfundur og dramatúrg
Íslensk leikskáld eiga sjaldan möguleika að sjá
verk sín nema í einni sýningu. Uppsetningin er
sýningin. Höfundurinn situr uppi með sýn-
inguna og eftir á gæti hann hugsað að það væri
forvitnilegt að sjá verkið sett upp aftur á ger-
ólíkan hátt.
„Ég vildi gjarnan eiga þann möguleika að sjá
leikritin mín í fleiri uppfærslum, þótt maður
væri líklega kominn annað í hugsun sinni. Ég
hef t.d. forðast það að vinna í leikritunum eftir
að þau hafa verið frumsýnd. Það er svolítið eins
og að krukka í eitthvað sem maður hefur ekki
lengur tilfinningu fyrir. Kannski er maður líka
að bregðast við þeirri staðreynd að við eigum
sjaldan möguleika á að sjá verk okkar nema í
einni sýningu; maður getur ekki dvalið við orð-
inn hlut og verður að halda áfram að vinna.“
Tvær meginlínur sem höfundar vinna eftir
eru að annars vegar leggja þeir fram fullbúið
handrit sem er grunnurinn að þeirri vinnu sem
síðan fer fram í leikhúsinu og hins vegar kemur
höfundurinn að verkefninu jafnfætis leik-
hópnum og hans framlag á sér stað nánast sam-
tímis þeirra. Hans hlutur er ekki meiri frum-
sköpun en þeirra.
„Höfundur getur vissulega unnið þannig:
verið með ákveðið framlag og haldið utan um
handritið sem verður til. Þetta er hrein og klár
dramatúrgíuvinna.“
Þú hefur sjálfur unnið talsvert sem drama-
túrg við uppsetningar verka annarra höfunda.
Hvernig tekst þér að leggja höfundinn í þér til
hliðar?
„Höfundarvinna og dramatúrgía tengjast
náttúrlega sterkum böndum. Stundum er erfitt
að sjá hvar annað endar og hitt byrjar. Sem
dramatúrg verður maður auðvitað að hafa ein-
lægan áhuga á verkefninu, rétt eins og höfund-
urinn sem skrifaði það. Dramatúrginn vinnur
jöfnum höndum með höfundi og leikstjóra og
gegnir ákveðnu eftirlitshlutverki á æfingatíma
verksins. Framan af er verið að svara grund-
vallarspurningum um hvert sé erindi verksins
og hvað leikhópurinn ætli sér með uppsetning-
unni. Svörin liggja í texta höfundarins og það
þarf að greina hann í samvinnu við leikstjóra og
leikara. Svo fer leikstjórinn auðvitað að hafa
meiri áhuga á vinnunni með leikurunum og þarf
í ofanálag að leysa hin og þessi tæknilegu
vandamál. Þá er það hlutverk dramatúrgsins að
gæta þess að hinar upphaflegu hugmyndir týn-
ist ekki. Hann verður eins konar samviska sýn-
ingarinnar og tekur að sér hlutverk varðhunds-
ins. Stundum er enginn að hlusta á geltið í
manni og alls ekki seint á æfingatímabilinu! Í
raun kemur dramatúrginn ekki aftur að notum
fyrr en alveg undir lokin, þegar farið er að
renna sýningunni.“
En það er eðli þessa starfs, að verða á end-
anum að víkja.
„Algjörlega og maður á virða það bæði sem
höfundur og dramatúrg þegar þeim punkti er
náð í vinnu leikstjórans og leikaranna að þeir
hafa gert verkið að sínu og þurfa ekki lengur á
höfundinum að halda. Þá á hann að draga sig í
hlé. Verki hans er lokið. Maður hefur heldur
engan áhuga á að fara inn í frumsýningarviku
og finnast maður eiga eftir að skrifa eitt eða tvö
atriði.“
Staða leikritahöfundarins er í rauninni mjög
sérstök þar sem hann er fullkomlega háður
þeim millilið sem leikhúsið er til að verk hans
nái til áhorfenda. Án leikhússins er leikritið
ekki annað en tillaga að einhverju sem gæti
orðið.
„Einmitt þess vegna hef ég mjög ákveðnar
efasemdir um að leikrit eigi að flokka sem bók-
menntir. Jafnvel þótt verk Shakespeares séu
fallegur texti þá birtist stórfengleiki þeirra sem
listaverka ekki fyrr en þau eru komin á svið.
Tónlist lifnar ekki þótt þú getir lesið nótur á
blaði. Það þarf að spila nóturnar, syngja þær.
Túlkunarmöguleikar á leikriti eru þó óend-
anlega margir og um það vitna auðvitað ger-
ólíkar uppfærslur á sama leikritinu.“
Hversu miklu máli skiptir það fyrir þig að
vita fyrir hvern og hvaða svið þú ert að skrifa?
„Það skiptir mig talsverðu máli núna en gerði
það ekki áður. Ég þarf ekki að vita beinlínis
hverjir muni leika í verkinu en ég vil t.d. vita
hvort verkið er hugsað fyrir stórt svið eða lítið.
En allar upplýsingar eru vel þegnar, svo sem
hver eigi að leikstýra, því þá er leikstjórinn orð-
inn viðmælandi manns þótt verkið sjálft þurfi
ekki að vera til umræðu.“
Ekki fleiri leikgerðir í bili
Leikgerðirnar tvær eftir sögum Böðvars Guð-
mundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré,
hafa vakið athygli en þó farnaðist þeim misjafn-
lega. Líturðu á þær sem hluta af höfundarverki
þínu?
