Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 38
38 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EINHVERJUM kann að þykja
yfirskrift þessarar greinar vera
öfugmæli, því það er staðreynd að
ríkisstarfsmenn hafa fengið mun
meiri launahækkun á
liðnum áratug en
þeir sem starfa á al-
mennum markaði.
Við heyrðum í
upphafi árs af
samanburði á launa-
kjörum æðstu emb-
ættismanna þjóð-
arinnar við launakjör
sambærilegra hópa í
nágrannalöndunum.
Þar þurftu „okkar
menn“ ekki að
kvarta.
Hvaða laun eru
það þá sem ríkið
stefnir á að halda
lágum?
Því er fljótsvarað,
það eru laun kvenna í
umönnunarstörfum.
Vissulega finnast
nokkrir karlar í þess-
um störfum og einnig
eru til karlahópar hjá
ríkinu s.s. verkamenn
sem ekki eru hátt
metnir til launa.
Það breytir þó ekki
því, að fjölmennasti
hópur ríkisstarfs-
manna sem vinnur á
töxtum, jafnvel undir
þeim lágmarks-
launum sem SGS og
SA hafa samið um,
eru konur sem starfa við matseld,
ræstingu og umönnun.
Lægsti launataxti hjá ríkinu í
samningi við Starfsgreina-
sambandið er frá 1. janúar sl. kr.
101.352.
Athafnir ekki bara orð
Eftir að Reykjavíkurborg samdi
við Eflingu og SFR í byrjun des-
ember sl. hafa önnur sveitarfélög
fylgt í kjölfarið og fært launakjör
sinna starfsmanna til samræmis
við þau laun sem samið var um í
Reykjavík.
Þetta hefur gert það að verkum
að launamunur milli sambærilegra
starfa annarsvegar hjá ríkinu og
hins vegar hjá sveitarfélögunum
mælist nú í tugum þúsunda og var
þó nokkur fyrir.
Sem dæmi má nefna að ráði 36
ára gamall starfsmaður sig í
umönnun hjá ríkinu, eru byrj-
unarlaunin í flestum stofn-
anasamningum 115.885 kr. en
hann fengi hjá sveitarfélagi laun á
bilinu 146.763–155.769 kr. eftir því
hvort um væri að ræða starf á
dvalarheimili eða t.d. við fé-
lagslega heimaþjónustu.
Þarna munar þrjátíu til fjörutíu
þúsund krónum í grunnlaunum í
upphafi.
Sé starfsmaðurinn yngri en 20
ára er munurinn á milli tuttugu og
þrjátíu þúsund krónur.
Til að gæta sannmælis er rétt
að geta þess að þegar borið er
saman hvernig kjörin hækka með
auknum starfsaldri og símenntun
o.fl. þá dregur saman með fólki
vegna mismunandi ákvæða í
kjarasamningunum.
Munurinn getur þó verið áfram
á bilinu 10–30 þúsund kr.
Launamunurinn er ekki alveg
jafnmikill hjá starfsmönnum í eld-
húsi og ræstingu en er þó líka
mældur í tugum þúsunda.
Lægsti taxti hjá sveitarfélög-
unum er nú 119. 575 kr.
Fulltrúar þeirra ríkisstarfs-
manna sem eru í Starfsgreina-
sambandinu hafa gengið á fund
fulltrúa fjármálaráðuneytisins og
lýst áhyggjum sínum af stöðunni
og bent á að við blasi flótti úr
þessum störfum.
Forstöðumenn ýmissa stofnana
hafa gengið á fund fjármála- og
heilbrigðisráðherra, en svörin
hafa verið á sömu leið, að í gildi
sé kjarasamningur sem beri að
fara eftir.
Vísað er á svigrúm sem felist í
stofnasamningum, en engir pen-
ingar fást.
Lengi má brýna
deigt járn svo bíti
Ég hef stundum
spurt mig, hvort kon-
ur þurfi að fara í há-
skóla til að læra að
krefjast mannsæm-
andi kjara fyrir störf
sín.
Þeir langskóla-
gengnu umönn-
unarhópar sem starfa
við hliðina á „mínum
konum“ víla það ekki
fyrir sér að segja upp
störfum eða hóta upp-
sögnum, séu þeir ekki
sáttir við kjör sín.
Þeim ófaglærðu
stendur hins vegar
stuggur af innflutn-
ingi ódýrs vinnuafls
og hafa engar laga-
legar tryggingar fyrir
því að aðrir verði ekki
ráðnir í störf þeirra.
