Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Stokkseyri | „Starfsemin hjá okkur
gengur út á að setja upp eina stóra
sýningu á skólaárinu og það getur
verið heilmikið mál að halda utan um
slíkt, sérstaklega þegar hópurinn er
stór, þá getur mikið gengið á,“ segir
Baldvin Karel Magnússon, 20 ára
Eyrbekkingur sem situr í stjórn
Leikfélags Fjölbrautaskóla Suður-
lands.
Félagið stendur í stórræðum
þessa dagana í Menningarverstöð-
inni Hólmaröst á Stokkseyri með
sýningum á „Let it be“ sem er ást-
arleikur með Bítlalögum. Alls taka
um 40 nemendur þátt í verkinu sem
er hið líflegasta og mjög skemmti-
legt.
Nemendur skólans eru þekktir af
leikstarfsemi sinni en mikill metn-
aður hefur alltaf fylgt uppsetningu
nemenda á leikverkum og margir
sem bíða eftir sýningum þeirra á
hverju ári.
Leikstjóri sýningarinnar er Þor-
steinn Bachmann og Ólafur Þór-
arinsson, Labbi, er tónlistarstjóri.
Baldvin Karel sér um að koma
leikverkinu á framfæri en hann víkst
ekki undan því að taka að sér hlut-
verk í ástarleiknum og fer þar með
smáhlutverk eins og aðrir í stjórn
leikfélagsins.
„Það er þannig kerfi hjá okkur
hér í skólanum að við bjóðum okkur
fram í stjórn leikfélagsins og erum
síðan kosin,“ sagði Baldvin en þessa
dagana fer einmitt fram kosning í
embætti hjá skólafélaginu. „Ég hef
sjálfur mikinn áhuga á leiklist og
mig langaði að vera með í fé-
lagsstarfinu í skólanum og þetta hef-
ur bara verið mjög gaman.
Það er líflegt í kringum þetta og
mikið að gera hjá okkur og þrosk-
andi að eiga samskipti við fólk um
svona verkefni þar sem allir þurfa að
leggja sig vel fram og af einbeit-
ingu,“ sagði Baldvin Karel sem var
áður við nám í MA á Akureyri þar
sem hann tók þátt í leikstarfsemi en
auk þess á hann leikferil frá grunn-
skólanum.
Eitthvað sem dregur mann
„Ég ætla mér að halda eitthvað
áfram í þessu og fer nú í haust í leik-
listarnám í lýðháskóla í Danmörku.
Þetta er eitthvað sem ég hef gaman
af en það getur líka vel verið að
þetta sé í genunum því afi minn,
Baldvin Halldórsson, var leikari.
Það er eitthvað sem dregur mann
inn í leiklistina, sennilega er það
hversu gaman það er að vinna með
fólki. Ég held að það sé gott fyrir
hvern sem er að taka einhvern þátt í
svona starfi í skólanum. Maður lærir
inn á að starfa með öðrum og það er
mikilvægt þegar út í lífið er komið,“
sagði Baldvin Karel. Hann sagði
leikritið hafa fengið góðar viðtökur
en næstu sýningar verða í Hólma-
röstinni á morgun, sunnudag, og svo
á föstudag og laugardag í næstu
viku. „Það er alveg á hreinu að við
þyrftum að eiga hérna menningar-
hús. Salurinn í Hótel Selfoss, eða
annað sambærilegt húsnæði, þyrfti
að vera tilbúið og mögulegt að ganga
þar inn með svona sýningu eins við
erum með. Þá væri þetta allt mun
auðveldara.
Svo er þessi salur líka nauðsyn-
legur fyrir aðra menningarstarf-
semi,“ sagði Baldvin Karel sem er
mjög menningarlega sinnaður ungur
maður og metnaðarfullur fyrir hönd
Leikfélags F.Su. og menningar á
Suðurlandi.
