Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁSLAUG Björgvinsdóttir, dós- ent við Háskólann í Reykjavík, sem er einhvers konar sérskóli á ákveðnum sviðum, ritar grein í Morgunblaðið 30. mars sl., þar sem hún snýr út úr öllu því sem ég sagði í grein í sama blaði tveim dögum fyrr. Er ég því tilneyddur að skrifa henni þessar línur í von um að hún tjái sig framvegis með „fræðilegum og málefnalegum hætti“ sem henni er tíðrætt um í grein sinni, þar sem hún fer út um víðan völl. Megininntak greinar minnar var þetta: Ég ítrekaði þá skoðun mína að fjölmiðlar ættu að gjalda varhuga við að „velta sér upp úr“ héraðs- dómum meðan ekki er útséð um áfrýjun þeirra og nefndi dæmi til rökstuðnings þeirri skoðun. Sýknudómi héraðsdóms í svo- nefndu Baugsmáli hafði þegar verið áfrýjað þegar Áslaug tók til máls, m.a. með þeim árangri að eftir langa ræðu hennar í sjón- varpi spurði fréttamaður í lokin eitthvað á þessa leið: En hvað áttu við með þessu? Svo lauk samtal- inu. Ég gagnrýndi þá lögskýringu Áslaugar að tiltekin lagagrein á sviði einkaréttar væri fullgild refsiheimild í þessu opinbera máli (refsimáli). Slík umræða lýtur lög- skýringarreglum refsiréttar og ber að fjalla um á þeim grundvelli. Ég benti á að allt öðru máli gegndi um fræðilega úttekt á hér- aðsdómi í háskólakennslu, enda væri hún gerð með rækilegum fyrirvara um áfrýjunarleika þeirra til Hæstaréttar, heldur en „fræðilegt fjas“ í fjölmiðlum. Kom líka í ljós að sjónvarpsmaðurinn skildi ekkert hvað Áslaug var að fara í viðtalinu, svo sem áður greinir. Sama á við um að halda opinberan fund um héraðsdóm sem þegar hefur verið áfrýjað og engan veginn vitað hver endanleg niðurstaða verður í Hæstarétti. Ég minntist hvergi á að fræði- menn ættu eða mættu ekki taka þátt í opinberri umræðu svo fremi tilefnið sé frambærilegt. Þvert á móti er ég fylgjandi því, svo sem fjölmörg blaðaskrif mín um brennandi mál bera vott um. Ég lýsti mig hins vegar andvígan framhleypni Áslaugar í þessu til- tekna máli. Samt leyfir Áslaug sér að saka okkur Sigurð Líndal um „dylgjur og þöggun fræðilegrar umræðu“ og að við vildum „drepa niður fræðilega umræðu um mál sem eru ofarlega á baugi …“. „Ja, hver röndóttur, Áslaug mín.“ Ég nenni ekki að elta frekar ól- ar við fjölmiðlaflipp þitt en sendi þér í staðinn þessa vísu: „Þegar lundin þín er hrelld þessum hlýddu orðum: Gakktu með sjó og sittu við eld, svo kvað völvan forðum.“ (Höf. ók.) Björn Þ. Guðmundsson Útúrsnúningar dósents við HR Höfundur er prófessor emeritus. Í NÁINNI framtíð munu standa fyrir dyrum endurbætur og breyt- ingar á Sundlauginni í Laugardal. Fyrr í vetur stóð í anddyri laugarinnar hugmyndakassi þar sem gestum laug- arinnar var gefinn kostur á að koma með hugmyndir eða óskir um framtíðarútlit og -umhverfi laugarinnar. Börn nýttu sér þetta frábæra tækifæri og ókeypis pappír og teiknuðu myndir og skrifuðu skilaboð sem ýmist rötuðu í kass- ann eða ekki. Flestir hinna fullorðnu snið- gengu hins vegar kassann og það lædd- ist að mér sá grunur að þorri fólks teldi hugmyndir sínar um sundlaugina sína (rekna af þeirra skattfé) ef til