Það er líka ekki öllum
gefið að segja: „Ég er
ekki að svíkja skjól-
stæðinga mína, þó ég
vilji ekki vinna upp á
þessi kjör.“
Þessar fórnfúsu
samviskusömu konur
sem vinna störf, sem
reyna oft mjög á bæði líkama og
sál, eru seinþreyttar til vandræða.
Þær höfðu þó þrátt fyrir allt
undirbúið neyðaraðgerðir og útlit
var fyrir að það stefndi í verkfall
þegar samningar voru undirrit-
aðir á skírdag vorið 2004.
Þá töldum við sem í forsvari
vorum fyrir samninganefnd SGS
að okkur hefði tekist að leiðrétta
kjör þeirra og að með stofn-
anasamningum myndi okkur tak-
ast að færa þeim mannsæmandi
laun.
Það gekk ekki eftir, okkur
skjátlaðist því miður.
Nú stendur fyrir dyrum end-
urnýjun flestra stofnanasamninga
hjá þessum hópum og þar er ærið
verk að vinna.
Hvernig má breyta fjármunum
sem duga fyrir hálfum launaflokki
í fimm til sex launaflokka?
Hver er stefnan?
Það eru allir sammála um það á
hátíðarstundum, að vel eigi að
búa að öldruðum, fötluðum og
sjúkum. Meta eigi umönn-
unarstörf að verðleikum.
Það vill bara svo óheppilega til
að útborgunardagar þessara
starfsmanna bera ekki upp á há-
tíðarstundir og fagurgalinn er
þagnaður þegar fulltrúar fjár-
málaráðherra mæta að samninga-
borðum.
Ætlar ríkið að losna við launa-
skrið með „fátæku fólki“?
Það þarf að fá skýr svör bæði
frá fjármálaráðherra og nýjum
heilbrigðisráðherra um það
hvernig þau hyggjast leysa þann
vanda sem við blasir.
Sífellt aukast kröfur um úr-
lausnir í búsetumálum aldraðra,
þörf er fyrir aukna umönnun og
aðstoð við heimilishald ýmissa
hópa.
Á að leysa skort á starfsfólki
með því að bjóða mannsæmandi
laun eða stefna þeir á að feta í
spor annarra og flytja inn fátækt
fólk frá Austur-Evrópu, sem
sættir sig við lágmarkstaxta og
hefur litla stöðu til að berjast fyr-
ir bættum kjörum?
Láglaunastefna
ríkisins
Signý Jóhannesdóttir fjallar
um láglaunastefnu ríkisins
Signý
Jóhannesdóttir
’Það þarf að fá skýr svör
bæði frá fjár-
mála-
ráðherra og
nýjum heilbrigð-
isráðherra
um það hvernig
þau hyggjast
leysa þann
vanda sem
við blasir. ‘
Höfundur er sviðsstjóri opinberra
starfsmanna.
Í JANÚAR birtist ályktun frá
kaupmannasamtökunum á Ak-
ureyri í tilefni af vænt-
anlegu afsláttarkorti til
félagsmanna í Kaup-
félagi Eyfirðinga. Við-
brögðin voru neikvæð
og mátti skilja á þeim
að nú væri kaupfélagið
með inngrip í verslun á
svæðinu og upp hafi
verið vakinn draugur
fortíðar frá danska sel-
stöðutímanum.
Það sem mér þykir
merkilegt í þessu máli
er að samtök eins og
kaupmannasamtök séu
að skipta sér af því
hvort fyrirtæki í samkeppni ákveði
að gefa viðskiptavinum sínum af-
slátt í skiptum fyrir kynningu og
viðskipti. Er það í anda samkeppn-
islaga að kaupmenn séu með sam-
tök sem skipta sér af markaðs-
setningu fyrirtækjanna? Hvaða
hlutverki gegna kaupmanna-
samtök?
Fyrirtækjum á markaði sem eru
mjög þekkt vegna stærðar eða
langrar veru á markaði er kannski
ekkert um það gefið að keppinaut-
arnir fari að taka þátt í markaðs-
setningarkerfum sem þeir taka
ekki þátt í sjálfir. Það skildi þó
ekki vera vegna þess að þeir óttist
að keppinautarnir taki af þeim við-
skipti?
