Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 32

Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 32
32 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LEIRLISTARFÉLAGIÐ heldur um þessar mundir upp á 25 ára afmælið sitt. Að því tilefni opnar félagið sýningu í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar, á laugardag- inn. Þetta er afmælissýning á verkum fé- lagsmanna Leirlistarfélagsins. Sýningin er tvískipt, annars vegar eru ný verk eftir 35 fé- laga, hins vegar eru verk frá fyrstu fimm árum félagsins, eftir þá ellefu félaga er stofnuðu það árið 1981. Sýningin samanstendur af nytja- hlutum, veggmyndum og skúlptúrum. Í tilefni afmælisins gefur Leirlistarfélagið einnig út bók um sögu félagsins og félagsmenn. Saga íslenskrar leirlistar er stutt og kennsla í leirlist sem listgrein hófst ekki fyrr en árið 1969 við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Tíu árum síðar, 1979, urðu svo viss tímamót í sögu leirlistarinnar hér á landi þegar nokkrir leirlistamenn tóku höndum saman og héldu yf- irlitssýninguna „Líf í leir“. Í kjölfar hennar var Félag Íslenskra leirlistarmanna stofnað hinn 27. mars 1981, en nafninu var breytt ári síðar í Leirlistarfélagið. Ein af stofnfélögum Sigrún Guðjónsdóttir var einn af stofnfélög- unum ásamt eiginmanni sínum Gesti Þor- grímssyni, sem nú er látinn. „Það var tími til kominn að leirlistarfólk færi að vinna og sýna saman og láta á sér kræla yfir höfuð og þess vegna stofnuðum við þennan félagsskap,“ segir Sigrún og bætir við að áhuginn fyrir félaginu hafi alltaf verið mikill, en það er ætlað öllum menntuðum leirlistarmönnum hvort sem þeir vinna að nytjalist eða frjálsri myndsköpun. „Við, stofnhópurinn, sýndum mikið saman og það fór fljótt að bætast við í félaginu því það var kraftur í þessari stétt. Í gegnum Leirlist- arfélagið komum við á samböndum við hinar Norðurlandaþjóðirnar og fórum að taka þátt í sýningum þar, tilgangurinn með félagsskapn- um var m.a. að stuðla að því.“ Sigrún og Gestur fóru bæði í myndlistarnám til Kaupmannahafnar en voru sjálfmenntuð í leirlist. „Við settum á stofn það sem kallaðist Laugarnesleir um 1948 og þá var enginn hér- lendis í keramiki nema Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Við vorum í nokkur ár í Laugarnes- leir en hættum svo um tíma í leirnum og byrj- uðum aftur á fullu um 1969.“ Á afmælissýning- unni verða nokkur verk eftir þau hjón til sýnis. Sigrún segir leirlistina hafa verið öfluga un- anfarin ár. „Maður er samt svolítið hræddur um að hún eigi eftir að eiga erfitt uppdráttar á næstunni eftir að Myndlista- og handíðaskólinn var lagður niður. Það vantar menntun í leirlist núna og það finnst mér vera miður því þótt fólk geti farið utan er nauðsynlegt að eiga mögu- leika á því að geta lært grunninn hérna heima.“ Sigrún vonar samt það besta og er glöð yfir því að Leirlistarfélagið skuli hafa lifað svona lengi og eflst í gegnum árin. Álitin kvennalist Guðný Hafsteinsdóttir hefur verið fé- lagsmaður í Leirlistarfélaginu undanfarin tíu ár. Henni finnst félagsskapurinn nauðsyn- legur. „Við erum ekki margar sem störfum í ker- amiki og mér finnst það hagsmunir fyrir okkur allar að standa saman í einum félagsskap.“ Það eru á milli fjörutíu og fimmtíu félagsmenn í Leirlistarfélaginu í dag og hefur þeim aðeins fjölgað í gegnum árin. Engir karlmenn eru nú í félaginu en Guðný segir þá hafa verið innan- borðs annað slagið. „Það hefur loðað við Ísland að keramik sé kvennalistgrein, sem það er alls ekki frekar en aðrar greinar.“ Í tengslum við afmælissýninguna verður gef- in út bók um Leirlistarfélagið. „Þetta er ekki löng bók, það er tæpt á sögu félagsins og svo er inngangur sem er viss gagnrýni á stöðuna í dag því það er ekki hægt að læra leirlist á Íslandi. Svo eru myndir af félögunum og sérkafli um Steinunni Marteinsdóttur sem við erum að gera að heiðursfélaga núna. Bókin gefur góða mynd af sögu félagins, en við fengum bók- menntafræðinginn Elísabetu Jóhannsdóttur til að rita hana,“ segir Guðný, sem er í ritnefnd bókarinnar. Að sögn Guðnýjar hefur orðið mikil þróun í leirlist í gegnum árin og segir hún það koma greinilega fram á sýningunni. „Það eru allt önnur efnistök í dag en áður og margir byrjaðir að nota önnur efni með leirnum. Þemað á sýn- ingunni er tíminn í víðum skilningi þess orðs.