vill ekki merkilegar, né að tek- ið yrði tillit til þeirra þegar til kastanna kæmi. Hvað um það, síð- astliðið sumar birtust í blöðum og útvarpi hugmyndir Björns Leifssonar (kenndur við World Class) að fram- tíðarútliti og hlutverki laugarinnar. Í hugmyndum hans kom m.a. fram að rífa ætti áhorfendastúku og byggja lúxushótel í hennar stað, breyta lauginni þannig að setja eyju í hana miðja með leiktækjum fyrir börn en sundfólk myndi synda hring eftir hring umhverfis eyjuna. Undirrituð er daglegur gestur laugarinnar, ásamt öllum þeim sem ýmist synda áður en vinnudagur hefst, í hádeginu eða eftir að vinnu- degi lýkur. Eldri borg- arar viðhalda heilsu sinni með daglegum komum í laugina, fatl- aðir styrkja sig og ungt fólk lærir að synda. Að mínu áliti eiga sundlaugar Reykjavík- ur að þjóna þessum hópum, fyrst og fremst. Ferðamenn koma ekki til Íslands til að dvelja á lúx- ushóteli á sundlaug- arbarmi, til þess fara menn annað. Ljóst er hins vegar, að stúkan þjónar ekki tilgangi sínum sem áhorf- endastúka, en mætti ekki nýta hana til ann- ars, s.s. útiklefa, sem sólbaðsaðstöðu, jafnvel veitingasölu á sumrin? Byggingin er auk þess merkileg í bygging- arsögulegu tilliti eða ætlum við að halda áfram að brjóta og týna? Ég spyr því kæri borgarstjóri: Hvað á að gera við Laugardalslaug, einu 50 metra úti- sundlaug borgarinnar og ómet- anlega heilsulind hins almenna borgara? Kæri borgarstjóri – ég hef áhyggjur af Laugardalslaug! Guðrún Gísladóttir skrifar opið bréf til borgarstjóra varðandi sundlaugina í Laugardal ’Hvað á að geravið Laugardals- laug, einu 50 metra útisund- laug borgarinnar og ómetanlega heilsulind hins almenna borgara?‘ Guðrún Gísladóttir Höfundur er nemi í garðyrkju. EFTIR að hafa setið magnaðan fyrirlestur hjá Andra Snæ Magna- syni í Borgarleikhúsinu mánudags- kvöldið 20. mars, þar sem hann af- hjúpaði þá veröld sem við lifum í í dag og færði raunveruleikann nær okkur á léttan hátt en sem að lokum stóð uppi sem blákaldur veruleiki, þá er nú hárrétti tíminn til að halda áfram að afhjúpa og kafa á enn fleiri svið. Meðvitund. Raunveru- leikinn er nefnilega meðvitund. Á meðan við vitum ekki þá get- um við ekki brugðist við, ekki tekið ákvörð- un, ekki breytt viðhorfi okkar, stefnu í lífinu né nokkuð annað. Bæði Andri Snær ásamt öllum þeim sem leggja það fyrir sig að fjalla á einhvern hátt um ýmis málefni sem gera okkur kleift að bæta okkur, já, þeir tala tungumálið sem koma skal. Alveg eins og læknar tala sitt tungumál í vinnunni, þannig tala andlegir og þeir sem vilja frið sitt tungumál, en því miður skilja það ekki allt of margir. Sem betur fer bætast alltaf fleiri og fleiri í hópinn sem vilja læra tungumálið friður. Eina leiðin til að skilja hvað friður er er að upplifa hann. Höfum við gert það raunverulega? Hvernig er hægt að upplifa frið þegar stríð og hungursneyð, morð og ofbeldi geisa rétt hjá? Eru kannski þessar að- stæður svo rótgróinn hluti af lífinu, eins og morðmyndir í sjónvarpi, að fólk er hætt að kippa sér upp við það? Kærleikur, tungumálið sem fær okkur til að fyrirgefa og sýna virð- ingu, mismuna