Er það óeðlilegt að hópur fólks
leiti hagstæðari viðskiptakjara í
skiptum fyrir viðskipti? Ég held
ekki. Það er alþekkt. Ýmsir hópar,
starfsmannafélög og fyrirtæki leita
tilboða og afslátta af viðskiptum.
Það er t.d. alþekkt að Bónus fær
vörur á öðru verði hjá heildsölum,
í krafti stærðar, en minni aðilar
eins og t.d. litlar matvöruverslanir.
Auglýsingakostnaður – hluti
af álagningu fyrirtækja
Það hefur lengið verið hluti af
markaðssetningu fyrirtækja að
nota auglýsingar, ýmiss konar til-
boð, tilboðsmiða, útsölur, sprengi-
tilboð og bæklinga við markaðs-
setningu svo dæmi séu tekin. Allt
kostar þetta peninga og að sjálf-
sögðu er það hluti af álagningu
fyrirtækjanna á vöru og þjónustu
sem greiðir þennan
kostnað. Mig langar
að vekja athygli á
því að markaðs-
setning í gegnum
afsláttar- og vild-
arkerfi getur virkað
mjög vel fyrir mörg
fyrirtæki og er í
raun bara ein teg-
und af markaðs-
setningu vöru og
þjónustu. Auðvitað
er ekki sama hvern-
ig þetta er gert
frekar en annað
sem mennirnir gera.
Markaðsstarf með aðstoð
afsláttar- og vildarklúbba
Lítil og ný fyrirtæki og þjón-
ustuaðilar, svo dæmi séu tekin,
hafa oft ekki mikið fé til að mark-
aðssetja sig og ná stöðu á mark-
aðnum. Þau geta tekið þátt í af-
sláttarkerfum og fengið þar
ákveðna kynningu og viðskipti sem
þau greiða þá fyrir með veittum
afslætti. Kosturinn við svona
markaðssetningu er sá að fyr-
irtækin greiða ekkert fyrir hana
nema að þau fái viðskipti. Það get-
ur hentað mörgum fyrirtækjum
vel að taka þátt í slíkri markaðs-
setningu og greiða einungis fyrir
það sem þau fá, frekar en taka
sénsa á auglýsingamarkaði án þess
að vita nokkuð hvernig það geng-
ur. Það er sífellt erfiðara að ná at-
hygli fólks vegna mikils magns
auglýsinga og áreitis af ýmsu tagi.
Oft þarf að kaupa gríðarlegt magn
auglýsinga til að ná í gegn í öllu
auglýsingaflóðinu.
Betri nýting, bein
umbun fyrir viðskipti
Fyrirtæki nota afslætti og tilboð
m.a. í þeim tilgangi að leggja
áherslu á ákveðnar vörur, fullnýta
afkastagetuna, t.d. með því að
beina viðskiptum inn á daufari
tíma, fá inn nýja viðskiptavini og
vekja athygli á fyrirtækinu al-
mennt.
Viðskipti sem komast á með
þátttöku í afsláttar- eða vild-
arkerfum eru oft mjög sterk og
fyrirtækin eignast oft trygga
fastakúnna með þessum hætti.
Auðvitað skiptir máli hvernig af-
sláttarklúbburinn eða kerfið er
byggt upp. Fyrirtæki getur t.d.
náð forskoti á markaði ef það er
eina fyrirtækið eða eitt af fáum
fyrirtækjum í viðkomandi starfs-
grein, sem tekur þátt í viðkomandi
kerfi. Ef viðskiptavinurinn leitar
fyrst til þess fyrirtækis hefur það
náð forskoti á markaði.
Tryggðarkerfi geta einnig virk-
að mjög vel fyrir stór fyrirtæki
sem vilja auka tryggð við-
skiptavina sem þeir hafa, ásamt
því að ná til nýrra viðskiptavina.
Mælingar hafa sýnt að við-
skiptavinur sem var fyrir í við-
skiptum eykur enn frekar viðskipti
sín og fer síður annað.
Það er sterkt fyrir fyrirtæki ef
viðskiptavinur tekur þá meðvituðu
ákvörðun að versla við það og nota
afsláttar- eða vildarkerfi sem við-
skiptavinurinn hefur sjálfur ákveð-
ið að vera í.
Þannig er verið að umbuna við-
skiptavininum beint.
