Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Qupperneq 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. febrúar 2006 | 7 Enidar sýndu ekki veruleika minn þar sem fólk þurfti stundum að létta á sér og þegar ég reyndi að endurspegla veruleika bókanna fór allt í vitleysu. Íbúar Reykjavíkur á 8. ára- tugnum vildu ekki að stelpa njósnaði um þá og eini maðurinn í götunni sem gat talist varaþunnur var Gunnar, frændi minn, sem aldrei gerði flugu mein. Íslenskir rithöfundar skrifuðu ekki mikið um venjulegar stelpur í venjulegu reykvísku hverfi á 8. áratugnum. Enn ríkti sá hugs- unarháttur að borgin væri ekki svo merkileg að ástæða væri til að leggja hana undir heilu barnasögurnar auk þess sem sveitin hefur alltaf þótt mun heilnæmari fyrir börn. Því fannst höfundum fara best á því að senda þau þangað strax í sögubyrjun ef þau bjuggu þar ekki þá þegar. Ekki þurftu sögupersónurnar annað en að hnjóta þar um þúfu til að lenda í ævintýrum. Inn á milli bóka Enid Blyton las ég því reiðinnar býsn af sögum sem gerðust úti í sveit og einhverra hluta vegna finnst mér furðumargar af erlendu bókunum sem ég las og höfðu verið þýddar yfir á íslensku líka hafa gerst úti á landi. Að minnsta kosti virtust stelpurnar allar hafa getað verið systur Heiðu og geta rakið ættir sínar til Betlehem. Þær flæktust á eftir geitum í fjalllendi á milli þess sem þær gáfu blindum sýn og lömuðum mátt. Áhrifin af öllum sveitasögunum létu ekki á sér standa því fyrsta sagan sem ég samdi, þá átta ára gömul, gerðist ekki á malbikinu, heldur í sveit. Efnið var heldur lítilfjörlegt því hún fjallaði um hrafn sem var að stríða hundi. Þetta var ekki bara rislítil saga, heldur líka örstutt. Það háði mér nefnilega hvað ég þekkti lítið til í sveitum landsins – þrátt fyrir allan bókalesturinn. Ekkert þekkti ég heldur til hunda því á þessum tíma var hundahald, líkt og bjórinn, bannað í Reykjavík. Næsta F yrsta myndabókin fyrir börn sem gefin var út á Íslandi kom út árið 1853. Hún var á fræði- legum nótum og fjallaði meðal annars um framandi dýr, sög- ur úr Biblíunni og ánauð danskra bænda, enda eflaust þýdd úr dönsku þótt ekki hafi þótt ástæða til að geta þess. Í formála bókarinnar var aðeins tekið fram að myndirnir ættu „að vekja lestrarlöngun barna, skemmta þeim og fræða þau um ým- islegt“. Um miðja þarsíðustu öld þótti börn- um líklega ánauð danskra bænda áhugaverð- ari en jafnöldrum þeirra þætti nú, enda alin upp í bændasamfélagi og landið að auki undir danskri stjórn. Kannski hlakkað hafi í krökk- unum að vita að dönsk alþýða hefði það síst betra en sú íslenska. Samt er ég viss um að þeir hefðu alveg viljað heyra sögu um eitthvað allt annað hefðu þeir verið spurðir en á þess- um tíma voru börn örugglega aldrei spurð um neitt. Það veit enginn hvaða skoðanir börn um miðja 19. öldina höfðu, hvort þeim fannst skemmtilegra að passa kindur eða raka í flekki, eða hvort þeim fannst það yfirhöfuð skemmtilegt. Þetta var áður en börn fóru að blogga um tíðindi úr eigin sálarkirnum og voru fengin til að yrkja ljóð á mjólkurfernur eins og tíðkaðist hér um tíma. Hefði ég verið spurð þegar ég var lítil hvað