Gaman að vinna með fólki í leiklistinni
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Upprennandi leikari Baldvin Karel Magnússon, leikari og nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands, tekur þátt í ást-
arleik Leikfélags FSu af lífi og sál. Framundan er frumsýning á „Let it be“, svonefndum ástarleik með Bítlatónlist.
Leiklistin er í blóðinu hjá Baldvini Karel Magnússyni
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | JÁ verk ehf. átti lægsta til-
boð í byggingu annars áfanga
Sunnulækjarskóla á Selfossi er til-
boð voru opnuð fyrr í vikunni.
Tvö tilboð bárust í verkið. JÁ verk
bauðst til að vinna það fyrir tæpar
816 milljónir, sem er aðeins undir
kostnaðaráætlun ráðgjafa Sveitarfé-
lagsins Árborgar, en það var 831
milljón. Tindaborgir ehf. buðu 988
milljónir. Fram kemur á vef Árborg-
ar að tilboðin verða nú yfirfarin og
metin.
Tilboð opnuð í
Sunnulækjarskóla
Selfoss | Eigendur Hótels Selfoss
og forsvarsmenn Styrks hafa und-
irritað viljayfirlýsingu um að Styrk-
ur flytji starfsemi sína í menning-
arsal hótelsins. Fram kemur á
fréttavefnum sudurland.is að þar
með megi ætla að áratugafyrirætl-
anir um menningarsal í hótelinu séu
úr sögunni. Þess í stað verður í hús-
næðinu heilsuræktarstöð.
Heilsurækt fer í
menningarsalinn
Þorlákshöfn | Alls bárust 245 um-
sóknir um 24 lóðir í Búðahverfi í
Þorlákshöfn sem Sveitarfélagið Ölf-
us auglýsti nýlega. Mest ásókn var í
einbýlishúsalóðir en 204 umsóknir
bárust um 14 lóðir.
Auglýstar voru 24 lóðir með sam-
tals 40 íbúðum. Þar af voru 14 ein-
býlishúsalóðir við Pálsbúð, lóðir fyr-
ir sjö parhús við Klængsbúð og lóðir
fyrir þrjú raðhús við Ísleifsbúð.
Umsóknarfrestur rann út í vik-
unni. Á vef Sveitarfélagsins Ölfuss
kemur fram að umsóknir bárust í
204 einbýlishúsalóðir, 28 par-
húsalóðir og 13 raðhúsalóðir.
Á þriðja hundrað
umsóknir um aug-
lýstar 24 lóðir
SUÐURNES
Svartsengi | Sex vélfræðingar Hita-
veitu Suðurnesja hf. voru fengnir til
að taka fyrstu skóflustungurnar að
nýrri virkjun fyrirtækisins í Svarts-
engi, Orkuveri 6. Þeir hafa allir unn-
ið lengi hjá fyrirtækinu og tekið virk-
an þátt í uppbyggingu orkuveranna.
„Þetta er mikill heiður,“ sagði
Þórður Andrésson stöðvarstjóri þeg-
ar rætt var við hann eftir fyrstu
skóflustungurnar. Þórður hefur unn-
ið 29 ár hjá fyrirtækinu og það er
raunar meðalstarfsaldur vélfræðing-
anna sex. Mikil uppbygg hefur verið
allan þennan tíma. „Það hefur verið
gaman að taka þátt í þessu. Við höf-
um verið allt í öllu við þetta. Erum til
dæmis kallaðir til þegar viss atriði
hönnunarinnar eru til umfjöllunar.
Svo mæðir mikið á okkur að fínstilla
vélarnar fyrstu árin eftir að þær
komast í gang,“ sagði Þórður.
Félagar hans eru Bragi Eyjólfs-
son, Jón Vilhelmsson, Þór Sverris-
son, Andrés Ólafsson og Bjarni Már
Jónsson. Fram kom hjá Albert Al-
bertssyni aðstoðarforstjóra þegar
hann þakkaði frumkvöðlastarf
þeirra og framlag til uppbyggingar
orkuveranna að samanlagður starfs-
aldur þeirra er rúmlega 171 ár.
