Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Manama. AFP. | Að minnsta kosti 57 manns biðu bana þegar ofhlaðið farþegaskip sökk undan strönd Barein á Persaflóanum í fyrrakvöld. Hinir látnu eru úr öllum heims- hornum, meðal látinna voru arabar, sautján Indverjar og þrettán Bret- ar. Um borð í skipinu voru 137 en flestir sátu að kvöldverði, því að um var að ræða skemmtisiglingu fyr- irtækis frá Barein. Búið var að finna 57 lík í gærmorgun, 67 hafði verið bjargað en þrettán var enn saknað. Tala látinna gæti því farið í sjötíu, að því er ráða mátti af yf- irlýsingum embættismanna í Bar- ein. Frá sextán löndum Farþegarnir voru frá sextán löndum en vitað er að auk Bret- anna, Indverjanna og arabanna þá týndu lífi fimm Pakistanar, fjórir Suður-Afríkumenn, þrír Filippsey- ingar, tveir Singapore-búar, einn Íri og Þjóðverji. Báturinn var um tvo kílómetra frá landi er hann sökk. Vitni sögðu hann hafa verið á hægri siglingu þegar smá halli kom á hann, en síð- an lagðist báturinn skyndilega á hliðina og byrjaði að sökkva. Hermt er að of margir farþegar hafi verið á annarri hlið bátsins. Ekkert neyð- arkall kom frá skipinu áður en það sökk, að sögn strandgæslunnar í Barein. „Ég var á efra þilfari þegar ég skyndilega var kominn í sjóinn,“ sagði einn þeirra sem lifðu af, Ind- verjinn Kungumon Kuzhiyilthek- kathil. „Einn hinna farþeganna bjargaði mér. Ég lít svo á að ég hafi verið stálheppinn.“ Bandaríski sjóherinn, sem er með herstöð í Barein, aðstoðaði við björgunina og sendi sextán kafara, björgunarbát og þyrlu á vettvang. „Neyddu hann til að sigla“ Embættismenn sögðu tæknilegar ástæður fyrir því að báturinn sökk. Eigandi bátsins sakaði ferðaþjón- ustufyrirtækið sem leigði bátinn út um að hafa látið hann sigla, jafnvel þó að allt of margir væru um borð. Sagði Abdullah al-Qubaisi að bát- urinn mætti aðeins taka eitt hundr- að manns. „Þeir ofhlóðu bátinn. Skipstjórinn vildi ekki leggja úr höfn en þeir neyddu hann til að sigla af stað,“ sagði al-Qubaisi. Mikið manntjón varð þegar ofhlaðinn farþegabátur sökk 1  "     -( %    %  6  7 !%  1   !      - !   ( 8! )" (    60294 .'$$  /* 90 -  * ,   0!2 %    * * %* **# ### O  (4'2 3B# 0N&61 M$. AP Björgunar- og leitarmenn standa á flaki farþegaskips sem sökk undan ströndum Barein í fyrrakvöld. Nær 70 manns bjargað úr sjónum Vín. AFP. | 33 ára austurrísk kona, Gertraud Arzber- ger, var í gær dæmd í lífstíðar- fangelsi fyrir að drepa fjögur börn sín um leið og þau fæddust. 39 ára kvæntur elskhugi konunn- ar, Johannes Genser, var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir samsæri um morð á börnunum. Hann hafði hótað að slíta sambandinu við konuna ef hún myrti ekki börnin. Það tók kviðdóminn aðeins tvær klukkustundir að komast að þeirri niðurstöðu að þau Arzberger og Genser hefðu framið glæpinn af ásettu ráði og hafnaði fullyrðingu verjendanna um að þau hefðu ekki verið með réttu ráði. Lík barnanna fundust í fjölbýlis- húsi í Graz, þar sem konan bjó. Tvö þeirra voru í frystikistu og tvö í föt- um sem fylltar höfðu verið steypu. Nágranni konunnar fann fyrsta barnið þegar hann ætlaði að ná í ís í frystinn til að gefa barninu sínu. Talið er að fimmta barn konunnar hafi verið myrt árið 2000 en lík þess hefur ekki fundist. Dæmd fyrir að myrða börn sín Gertraud Arzberger Phnom Penh. AP, AFP. | Hun Sen, for- sætisráðherra í Kambódíu, fór á fimmtudag afar hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar og mannrétt- indafulltrúa þeirra í Kambódíu en sá hefur nýverið gagnrýnt stjórnvöld í landinu. Sagði Hun að SÞ væru ekki í neinni stöðu til að messa yfir honum um mannréttindi því að samtökin hefðu þagað þunnu hljóði þegar Rauðu kmerarnir murkuðu lífið úr hundruðum þúsunda manna í Kambódíu á áttunda áratug síðustu aldar. Yash Ghai, sérlegur mannrétt- indafulltrúi SÞ í Kambódíu, lét þau orð falla fyrr í vikunni að „einn ein- staklingur“ hefði alla þræði valda í Kambódíu í sínum höndum. Ríkis- stjórn umrædds einstaklings væri ekki ýkja annt um að halda mann- réttindi í heiðri, mikið skorti upp á að umbótum í þeim efnum hefði verið hrint í framkvæmd. Var Ghai þar án efa að vísa til Huns. Hun Sen sagði Ghai vera „alger- lega sturlaðan“ og krafðist þess að Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, ræki hann úr embætti. „Þegar Pol Pot [leiðtogi Rauðu kmeranna] drap kambódíska borgara, hvar varstu þá? Er ekki rétturinn til lífs grund- vallarmannréttindi?“ spurði hann. „Og hvers vegna hrópaðir þú þá ekki hátt um mannréttindi þegar blóð- baðið stóð yfir?“ Vísaði Hun Sen hér til þess að um- heimurinn leiddi þjóðarmorðið í Kambódíu 1975-1979 að mestu hjá sér, en áætlað er að tvær milljónir manna hafi dáið í stjórnartíð Rauðu kmeranna. Bregst hart við gagnrýni SÞ Forsætisráðherra Kambódíu segir fulltrúa SÞ „algerlega sturlaðan“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.