mig langaði mest til að lesa um hefði ég ef- laust svarað að mig langaði til að lesa um stelpu sem bjó í venjulegu hverfi í Reykjavík, átti venjulegar vinkonur og gekk í venjulegan skóla. „Venjuleg“ þýddi auðvitað að hún átti að vera sem líkust sjálfri mér en það hefði ég aldrei þorað að viðurkenna. Þessi venjulega stelpa mátti alveg lenda í óvenjulegum að- stæðum en hún varð að leysa úr þeim á venjulegan hátt. Enga töfrasprota eða tindil- fættar álfkonur, takk, heldur bara gamla góða hyggjuvitið. Raunsæið hefði verið góð tilbreyting frá öllum dularfullu göngunum, hellunum og öðrum freudískum náttúru- undrum sem varaþunnir menn frá Wales lok- uðu heilu systkinahópana inn í í bókum Enid Blyton. Hvar ætli þau pissi? spurði ég sjálfa mig oft að þegar börnin höfðu verið lokuð dögum saman inni í einhverri prísundinni. Enid var allt of siðsöm til að fara að svara slíkum spurningum sem er samt undarlegt því börnin í sögunum hennar drukku heil ósköp af því sem þýtt var með orðinu „rót- arbjór“. Á uppvaxtarárum mínum var bjór bannaður hér á landi en í enskum sveitum sátu börn og svoleiðis svolgruðu hann í sig. Síðan bjór var leyfður hefur áfengisdrykkja aukist til mikilla muna og ekki að efa að þar kenni áhrifa frá bókum Enidar. Við höldum enn að þetta sé bara eitthvert gos. Bækur saga sem ég samdi fjallaði um stelpu sem fór á skauta og hitti tröll. Tröll voru ekki bönnuð í Reykjavík á þessum tíma þótt þau væru sjaldséð. Stelpan og tröllið spjölluðu lítillega saman og skautuðu smá áður en þau fóru hvort til síns heima, rétt eins og ég sá fyrir mér að myndi gerast ef ég hitti tröll. Varla færi ég að bjóða því með mér heim. Mömmu var nógu illa við að vinkonur mínar gistu. Þegar ég skrifaði fyrstu skáldsöguna fyrir börn, Marta smarta sem kom út árið 2002, ákvað ég að skrifa um það sem mig langaði til að lesa þegar ég var lítil, ofurvenjulegan ís- lenskan krakka sem lendir í óvenjulegum að- stæðum. Því fannst mér líka mikilvægt að sagan gerðist í Reykjavík, borginni sem ég þekki, og að það sæist skýrt og greinilega. Jóladýrin, sem er önnur barnabókin mín, sker sig ekkert frá þeirri fyrri að þessu leyti. Í upphafi átti aðalsöguhetjan að heita Pétur en ég hvarf snarlega frá því þegar það rann upp fyrir mér að það hljómaði eins og bókin hefði verið þýdd en í erlendum bókum er fjöldinn allur af Pétrum, Axelum, Önnum og Maríum. Ekki man ég eftir neinum sem hefur heitið Viðar. Brian Pilkington var fenginn til að gera myndirnar við söguna og var ég mjög ánægð með það, enda er hann bæði reyndur og hæfi- leikaríkur. Að fáeinum mánuðum liðnum fékk ég loks að sjá verkið fullklárað. Og þar var allt sem mig langaði til að væri í bókinni, snjókoman, jólaskreytingarnar í miðbænum, tilboðsmerkingarnar í búðargluggunum og peysan hans Viðars sem liggur á ofninum lík- lega vegna þess að hann hefur ekki rennt upp úlpunni sinni og snjóað hefur inn á hann. Síð- an hafði Brian ekki skilið orðið húnn þegar talað var um ísbjarnarhún og þess í stað teiknað risastóran ísbjörn sem var auðvitað miklu flottara. Brian fannst Jóladýrin góð saga en hafði samt orð á því að bókin yrði aldrei seld til