Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 11 FRÉTTIR HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði sveitar- stjórnarmál, varnarmál og alþjóða- mál að umræðuefni í ræðu sinni á vorfundi miðstjórnar flokksins í gær. Hann vék í upphafi ræðu sinnar að miklum árangri ríkisstjórnarinnar allt frá árinu 1995; sagði að hér væri lítið atvinnleysi, hagvöxtur hefði ver- ið 4,5% að meðaltali á ári í áratug og kaupmáttur og ráðstöfunartekjur heimilanna hefðu aukist á 10 árum um rúm 60% sem væri einsdæmi í Ís- landssögunni. Halldór sagði raunaukningu ríkis- útgjalda hafa verið 20% sl. 10 ár en útgjöld til menntamála hefðu aukist um 60%, til heilbrigðismála hefði aukningin verið tæp 50% og til al- mannatrygginga og annarra velferð- armála um 40%. Þetta sagði hann sýna að menntamál, heilbrigðismál og önnur velferðarmál hefðu verið í öndvegi hjá ríkisstjórninni. Halldór vék að varnarmálunum og rifjaði upp ummæli sín frá síðasta miðstjórnarfundi að væru Banda- ríkjamenn á því að hér þyrfti ekki sýnilegar varnir og þeir myndu ekki vilja standa að slíku þá yrðu þeir að láta það uppi. Hann sagði framkomu þeirra að undanförnu vonbrigði, nú væru við- ræður hafnar en ekkert nýtt komið fram. Það yrði fyrst eftir mánuð sem eitthvað nýtt kæmi fram og eftir það gætu Íslendingar fyrst ráðfært sig við önnur ríki Atlantshafsbandalags- ins og leitað hugsanlega annarra leiða í öryggismálum ef fullnægjandi niðurstaða fengist ekki með Banda- ríkjamönnum. Hann sagði starfandi hóp í flokknum sem fjallaði um Evr- ópumál og stofna yrði annan hóp um varnar- og öryggismálin. Hann sagði brýnt að geta talað um það sem máli skipti varðandi framtíð landsins, hvort sem það varðaði Evrópu eða Bandaríkin. Formaðurinn sagði að í samstarfi flokkanna í Reykjavíkurlistanum hefði Framsóknarflokkurinn ekki síst komið því til leiðar að bærilega hefði gengið hjá þessum flokkum að taka ákvarðanir. Hann yrði þó að játa að undanfarnar vikur hefði gætt mikið „umræðustjórnmálanna hjá R-listanum og ég vil þá sérstaklega nefna Sundabraut,“ sagði Halldór. Sundabraut í einum áfanga Formaðurinn minnti á að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að ráðast í lagningu Sundabrautar í einum áfanga. „Nú kemur allt í einu for- ystumaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og segir að það hafi ekki verið gert og leggur til að brautin verði minnkuð þannig að hún verði bara tvær akreinar til þess að geta komist alla leið eins og hann orðar það og kemur með einhverjar allt aðrar útfærslur á þessum mikilvæga vegi,“ og bætti við að brautin skipti ekki aðeins Reykvíkinga máli heldur íbúa á Vestur- og Norðurlandi. „Og ef menn fara með umræðuna svona út og suður þá verður ekkert úr mál- um.“ Formaðurinn sagði framsóknar- menn í Reykjavík hafa talið að leið um botngöng væri heppilegust og taldi það rétt vera. Hún væri dýrari en ríkisstjórnin hefði aldrei sagt að ekki kæmi til greina að fara dýrari leið. Því væri ekki óeðlilegt að Reykjavíkurborg tæki þátt í þeim kostnaði. Hann sagði nánast hafa náðst samkomulag um að ríkis- stjórnin keypti hlut borgarinnar í Landsvirkjun en þá hefðu „Vinstri grænir og Samfylkingin farið að tala um eitthvað allt annað og umræðu- pólitíkin tók völdin og það var engin leið að komast að niðurstöðu.