Nýr 30 MW hverfill var keyptur á
síðasta ári fyrir Orkuver 6. Hverfill-
inn var keyptur af Fuji Electric í
Japan og voru fulltrúar fyrirtækisins
viðstaddir athöfnina í gær. Fram
kom hjá Albert að fyrirtækin hefðu
átt góða og árangursríka samvinnu
við uppbyggingu virkjana í Svarts-
engi í 27 ár.
Áætlað er að rafmagnsframleiðsla
í Orkuveri 6 hefjist í lok næsta árs.
Gengið hefur verið frá sölu á helm-
ingi orkunnar til Norðuráls á Grund-
artanga en hinn helmingurinn verð-
ur notaður á almennum markaði.
Hitaveita Suðurnesja er við lok
mestu framkvæmdar í sögu sinni,
byggingu Reykjanesvirkjunar.
Framkvæmdum lýkur á næstu mán-
uðum enda hefst sala á rafmagni í
maí. Fram kom hjá Júlíusi Jónssyni,
forstjóra HS hf., á aðalfundinum að
framkvæmdin hafi gengið að flestu
leyti samkvæmt áætlun nema gufu-
öflunin. Bora hefði þurft fimmtán
holur til að ná nauðsynlegri gufu í
stað ellefu eins og áformað var. Á
móti hafi lágir vextir og hagstætt
gengi dregið úr kostnaði.
Sex vélfræðingar tóku
fyrstu skóflustungurnar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Frumkvöðlar Sex vélfræðingar Hitaveitu Suðurnesja tóku fyrstu skóflustungu að nýju orkuveri í Svartsengi.
Saki Fulltrúar Fuji Electric buðu gestum á aðalfundi HS upp á drykk.
Grindavík | Varnarliðið á Keflavík-
urflugvelli sagði formlega upp
orkukaupasamningum við Hita-
veitu Suðurnesja með bréfi sem
barst fyrirtækinu í fyrradag. Hita-
veitan svaraði um hæl og benti á að
samningur um heita vatnið væri
ótímabundinn og ekki hægt að
segja honum upp einhliða.
Kom þetta fram hjá Ellert Eiríks-
syni stjórnarformanni HS hf. og
Júlíusi Jónssyni forstjóra á aðal-
fundi fyrirtækisins sem haldinn var
í Eldborg í Svartsengi í gær.
Varnarliðið er langstærsti ein-
staki orkukaupandi Hitaveitu Suð-
urnesja og námu viðskipti fyr-
irtækjanna tæpum milljarði á
síðasta ári. Fram kom hjá Júlíusi að
HS hefði á undanförnum árum ver-
ið að búa sig undir samdrátt tekna.
Hann sagði þó að samkvæmt
ákvæðum í samningi Hitaveitunnar
við Bandaríkjastjórn væri aðeins
hægt að minnka kaup á heitu vatni
um 4% á ári en það hefur varn-
arliðið gert undanfarin ár. Í þeirri
uppsögn orkukaupa sem varnar-
liðið nú sendi er vísað í 180 daga
uppsagnarfrest sem var í upphaf-
legum samningi aðila. Júlíus segir
að búið sé að gera margar breyt-
ingar á samningum síðar, meðal
annars setja inn umrætt ákvæði um
takmarkaða möguleika til að hætta
viðskiptum. Bandaríkjamenn gætu
ekki gengið fram hjá þeim ákvæð-
um og litið eingöngu á upphaflega
samninginn.
Í svarbréfi HS hf. til bandarískra
stjórnvalda er þessu sjónarmiði
haldið fram og farið fram á fund til
að ræða um málið og semja um mál-
ið. Júlíus sagði ekki unnt að segja
hver niðurstaðan yrði en unnið yrði
að því að hún yrði viðunandi.
Krefjast fundar
vegna uppsagnar
á orkusamningi