ekki nokkrum manni, að þiggja og gefa. Hamingja er ann- að tungumál sem margir hafa farið á mis við eða mistúlkað. En hvers vegna? Er það af því að þeim var og er talin trú um að það sé bara ein leið að hamingjunni? Og að hún sé fólgin í meiri peningum, stærri bíl og húsi, keyptri þjónustu, meiri vinnu, meiri skuldum, meiri orkufram- leiðslu og breiðara bili milli fátækra og ríkra? Náttúran, enn eitt tungu- málið. Hún kennir okkur allt sem við þurfum til að lifa af, en virðum við hana? Kunnum við að meta hana? Ljós, annað tungumál sem færir okkur nær sannleikanum en nokkuð annað. Í ljósi geta leyndarmál og viðbjóður ekki þrifist. Því erum við svona hrædd við að koma úr myrkr- inu og baða okkur í ljósinu sem öllum stendur til boða? Það er til fullt af fólki sem er sönnun fyrir því að það er hægt að vera hamingjusamur þrátt fyrir erfiðleika, þung- lyndi, sorg, fátækt eða tímaskort. Til dæmis er gott að byrja á að átta sig á því að ríkir glíma við jafnmörg vandamál og fátækir. Þau eru bara andstæðan af vandamálum fátækra og dæmi nú hver fyrir sig hvor vandamálin eru betri. Í spakmælibók sem mér var eitt sinn gefið stendur: „Ef öllum væri gert að setja vandamál sín í einn haug og þeim yrði útdeilt jafnt niður á alla, yrðu flestir fegnir að fá sín eigin aft- ur.“ Sönnun, hvað er það? Flest okkar bíða eftir að hægt sé að sanna eitt- hvað, þá loksins geta þeir tekið þátt. Hvað þarf margar sannanir fyrir því að fyrirgefning, þakkir, að horfast í augu við sjálfan sig, bænir, hug- leiðsla og andlegar leiðir hjálpi, styrki og leysi vandamál og vanlíðan til frambúðar? Þarf Jesú að end- urfæðast mörgum sinnum svo fleiri trúi á þann kærleika og frið sem hann boðaði? Eða aðrir meistarar sem enn eftir margar aldir eru hluti af lífi margra? Hvað gerðist ef stjórnmálamenn boðuðu andlega leið? Fyrir hvað myndi opnast? Mynduð þið kjósa áfram flokkinn ykkar ef hann yrði andlegur á einu kjörtímabili? Ef svo er þá er fólk virkilega heilaþvegið! Það yrði í raun endanleg staðfesta um að það skipti engu hvað stjórn- völd boða, við munum gleypa við því og trúa enn einu sinni að loksins ætli þeir að hugsa betur um okkar hag og stöðu. Það vill svo til að smærri vanda- mál sem eru ekki ýkja áberandi end- urspegla sig á stærri sviðum og öf- ugt. Það sem á sér stað innan veggja heimilis endurspeglar sig í þjóð- félaginu og öfugt. Tökum sem dæmi drykkju Íslend- inga og þunglyndi. Hvernig stendur á öllum þessum fjölda fólks sem glímir við þessa erfiðu sjúkdóma? Er það bara almenningur eða líka þeir sem telja sig stjórna þessu landi sem þjást af slíkum sjúkdómum? Ef svo er eru þeir þá færir um að taka ákvarðanir sem verður að taka með fullu viti? Kemur aldrei neitt upp í lífi þessara einstaklinga sem gerir það að verkum að þeir þjáist af ein- hverju sem slær á yfirsýn þeirra um hvað er best fyrir land og þjóð? Hvað með græðgi? Hvað gerir það manni? Fær græðgi mann til að taka skynsamlegar ákvarðanir og hlúa að náunganum, deila með honum og jafnvel fleirum? Höfum við einhvers staðar á leið- inni misst tenginguna við raunveru- leikann sem ýmis