“ Hugs- anlegt hefði verið að greiða hærra verð en metið var í fyrstu en allt hefði komið fyrir ekki og fyndust sér þetta ekki traustvekjandi vinnu- brögð. Halldór vék einnig að Vatnsmýr- inni og sagðist ekki í vafa um að flug- völlurinn yrði að vera í nágrenni Reykjavíkur. Sagði hann sjálfsagt að athuga hvort flytja mætti flugvöll- inn. Formaður Framsóknarflokksins ræddi sveitarstjórnar- og alþjóðamál á miðstjórnarfundi í gær Brýnt að ræða varnar- og Evrópumál Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, brýndi flokksmenn til dáða á miðstjórnarfundi sem haldinn var í Egilshöll í gær og Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins, ræddi komandi sveitarstjórnarkosningar. FUNDI viðræðunefnda Bandaríkj- anna og Íslands, um framtíð varn- arsamstarfs ríkjanna, lauk á þriðja tímanum í gær. Mark Pekala, vara- aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði við fréttamenn eftir fundinn að bandarísk stjórnvöld væru að vinna að áætlun um varnir Íslands í samræmi við varnarsamn- ing Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951. Í þeirri vinnu yrði m.a. metin varnarþörf Íslendinga eftir að F-15 orrustuþoturnar verða farnar. Þær verða farnar í síðasta lagi í lok september. Pekala lagði m.a. áherslu á að einn tilgangur fundar- ins í gær hefði verið að fullvissa Ís- lendinga um að Bandaríkjamenn hygðust standa við varnarskuldbind- ingar sínar gagnvart Íslandi. Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði m.a. síðar við fréttamenn að hann vonaðist eftir því að út úr áætl- un Bandaríkjamanna kæmi eitthvað sem mark væri á takandi. Hann sagði aðspurður að fundurinn í gær hefði verið á almennu nótunum; Bandaríkjamenn væru að undirbúa vinnu sína og fá hugmyndir frá Ís- lendingum. „Síðan munu þeir vinna út úr þessu öllu saman. Vonandi kemur eitthvað gagnlegt út úr því.“ Inntur eftir því hvort Bandaríkja- menn hefðu á fundinum útskýrt hvort og þá hvernig þeir hygðust tryggja aðrar sýnilegar varnir hér á landi, en nú eru, sagði hann: „Nei, það er ekki skýrara heldur en þetta, þ.e. en þessi áætlun, sem er í und- irbúningi. Það mun væntanlega koma fram í henni hvernig bregðast á við hættum.“ Áætlað er að næsti formlegi fundurinn verði haldinn innan nokkurra vikna, líklega í Reykjavík, að sögn Geirs. Sendinefnd bandarískra stjórn- valda, alls 26 manns, kom til landsins í fyrradag og hitti hún níu manna viðræðunefnd íslenskra stjórnvalda strax sama dag. Albert Jónsson sendiherra leiddi íslensku nefndina. Viðræðunefndirnar hittust aftur kl. 9.30 í gærmorgun og funduðu til há- degis í húsakynnum utanríkisráðu- neytisins í Reykjavík. Þar snæddu þær einnig hádegisverð og héldu fundi áfram eftir það. Fundi lauk á þriðja tímanum og hélt þá banda- ríska sendinefndin heim vestur um haf. Áður skýrðu fulltrúar bandarísku sendinefndarinnar þó fréttamönnum stuttlega frá viðræðunum, þ.e. þau Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Mark Pe- kala, vara-aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna og James Townsend, sem fer fyrir NATO- samstarfi í varnarmálaráðuneytinu. Mikil vinna framundan Van Voorst sagði í fyrstu að við- ræðurnar í Reykjavík hefðu verið árangursríkar og vinalegar. Í þeim hefði komið fram vilji beggja stjórn- valda til að styrkja varnarsamstarf- ið. Viðræðunum yrði haldið áfram og bandarísk stjórnvöld væru sannfærð um að þær myndu leiða til öflugra tvíhliða sambands ríkjanna og auk- ins öryggis íbúa Íslands. Mark Pekala greindi m.a. frá því að bandarísk stjórnvöld væru að vinna að áætlun um varnir landsins og meta varnarþörf, s.s. þörf á mannafla og tækjabúnaði, eftir að orrustuþoturnar væru farnar. Hann sagði að bandaríska sendinefndin