“ Afmælissýning Leirlistarfélagsins verður opnuð laugardaginn 1. apríl í Hafnarborg kl. 15:00 og verður opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 þar til henni lýkur mánudaginn 24. apríl. Myndlist | Leirlistarfélagið heldur upp á 25 ára afmæli sitt í Hafnarborg Nytjahlutir, veggmyndir og skúlptúrar Morgunblaðið/ÞÖK Aðstandendur sýningar Leirlistafélagsins, sem heldur upp á 25 ára afmæli sitt með því að opna sýningu í Hafnarborg í dag. Í tengslum við sýninguna verður gefin út bók um Leirlistafélagið, sögu þess og stöðuna í samtímanum. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is KAMMERKÓR Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar flytur í dag verk af nýútkominni geislaplötu, sem ber heitið Til Máríu. Á plötunni er að finna tólf verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson fyrir kór, en einsöngvarar á plötunni eru Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópran, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón og Sverrir Guðjónsson kontratenór. Að sögn Hilmars Arnar er erfitt að lýsa tónlist Gunnars Reynis, enda sé hún sam- bland af mörgu. „Hann hefur mjög breitt svið; kemur úr djassi og þekkir þann heim mjög vel. Hann notar mjög breiða og þykka hljóma, sem við þekkjum úr djassi eða „hin- um heiminum“ eins og við segjum stundum, og blandar stílum óhikað saman. Ég heyri líka rammíslenskan tón, og það er svo skrít- ið hvað Gunnar Reynir á sér sérstakt tón- mál – það er til alveg sérstakur „Gunnars Reynis-tónn“, sem heyrist strax.“ Fallegasta „Márían“ Á diskinum er eingöngu að finna trúar- lega tónlist og segir Hilmar Örn tónmál Gunnars henta vel fyrir slíka tónlist. „Hann var sjálfur kaþólskur á sínum tíma og hafði sóknarkirkju í París – Notre Dame var sóknarkirkjan hans á þeim árum sem hann var að spila djass í París. Maður finnur fyr- ir mjög gamalli tíð langt aftur í aldir í sum- um laganna,“ segir Hilmar og bætir við að titillag plötunnar, Til Máríu, sé líklega ein fallegasta „Máría“ sem samin hefur verið. „Hún er svo djúp, og í henni er svo mikil tilbeiðsla. Hún er mjög kröftugt verk.“ Á plötunni er líka að finna verk eftir Æra-Tobba og segist Hilmar telja að mörg- um finnist textar hans ekki eiga heima með kristilegri tónlist. „En við höldum það. Þetta eru óskiljanlegir textar og við höldum að Æri-Tobbi sé annars vegar að yrkja til dauðans og hins vegar til lífsins, og þetta séu háandlegir textar þótt þeir virki á suma eins og bull,“ segir hann. Hilmar segir annað einkenni á Gunnari Reyni hve opinn hann sé, og þess beri disk- urinn vissulega merki. Hallveig lokar hringnum Saga disksins á sér langa sögu, því tónlist Gunnars Reynis kynntist Hilmar Örn í tón- listarskóla hjá Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur upp úr 1980. „Þess vegna er svo gaman að dóttir hennar, Hallveig Rúnarsdóttir, opnar diskinn, því hún syngur einsöng í fyrsta laginu. Þannig tengist þetta og hringurinn lokast,“ segir Hilmar Örn hlæjandi að lok- um. Tónlist | Geisladisknum Til Máríu hleypt af stokkunum með tónleikum um helgina í Þjóðmenningarhúsinu Hinn sérstaki „Gunnars Reynis-tónn“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld og Hilmar Örn Agnarsson kórstjóri. Tónleikarnir verða haldnir í Þjóðmenning- arhúsinu í dag og hefjast þeir kl. 15. Aðgang- ur er ókeypis. Kammerkór Suðurlands heldur tónleika í Þjóðmenningarhúsinu í dag, í tilefni útkomu geisla- plötunnar Til Máríu. Verkin eru öll eftir Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld. Í TILEFNI útkomu disksins setti Gunnar Reynir Sveinsson eftirfarandi línur á blað fyrir Morgunblaðið, sem varpa ljósi á upp- haf tónsmíða hans: „Tónlistarmaðurinn Gunnar Reynir Sveinsson er Reykvíkingur í húð og hár. Hann leit fyrst dagsins ljós á Laug- arnesvegi 79, hinn 28. júlí 1933 – og þótti engum mikið. Eftir að hafa dvalið tíðindalítið um hríð, oftast með snuðið sitt, í Silver Cross- barnavagni bak við hús birtist Þórður frændi, sem var í siglingum og elskaði sjó- mannavalsa, með kærkomna gjöf. Það var forláta Hohner-munnharpa af bestu gerð, Made in Germany. Tók nú músíkalska brún- in á þeim stutta að lyftast. – Hvað úr hverju bættust jóðl, steppdans og kvæðastemmur inn í munnhörpupróg- ramið. Árið 1941, þegar fólk fór að biðja um flutning á „danslagi kvöldsins“ með texta og öllu, varð til gjaldskrá: Fullt verð fyrir full- orðna, hálft verð fyrir krakka, – og ókeypis fyrir sætar stelpur.“ Reykvíkingur í húð og hár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.