Taívan. Ástæðan var einföld, bókin var of ís- lensk. Ekki var nóg með að Viðar fengi í skó- inn, heldur mætir líka íslenskur jólasveinn í leikskólann hans. Mig langaði til að lestur bókarinnar stytti börnunum biðina fram að jólum og það myndi ef til vill skapa hjá þeim jólastemmningu að taka bókina alltaf fram á aðventunni. Þá er til siðs á mörgum íslensk- um heimilum að lesa kverið með vísum Jó- hannesar úr Kötlum um jólasveinana 13 en þar er því lýst hvernig þeir pína bæði menn og dýr og hvernig jólakötturinn étur börn sem ekki fá föt í jólagjöf. Það eru grimm skilaboð í landi þar sem himinhár virðis- aukaskattur er á barnafötum. En hver þjóð heldur jólin á sinn hátt og ef til vill voru íslensku jólasiðirnir sem ég hleypti inn í söguna dýru verði keyptir. Að minnsta kosti hef ég ekki orðið vör við að ta- ívanska þjóðin hafi falast eftir útgáfu á Jóla- dýrunum. Ég velti því fyrir mér hvort mér bæri að taka tillit til mögulegrar útgáfu úti í hinum stóra heimi og skella amerískum kóka- kólajólasveini inn í söguna í stað þess íslenska en ákvað að lokum að halda tryggð við sjálfa mig þegar ég var lítil því þá hefði ég alveg örugglega viljað hafa hann íslenskan. Það er allt í lagi að hafa eina þannig bók í bókahill- unni innan um öll útlensku samprentin þar mylluhjól snúast, hunangsflugur suða og borðaðar eru graskersbökur út í það óend- anlega. Útgáfustjórinn minn studdi ákvörðun mína en hún er líka fyrrverandi formaður fé- lags herstöðvaandstæðinga svo annað hefði verið undarlegt. Eftir stendur samt spurningin hvort ég hefði viljað lesa söguna um Jóladýrin þegar ég var lítil. Jú, líklega, samt get ég ekki full- yrt um það. Til að vera alveg örugglega viss um að ég sé að skrifa fyrir lesendur mína ætti ég að auðvitað að spyrja börn hvað þau vilji lesa um en af ljóðunum á mjólkurfernunum að dæma eru enn lesnar huggulegar sveita- sögur fyrir þau þar sem sólin skín og ærnar jarma og þeim finnst þau þurfa að yrkja í sama stíl – alveg eins og ég þegar ég skrifaði um hrafninn sem stríddi hundinum. Að minnsta kosti virðist ljóðheimur þessara krakka ekkert hafa breyst frá því á 19. öld þótt þeir hafi sterkari þumalfingurvöðva af öllum sms-sendingunum en allar aðrar kyn- slóðir á undan. Gikkfingurinn sem Finnar komu sér upp í Vetrarstríðinu er ekkert á við þumalfingurinn sem nú veður uppi. Ef fleiri höfundar en ég skrifa fyrir barnið sem þeir eitt sinn voru er hætt við því að barnabækur séu dæmdar til að vera alltaf einni kynslóð á eftir, þær verði griðland horf- ins heims. Samt hef ég engar áhyggjur af því þar sem ég get ekki séð að börn breytist svo mikið frá kynslóð til kynslóðar. Þau virðast alltaf til í að heyra sögur af öðrum börnum að glíma við sömu tilfinningarnar og þau sjálf. Það sem meira er þá er ekki heldur jafnmikill munur á börnum og fullorðnum og af er látið. Ég er örugglega ekki eina manneskjan sem hefur horft á Survivor og velt því fyrir sér hvar vesalings fólkið pissi eiginlega. Venjuleg saga um venjulegan dreng Nú stendur yfir sýning í Norræna húsinu á norrænum myndabókum fyrir börn. Sýndar eru stækkaðar myndir úr bókum með upplýs- ingum um