„Þær eru það, að einhverju leyti; ég lagði
mikla vinnu í þær og reyndi að skapa leikverk
úr texta Böðvars. Þetta er auðvitað einhvers
konar iðnaður; maður er fenginn í krafti leik-
húskunnáttu sinnar til að fella frásögn í leik-
hæfan búning en hugmyndir textans eru aldrei
manns eigin, heldur upprunalega höfundarins,
og því verður þetta gerólíkt því að frumsemja
leikrit. Ég hef satt að segja verið mjög hugsi
eftir þessar tvær leikgerðir og hef ekki hug á að
gera fleiri í bili.“
Hvers vegna ekki?
„Þetta hefur í fyrsta lagi tekið hálft annað ár
af starfsævinni og í fyrra tilfellinu tókst vel til,
en í hinu síðara tókst ekki eins vel til, þrátt fyrir
að sömu aðferðum hafi verið beitt við þróun
beggja verkefna. Við Híbýli vindanna náðist
upp góður vinnuandi og allir unnu að sömu sög-
unni og lögðust á eitt við að koma henni á svið. Í
síðara tilfellinu, Lífsins tré, höfðum við einnig
mjög góða tilfinningu fyrir verkefninu lengi
framan af, en skyndilega runnu á okkur tvær
grímur og það var ljóst að þetta var ekki að
gera sig. Leikhúsvinna snýst vissulega mjög
mikið um að halda ró sinni allt til frumsýningar.
Sjálfur veit ég ekkert verra en þegar uppsetn-
ingarvinna leysist upp í angist á síðustu metr-
unum, því hysteríudyrnar standa opnar upp á
gátt í hvert sinn sem æfing hefst og mér finnst
mikilvægt að fólk æði ekki inn um þær, enda
ekkert sem segir að maður rati út aftur. En
hvað varðar Lífsins tré fór ég allt í einu að efast
um eigin hyggindi; hvort það gæti verið að mað-
ur hefði hjúpað sig einhvers konar sjálfsblekk-
ingu í of langan tíma og misst sjónar á verkefn-
inu. Óþægileg tilfinning, sem maður verður
samt að horfast í augu við og vinna úr.“
En hvað á að gera þegar svo langt er komið í
vinnunni? Oft spyr fólk þegar frumsýning er af-
staðin: Hvers vegna var verið að gera þetta?
Vantar kannski einhvers konar listrænt gæða-
eftirlit í leikhúsið, svo maður grípi til vinsælla
frasa.
„Það getur vel verið, en mótsögnin í leik-
húsvinnunni er sú að þetta er í senn listræn
sköpun og framleiðsla sem ekki er svo auðvelt
að stöðva þegar hún er komin af stað. Við verð-
um hins vegar að hugsa um listrænu hliðina og
hafa kjark til þess að hætta við, eða fresta sýn-
ingum sem vitað er að eru ekki tilbúnar.“
Á þá að gefa sér lengri tíma til umhugsunar
og undirbúnings áður en framleiðslan hefst?
„Já. Hins vegar vil ég líka nefna það, að við
gerum oft fráleitar kröfur til hverrar leiksýn-
ingar. Hver sýning sem kemur upp á íslensku
leiksviði er í rauninni krafin um að verða vin-
sælasta leiksýning í heimi og fullkominn list-
rænn sigur. Það er ekki alltaf hægt að mæla all-
ar sýningar með sömu stikunni. Og maður
rekur sig aftur á það hversu smátt samfélagið
er þrátt fyrir mikla grósku í leikhúslífinu. Við
verðum að mæðast í mörgu og komumst ekki
upp með að einbeita okkur að ákveðnum af-
mörkuðum þáttum leiklistarinnar. Þetta á ekki
síður við okkur leikskáldin en aðra leik-
húslistamenn.“
Mörg járn í eldinum
En hver finnst þér vera afstaðan til leikskálda í
dag?
„Mér finnst hún hafa breyst og breytingin er
fólgin í því að áður voru íslensk leikrit með-
höndluð eins og veikt bergmál af einhverju
öðru betra sem alvöru menn væru að gera í út-
löndum. Þetta er horfið og ég fann það strax
1998 þegar við fórum með sýninguna á Kaffi til
Bonn á tvíæringinn þar sem sýnd voru ný evr-
ópsk leikrit, að okkar framlag stóð og stendur
jafnfætis öðru sem verið er að skrifa í álfunni.
Fólk hváir ekki þegar maður segist vera leik-
skáld. Það er tekið gott og gilt.“
Bjarni er með mörg járn í eldinum um þessar
mundir. Hann er að skrifa leikrit sem sett verð-
ur upp í Þjóðleikhúsinu haustið 2007 og vinnur
einnig að því að skrifa þríleik fyrir útvarp.
„Það er í fyrsta sinn sem ég skrifa sér-
staklega fyrir þennan miðil; þrjú leikrit sem
gerast á þremur ólíkum stöðum í Reykjavík og
tengjast lauslega. Síðan vann ég leiktexta upp
úr bókinni hans Sjóns, Augu þín sáu mig, og
vonast til þess að það verði hljóðverk úr öllu
saman. Ég vann í samstarfi við hljómsveitina
Múm verkið Svefnhjólið, byggt á samnefndri
sögu Gyrðis Elíassonar. Verkið hlaut Norrænu
útvarpsverðlaunin 2004 og við fylltumst frekari
eldmóði; ákváðum að leggja til atlögu við Sjón.
Vonandi getum við beint kröftum okkar að því
verkefni í ár.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Vegurinn brennur Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir.
Morgunblaðið/Golli
Útvarp Bjarni hlaut Norrænu útvarpsverðlaunin 2004 fyrir leikverk sitt eftir Svefnhjóli Gyrðis Elíassonar.
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. febrúar 2006 | 5