orð standa fyrir? Erum við svo dofin að við vitum ekki fyrir fullvissu hvað ofbeldi, hatur, misnotkun, stríð og hungursneyð þýða og gera okkur? Og höfum við um leið glatað kraft- inum, upplifuninni, tilganginum og trúnni til að fyrirgefa og gera allt sem í valdi okkar stendur til að byggja upp frið á jörð? Lifir þú í raunveruleika eða hvað? Heimasíða Kærleikssamtakanna er ccw.is. Raunveruleikinn – meðvitund Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir fjallar um Kærleikssamtökin ’Höfum við einhversstaðar á leiðinni misst tenginguna við raunveru- leikann sem ýmis orð standa fyrir?‘ Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir Höfundur er stofnandi Kærleikssamtakanna. ÁRMANN Kr. Ólafsson, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, skrif- aði grein í Morgunblaðið 30. mars sl. þar sem hann fór villandi orð- um um nýleg skrif mín um skatta- og kjaramál. Segir hann þau vera „pólitískan blekkingarleik“. Þetta er rangt. Markmið mitt er ein- ungis að segja rétt frá stað- reyndum. Ein af fullyrðingum Ármanns er sú, að ég hafi horft framhjá því að kaupmáttur lífeyrisþega hafi auk- ist á síðustu árum. Þetta er al- rangt. Ég hef hins vegar sýnt að kjör lífeyr- isþega, þ.e. flestra eldri borgara og ör- yrkja, hafa batnað minna en kjör annarra í þjóðfélaginu, ekki síst vegna aukinnar skatt- byrðar sem stjórnvöld lögðu á lágtekjufólk. Þetta er sýnt á skýr- an hátt á meðfylgjandi línuriti. Þar má sjá samanborinn kaupmátt ráðstöfunartekna allra landsmanna og kaupmátt há- markslífeyris einhleypra ellilífeyr- isþega frá Tryggingastofnun rík- isins frá 1990 til 2005. Kaupmátturinn er heildartekjur eða hámarkslífeyrir að frádregn- um sköttum, á föstu verðlagi. Tölurnar á myndinni um kaup- mátt ráðstöfunartekna allra eru frá fjármálaráðuneytinu en töl- urnar um kaupmátt hámarkslíf- eyris eldri borgara koma frá Trygg- ingastofnun ríkisins og eru það sömu töl- ur og Ármann notar í línuriti með grein sinni, til að sýna kaupmáttaraukningu lífeyrisþega. Eins og myndin sýnir (sjá mynd) dróst kaupmáttur hámarkslífeyris til einhleypra eldri borgara stórlega aft- ur úr almennu kaupmáttarþróun- inni í samfélaginu í góðærinu eftir 1995. Frá 1990 til 2005 jókst kaup- máttur þjóðarinnar um 50,6% á meðan kaupmáttur hámarkslíf- eyris frá Tryggingastofnun jókst um 18%. Það endurspeglar kja- raþróun þeirra lífeyrisþega sem lítið annað hafa en almannatrygg- ingar til að stóla á. Þeir sem fá að auki lágar eða hóflegar greiðslur úr lífeyrissjóðum hafa einnig setið eftir, en það er stór hluti eldri borgara og öryrkja. Meginástæða þessarar óhag- stæðu þróunar fyrir lífeyrisþega er hin aukna skattbyrði sem lagð- ist á lágtekjuhópana í samfélag- inu. Stjórnvöld eiga þannig stærsta sök á því að kjör lífeyr- isþega hafa dregist aftur úr í góð- ærinu frá 1995. Lífeyrisþegar sátu eftir Stefán Ólafsson svarar grein Ármanns Kr. Ólafssonar Stefán Ólafsson ’Meginástæða þessararóhagstæðu þróunar fyrir lífeyrisþega er hin aukna skattbyrði sem lagðist á lágtekjuhópana í sam- félaginu.‘ Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.