Undirritaður hefur áratuga
reynslu af vinnu með afsláttarkerfi
og ég get fullyrt að ef vel er að
málum staðið geta afsláttarkerfi
virkað mjög vel fyrir fyrirtæki
sem eitt af markaðssetningar-
leiðum þess.
Til þess að svo verði þarf að
vanda til verka og ekki er sama
hvað er gert.
Markaðssetning gegnum
afsláttar- og vildarkerfi
Guðmundur Guðlaugsson skrif-
ar í tilefni af ályktun kaup-
mannasamtakanna á Akureyri ’Er það óeðlilegt að hópur fólks leiti
hagstæðari viðskipta-
kjara í skiptum
fyrir viðskipti?‘
Guðmundur
Guðlaugsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Einkaklúbbsins ehf.
EFTIR heimsókn vinar míns
Evald Krog hef ég fengið fullvissu
mína um ágæti heilbrigðis- og
tryggingarkerfis okkar Íslendinga.
Í fyrri ferð Evalds
hingað lagðist hann
veikur. Fékk ein-
hvern skít í kverk-
arnar og varð að af-
lýsa nokkrum fundum
með honum fyrir vik-
ið. Kverkaskítur í
manni með önd-
unarvél setur adr-
enalínið af stað hjá
manni sem ekki þekk-
ir til. Allavega jókst
hjartsláttur minn
nokkuð. En eitt sím-
tal í heimilislækni
minn var nóg. Lyfin
skrifuð út og komin í Evald á 30
mínútum. Reyndar með loforði um
að ef einhver breyting yrði á
heilsu Evalds, til hins verra, yrði
hringt á sjúkrabíl. Þetta í sam-
anburði við að reyna að útvega
saklausar pillur í Danmörku
nokkrum mánuðum áður fyrir einn
félaga minn sem var með okkur á
ferðalagi þar, var hátíð. Pilluút-
vegun fyrir „útlending“ í Dan-
mörku gekk bara alls ekki, í það
skiptið. Reynt var í sólahring en
þá var komið að heimför og ekki
haldið áfram.
Núna í seinni ferð Evalds fóru
Icelandair þannig með báða hjóla-
stóla hans að annar var með brot-
ið hjól og hinn með laskaðar hlíf-
ar. Sá laskaði var
festur saman með
málningarlímbandi og
gekk að nota hann á
meðan heimsóknin
varði. Hinn, sem var
brotinn, var ónothæf-
ur með öllu. Sérsmíð-
aður stóll fyrir sér-
stakan mann. Einn
morguninn kom ég
við á verkstæði Hjálp-
artækjamiðstöðv-
arinnar í Kópavog-
inum. Hafði með mér
hræið af stólnum og
lýsti raunum Evalds.
Stóllinn skilinn eftir og ég fékk
þau orð í nesti að þeir skildu
reyna. Daginn eftir var komið að
brottför og komið við á sama stað.
Ekkert af varahlutum var til í
þessa gerð stóla hér á landi. En
snillingarnir á verkstæðinu redd-
uðu stólnum. Tóku framhjólastell
undan annarri tegund og komu því
á sérsmíðaða stólinn hans Evalds.
Evald er svo ánægður með „nýja“
stólinn að hann mun ekki reyna að
fá frekari viðgerð í Danmörku.
Þessi tvö tilvik tel ég lýsa vel
velvilja okkar Íslendinga og hjálp-
semi. Frábærum kerfum sem
virka þegar mannlegi þátturinn er
hafður í fyrirrúmi, en ekki þröng-
sýni í lestri reglugerða sem fara
hvort eð er í hringi og enginn skil-
ur orðið, ekki einu sinni starfsfólk
Tryggingastofnunar.
Húrra fyrir íslensku kerfi,
húrra fyrir Íslendingum. Ég held
að meginþorri landsmanna vilji að
vel sé hugsað um þá sem minna
mega sín og geri sér grein fyrir að
það kostar fé. Við viljum að hugs-
að sé um okkur Íslendinga hér
heima og að það komi framar
sendiráðum og prjáli sem er fyrir
nokkra útvalda.
Íslendingar eru fremstir
á meðal jafningja!
Guðjón Sigurðsson fjallar um
velvilja, sem kom fram gagn-
vart erlendum vini hans ’Ég held að meginþorrilandsmanna vilji að
vel sé hugsað um
þá sem minna mega
sín og geri sér
grein fyrir að það
kostar fé.‘
Guðjón
Sigurðsson
Höfundur er formaður MND-
félagsins.