hefði hlustað á athugasemdir, spurn- ingar og hugmyndir Íslendinga. Mikil vinna væri framundan. Fleiri fundir væru fyrirhugaðir á næstunni í Reykjavík, Washington og jafnvel víðar. Þá kvaðst hann telja að þessi vinna myndi leiða til öflugri varna hér á landi sem og í Bandaríkjum. Auk þess myndi samband ríkjanna styrkjast, frá því sem nú er. Town- send fór, eins og þau sem fyrr töl- uðu, lauslega yfir fundinn og sagði að samofin saga landanna, síðustu áratugi, sem og vinskapur, væri mikilvægur. Geir H. Haarde ræddi við frétta- menn stuttu síðar og sagði að á fund- inum hefði verið farið yfir ýmsar hugmyndir sem lagðar voru fram af hálfu beggja sendinefndanna. „Það sem gerist næst í þessu er það að þeir munu halda áfram að útbúa áætlun, varnaráætlun fyrir Ísland, og koma með næsta stig í því efni, til okkar eftir nokkrar vikur.“ Hann sagði ráðgert að umræddri áætlun yrði lokið innan örfárra mánaða. Þangað til gerðist væntanlega ekk- ert sérstakt annað, sagði hann. Hann kvaðst vonast til þess að komið yrði til móts við kröfur og óskir Íslendinga. „Við höfum til dæmis lagt mikla áherslu á að fá nánari upplýsingar um ratsjárstöðv- arnar. Þeir eru ekki tilbúnir til að svara því enn þá hvaða hugmyndir þeir hafa í sambandi við þær.“ Þá sagði hann að fleiri spurningum væri ósvarað. Góður ásetningur Aðspurður kvaðst hann ekki geta farið nákvæmlega út í hvaða hug- myndir hefðu verið ræddar. Þó hefði m.a. verið fjallað um björgunarmál, sem skiptu Íslendinga miklu máli. „Þeir eru tilbúnir að leggja til alls kyns aðstoð í þeim efnum. Þá var farið yfir önnur málefni sem lúta að samstarfi um aðrar ógnir; hryðju- verkastarfsemi, glæpastarfsemi og þess háttar, sem eru kannski meira lögreglumál.“ Þar væru líka, sagði hann, athyglisverðir samstarfs- möguleikar. Inntur eftir því hvort hann væri sáttari nú, en eftir símtalið frá Nicholas Burns, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, þar sem ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að draga stórlega úr starfsemi Banda- ríkjahers á Keflavíkurflugvelli var kynnt, sagði Geir: „Ja, ég get út af fyrir sig verið það. Ég held að þetta sé, miðað við það sem á undan er gengið, í rétta átt. Við gerum okkur auðvitað vonir um að það verði ekk- ert tómarúm hér í sambandi við varnir og að það verði séð til þess að það sem kemur í staðinn fyrir flug- vélarnar verði fullnægjandi.“ Geir kvaðst aðspurður telja að Bandaríkjamenn hefðu góðan ásetn- ing um niðurstöðu í viðræðunum. „Ég held að þessar viðræður eigi sér stað í góðri trú og að það sé góður ásetningur af hálfu þeirra að koma með niðurstöður sem við getum sætt okkur við.“ Spurður nánar út í hvað væri viðunandi niðurstaða sagði hann: „Við viljum hafa hér trúverð- ugar varnir, eða áætlun um trúverð- ugar varnir, sem gerir það að verk- um að engum dytti í hug að koma hér upp að landinu með einhverjum óvæntum hætti.“ Hann útskýrði ennfremur að Íslendingar þyrftu að hafa ákveðnar lágmarksvarnir eins og allar aðrar þjóðir. Fundur viðræðunefnda Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarfið fór fram í utanríkisráðuneytinu Bandaríkja- menn vinna að áætlun um varnir Íslands Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viðræðunefndirnar komu saman til fundar kl. 9.30 í gærmorgun í utanríkisráðuneytinu. Voru 26 manns í banda- rísku sendinefndinni, m.a. sérfræðingar á ýmsum sviðum hermála en 9 manns voru í íslensku viðræðunefndinni. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.