höfunda og teiknara og samstarf þeirra og síðan eintök af bókunum. Grein- arhöfundur á verk á sýningunni og fjallar hér um tilurð þess og samstarfið við teikn- arann. Höfundur er rithöfundur. Eftir Gerði Kristnýju gkristny@simnet.is Morgunblaðið/Kristinn Hvað vilja börn lesa? „Til að vera alveg örugglega viss um að ég sé að skrifa fyrir lesendur mína ætti ég auðvitað að spyrja börn hvað þau vilji lesa um en af ljóðunum á mjólkurfernunum að dæma eru enn lesnar huggulegar sveitasögur fyrir þau þar sem sólin skín og ærnar jarma ...“ Ævisaga Stephans G. Stephans-sonar eftir Viðar Hreinsson erheillandi í nákvæmni sinni,mann varðar um allt, sem segir frá honum, stórt og smátt. Nú orðið er Stephan svo sjaldan nefndur manna á meðal, að út- varpsþulir kunna ekki að bera nafn hans fram. Í ævisögunni má sjá, hvernig hann hefur þreifað sig áfram með stafsetningu nafnsins, þar eð hin nýja þjóð- tunga átti ekki stafinn á. Mér sýnist því af því, hvernig stafsetning Stephans á eiginnafninu breyttist, að hann hafi viljað koma í veg fyrir, að framburðurinn yrði stív. Framburðurinn átti alls ekki að verða með p, eins og þulum hættir nú til. Hér á landi og meðal landa vestra var borið fram, eins og skrifað væri Stefán G. Stefánsson. Drykkjufélagar Árið 1975 var íbúðarhús Stephans í Marker- ville afhent Alberta-fylki til varðveislu við at- höfn á staðnum. Þangað fjölmenntu Íslend- ingar, meðal annars var ferð héðan á vegum samtaka bænda. Þar flutti Rósa dóttir hans, sem hafði hlotið að kenna sig við mann sinn að landssið, og hét Benediktson, ræðu bæði á gamla og nýja málinu, á sérlega þokkafullan hátt. Síðan var fólki boðið að skoða húsið, og Rósa kynnti húsakynni. Ég naut leiðsagnar hennar í mannþrönginni, en átti ekki við hana nein orðaskipti. Kona í hópnum spurði Rósu, hvers vegna þau Stephan hefðu flutt svona oft búferlum. „Það var til að flýja undan drykkju- félögunum,“ sagði Rósa. – Þessi frásögn er öðru vísi á bls. 306 í fyrra bindi ævisögunnar og í aftanmálsgreininni á bls. 431, og munar þar miklu, þegar túlka skal hana, því heldur maður nokkur, sem veit, hvað er að eiga drykkju- félaga, fram við mig. Helgisaga Gunnar Valdimarsson frá Teigi segir frá. Ég var næturvörður á Kjarvalsstöðum 1972- 77. Það var eitt sinn snemma morguns, að kona kom og knúði dyra. Hún kvað sér liggja á að fá að sjá sýningu Kjarvals, en það mætti ekki dragast, þar sem hún ætti að fara með flugvél sama dag til Vesturheims. Ég opnaði fyrir henni, þótt það mætti eiginlega ekki á þeim tíma dags. Hún talaði íslensku með hreim, svo ég spurði hana, hvort hún hefði dvalist lengi er- lendis. „Ég er Vestur-Íslendingur, ég er Al- berta-Íslendingur,“ svaraði hún. Hefurðu þá séð Klettafjallaskáldið? spurði Gunnar. „Ég er Rósa, yngsta dóttir hans.“ Útvarpið var opið, og um leið og hún sleppti orðinu, kynnti þulur, að nú syngi Guðmundur Jónsson „Þó þú lang- förull legðir“, en við hlustuðum með tárin í aug- unum, sagði Gunnar. Smámunir um Stephan G. Höfundur er fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni. Eftir Björn S. Stefánsson bsst@simnet.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.